Humarkló

Mynd: Sigurður Hrafn Stefnisson

Leið upp á Humarkló í Heinabergsfjöllum.

Aðal erfiðleikarnir felast í seinustu 10m eða svo. Ca 5.8 en í lausu bergi þar sem erfitt er að vita hverju á að treysta.

FF: Björgvin Richardsson, Guðni Bridde og Valdimar Harðarson, júní 1991

 

HUMARKLÓIN – Eftir Björgvi Richardsson

Tæpum tveim mánuðum eftir að við stóðum saman á tindi Karlsins var stefnan aftur sett á óklifin tind. Að þessu sinni var það Humarklóin í Heinabergsfjöllum sem varð fyrir valinu. Heinabergsfjöll eru austan Skálafellsjökuls í suðaustanverðum Vatnajökli og blasa við frá Höfn í Hornafirði í norðvestri. Um tindinn vissum við lítið, höfðum aðeins séð af honum óljósa mynd. Við vissum hvar hann var á landakortinu. En við vissum að hann var óklifinn. Það var nóg.

Lesa meira

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Heinabergsfjöll
Tegund Alpine

Höfuðbani WI 4

Leið númer B6a.

Leiðin byrjar rétt vinstra megin við Gryfjuna (B7-B9) og endar á sama stað og Sótanautur. Leiðin gæti flokkast sem Sótanautur Direct en eiga samt ekki margar hreyfingar sameiginlegar.

Hringurinn Sótanautur þótti slík gersemi vera fyrir fegurðar sakir og listasmíðar, að betri þótti hann en mörg jafnvægi hans í gulli. Hitt var miður kunnugt, að þau ósköp fylgdu þessum hring, að hann skyldi verða höfuðbani allra þeirra, er hann ættu, nema væri kona eigandinn.

WI 4, 30m

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. apríl 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Ávangur WI 3+

Leið númer A11a.

Leiðin er á sama ísstefni og A11, Hollow Wall, nema alveg fremst á því á meðan Hollow Wall fer upp kverkina vinstra megin.

WI 3+, 40m.

Fyrsti landnámsmaðurinn í Botnsdal var írskur, Ávangur að nafni. Bær hans gæti hafa verið þar sem nú eru rústir Holukots.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. apríl 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Hlaðhamrar
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Ársritið 2019 aftur á netið

Við vonum að vel fari um fólk og að allir séu við góða heilsu þessa dagana. Þar sem við erum vonandi sem flest að fylgja ráðleggingum og höldum okkur heima viljum við opna aftur fyrir vefútgáfu ársrits 2019 þar sem ekki hefur þótt ráðlegt af gefnu tilefni að póstleggja riti til hundruða einstaklinga, auk þess að ekki er hægt að nálgast ritin í Klifurhúsinu vegna lokana. Við bindum vonir við að geta póstlagt ársritin þegar fer að kyrrast, en fram að því verður hægt að glugga í ritið hér að neðan

 

End of the Line

Alpaleið upp austurvegg Skarðatinda.

Leiðin var farinn í tveimur tilraunum í febrúar og mars 2020 af þeim Bjarti Tý Ólafssyni og Rory Harrison.

Aðkoma

Farið var upp eftir Skatafellsjökli á fjallaskíðum frá bílastæðinu við Hafrafell. Aðkoman tók á milli 2 og 3 klukkutíma. Skíðin voru skilin eftir á góðum stað og haldið áfram gangandi upp um 300-400 metra þar sem eiginlegt klifur hefst.

Leiðin

Leiðin byrjar á 170 metra háum ísfossi sem klifraður er í þremur spönnum. Fyrsta spönnin hefst á bröttu hafti en er mun auðveldari eftir því sem ofar dregur og stefnir að gili þar sem aðalfossinn er. Næsta spönn hefst í gilinu og verður jafnt og þétt brattari eftir því sem á liggur. Tryggt er við ágætis stans eftir 60 metra. Þriðja spönnin er efsti partur ísfossins og er sú brattasta, AI4+ í um 50 metra.

Þaðan tekur við stór snjóbrekka með smá íshöftum í um 200 metra sem tryggt er á hlaupandi tryggingum upp til vinstri. Við lok snjóbrekkunnar er stoppað við nokkuð bratta ísaða klettar.

Næsta spönn liggur upp um 40 metra af hrímuðum klettum. Eftir klettahaftið var hliðrað eftir lítilli en langri snjósyllu á tæpum tryggingum. Ógerlegt að gráða þessa spönn en það þarf að fara hana með mikilli gát. Í fyrri tilraun á fjallið slepptum við syllunni og fórum áfram upp hrímaða klettana, við sáum síðar meir að hvoru tveggja hefði gengið upp til að koma okkur inn á seinni snjóbrekkuna.

Aftur var farið í hlaupandi tryggingar eftir snjóbrekkunni og leitað af veikleikum á hrímuðum klettunum fyrir ofan. Veikleikinn fannst milli stórra tveggja turna eftir um 120 metra af sam-klifri.

Sjötta spönnin liggur upp hrímið á síðustu tryggingum leiðarinnar sem hægt var að líða vel með. Sú sjöunda er sú fyrsta sem fær hreinlega Mix gráðu vegna aðstæðna þrátt fyrir að bergið hafi ekki verið móttækilegt þeim klettabúnaði sem við höfðum meðferðis. Upp stutt klettahaft og ská eftir litlum rampi og út fyrir horn inn í gil. Síðasta spönnin liggur upp gilið og þaðan upp stutt en nær-yfirhangandi klettahaft með íshrími á stangli. Tryggt með snjóhæl upp á topp

Niðurferð

Stefnd í norður þar til komið er að snjógili sem tekur mann niður að Skaftafellsjökli aftur. Gengið meðfram jöklinum að skíðunum og síðan er fínasta rennsli heim. Ferðin tók 18,5 klukkutíma.

Spannir

  • Spönn 1. AI4, 60 m
  • Spönn 2. AI4, 60 m
  • Spönn 3. AI4+, 50 m
  • 200 metra snjóbrekka
  • Spönn 4. AI3+/4, 40 m
  • Spönn 5. Stór hliðrun, 50 m
  • 120 metra snjóbrekka
  • Spönn 6. AI4, 40 m
  • Spönn 7. M4, 40 m
  • Spönn 8. M5, 20 m

End of the Line, TD+, AI4+, M5. FF. Bjartur Týr Ólafsson og Rory Harrison, 9. mars 2020

 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Skarðatindar
Tegund Alpine

Myndbönd

Kóróna WI 5

Leið upp pillar á milli B11 (Ljótur piltur) og B12 (Lygakvenndi)

Brattur pillar sem leit út fyrir að vera svona WI 4+ en var svo alveg óheyrilega pumpandi þegar á reyndi. Það var smá tjald sem þurfti að klifra uppundir og utanum sem var allt vel í fangið. Klifrað þegar Múlafjall var í mjög bunkuðum aðstæðum, veit ekki hvort að þetta geti myndast eitthvað léttara.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Bergur Ingi Geirsson, 19. mars 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Banff fjallakvikmyndahátíðin 2020

Nú er komið að kvikmyndaviðburði ársins þegar Íslenski alpaklúbburinn heldur Banff kvikmyndasýningarnar hátíðlega. Í ár fara sýningarnar fram 17. og 19. mars. Hátíðin verður í Bíó Paradís við Hverfisgötu og við vonum að það verði ekki svo í síðasta skipti. Eins og fyrri ár sjá GG sport og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn um að gera hátíðina mögulega á Íslandi.

Það er af nægu að taka og flestir útivistar- og jaðarsports iðkendur og áhugafólk ættu að finna eitthvað við sitt hæfi: klettaklifur, alpaklifur, skíði, fjallahjól, hlaup og fleira.

Sjá nánar um sýningarnar og miðasöðluna á Banff vefsíðunni.

Dizziness of Pil(l)ar WI 5+

280m WI5+

FF: Matteo Meucci, Franco Del Guerra,  8. Feb 2020

Park the car at Kirkjubol on Gemlufallsheidi on the south side of Onundafjordur. Cross the river on Galtardalur following the fence on the south side, pointing the north face of Kaldbakur. About 1h approach.

The slope get steeper and we roped up about 120m before the ice line  at the bottom of a small cliff of rock.

P1-120m slope with some ice steps. Possible to split in 2 real pitches.

P2-40m WI5+ sustained wall of ice with a small ledge half way. Better to stop before the end of the ice because is followed by a long slope with snow.

P3-70m  WI4 Some step of ice with one steep.

P4- 70m WI3 Some step of ice but the gully become easier the higher. we took the left branch but there is a right one as well. We  stopped at this point because of timing

Possible to reach the summit, crossing the cornice, in about 150-200m. At that point better walk down by the valley of Galtadalur

 

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Kaldbakur
Tegund Ice Climbing

Grettisbeltið WI 3

40m long WI3

FA: Franco Del Guerra, Matteo Meucci 9 Feb 2020

Some easy steps and then a steeper wall at the end. Possible a similar line just few m to the right ending in the same place.

Approach: park a Seljaland and go back on the road, cross the bridge and along the field and then start to walk up valley. The regular approach from the Valagil path can lead to an unpassable river if not fully frozen.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing