Sinful Pleasures

Rif upp norðaustur vegg Þverártindseggjar.

Sinful Pleasures
D+, WI 3-4, 400 m
FA: Eugene Glibin & Aliesya Bozhytska, 26.04.2020

Driving lies through Kálfafellsdalur valley which is a continuous river bed that requires passing across the numerous streams so off road truck is a must.

The approach to the wall is associated with a climb up +1000 m along the steep snow slopes and Skrekk glacier. Crossing the bergschrundt can be tricky. The couloir looker’s right next to the route is extremely rockfall dangerous. The most of the falling rocks are caught by the bergschrund.

R0 – R3 enjoyable climbing WI3-4 with adequate protection

R3 – R6 very thin ice covered with snow, avalanche hazard, long run-outs, still easy climbing WI3,R

R6 – R7 crossing over the SE ridge and climbing along it on steep snow ex.: 70º

R7 – R9 couloir on the SW slop ex.: 50º

R9 – R10 steep climb up to the summit ridge with poor protection M4,R

R10 – R11 summit ridge –  simul short rope traverse.

Descent via the North saddle by the classic alpine trekking route (F).

Summary: Super picturesque route with all types of alpine terrains. Though easy climb but numerous hazards have to be considered. Exposed parts R0-R6 and R9-R11  require adequate level of commitment. Long approach and descent have to be taken into account when planning this trip. The first ascent took almost 23 hours. The detailed report of that adventure can be found  here.

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Þverártindsegg
Tegund Alpine

Múrverk WI 4

Björgvin að fikra sig upp fyrri spönnina og Viðar tryggir. Mynd: Björgvin Hilmarsson

Innst inni í Seljalandsdal þeim er liggur inn af Álftafirði er ónefnt gil í stöllum þar sem gilið breikkar og myndar eins og skálar. Leiðin er í annarri skálinni af þremur.

Þarna er einstaklega formfagur berggangsveggur sem við klifruðum með og fyrri spönnin sem er um 50m, endar nánst á bakvið hann. Þar fyrir ofan er brattasta hafið, spönn sem er um 15m.

Fyrri spönninn er væntalega nokkuð mislöng eftir því hversu mikill snjór er í gilbotninum. Þó líklega alltaf hægt að ná niður í einu sigi á 70m línum.

FF: Björgvin Hilmarsson og Viðar Kristinsson, 28. janúar 2020.

Ísfirzku goðsagnirnar Búbbi og Rúnar Karls hafa farið leið í þessari skál og finnst þeim líklegast að hún hafi legið þar sem leið 2 er merkt inn á myndirnar. Núna 20 árum seinna var ákveðið að kalla hana Í blámanum. Við nánari skoðun á nýjum og gömlum myndum læðist að manni sá grunur að línan þeirra gæti hafa verið aðeins innar (lengra til hægri á myndunum). Það verður skoðað nánar og uppfært ef þarf.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing

Í blámanum WI 4

1. Múrverk og 2. Ónefnd. Mynd: Björgvin Hilmarsson

Innst inni í Seljalandsdal þeim er liggur inn af Álftafirði er ónefnt gil í stöllum þar sem gilið breikkar og myndar eins og skálar. Leiðin er í annarri skálinni af þremur.

Klifraðar hafa verið tvær leiðir í þessari skál. Í blámanum er merkt nr. 2 á myndunum sem hér fylgja. Línurnar sýna hvar Búbbi og Rúnar halda að leiðin hafi líklega verið en það er sem sagt ekki alveg á hreinu (gæti líka hafa verið aðeins meira til hægri). Líklega er leiðin svona um 45m með öllu. Hin leiðin, Múrverk WI4, er merkt sem nr.1

FF: Sigurður Jónsson (a.k.a. Búbbi) & Rúnar Karlsson, 30. nóvember 2000.

Ath: Myndirnar sem eru með rauðu línunum eru ekki teknar þegar leiðin var farin svo þær sýna ekki aðstæður eins og þær voru þá. En myndirnar af Rúnari og Búbba að klifra eru klárlega engar falsfréttir og teknar meðan á stuðinu þeirra stóð.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing

Mind Power M 7

Leið D7

Leið upp hornið í leikfangalandi sem er á milli Frosta (D6) og Dvala (D8).

Gráða M(D) 7, 26m, 13 boltar. Uppi á brún er stakur bolti sem hægt er að nota til að færa sig nær brúninni og svo eru tveir boltar alveg við brúnina, annar þeirra er með hring.

Leiðin eltir sömu sprunguna frá byrjun og alveg upp á topp. Mikið af axarfestunum reiða sig á það að snúa blaðinu inni í sprungunni til að það haldist inni en af og til er hægt að krækja á djúpa kanta. Fótfesturnar eru á köflum fáar og tæpar fyrir brodda. Sennilega er þægilegra að klifra leiðina í venjulegum klettaklifurskóm þar sem að það er enginn ís og nánast engin bleyta í leiðinni. Leiðin gæti einnig verið klifruð sem sportklifurleið á sumrin.

FF: Matteo Meucci, 25. apríl 2020.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Leikfangaland
Tegund Mixed Climbing

Eilífð WI 3

Leið 5 í Skálinni

Stutt og þægilegt haft hægra meginn við Pilar Pillar. Þaðan tekur við snjóbrekka upp að nokkrum léttum höftum til þess að toppa. Niðurgöngugil hægra meginn við leiðina þegar horft er á hana.

WI3, 160 m

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 16. apríl 2020

Klifursvæði Esja
Svæði Eilífsdalur
Tegund Ice Climbing

Pilar Pillar WI 5

Leið 4 í Skálinni

Brattur pillar hægra meginn við Skálina í Eilífsdal. Aðalhaftið í kringum 30 metra. Þaðan tekur við snjóbrekka og síðan styttri íshöft upp á topp sem tekin voru á hlaupandi trygginum.

WI5, 160 m

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 16. apríl 2020

 

Klifursvæði Esja
Svæði Eilífsdalur
Tegund Ice Climbing

Skálin WI 3+

Leið númer 1 á mynd. (leið númer 56. í Esjuleiðarvísi frá 1985)

Nyrst í skálinni er stuttur en tæknilega erfiður ísfoss. Auðvelt þar fyrir ofan.

Skálin – snjór/ís
Gráða.:3/4
Lengd.: 100 m.
Tími.: L 90 min – 2 klst.

FF: 20. jan. 1985, Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson.

Klifursvæði Esja
Svæði Eilífsdalur
Tegund Ice Climbing

Gjörgæsla WI 4+

Leið B10a

Hefst á bröttu hafti á þunnum ís. Lokahreyfingarnar í haftinu eru mjög snúnar þar sem klifrað er innan úr litlum helli undir regnhlíf á mjög þunnum ís.  Eftir það tekur við þægileg snjóbrekka með sem endar með stuttu íshafti.

WI4+/5-

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 25. mars 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Famous Grouse WI 4

Leið B6a

Stök lína hægra meginn við Scottish Leader. Bráðskemmtileg leið sem hefst með bröttu hafti með nokkrum fíngerðum hreyfingum í gegnum regnhlífar í toppinn. Þaðan tekur við stutt snjóbrekka og síðan stutt íshaft í lokinn.

WI4/+

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 25. mars 2020.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Humarkló

Mynd: Sigurður Hrafn Stefnisson

Leið upp á Humarkló í Heinabergsfjöllum.

Aðal erfiðleikarnir felast í seinustu 10m eða svo. Ca 5.8 en í lausu bergi þar sem erfitt er að vita hverju á að treysta.

FF: Björgvin Richardsson, Guðni Bridde og Valdimar Harðarson, júní 1991

 

HUMARKLÓIN – Eftir Björgvi Richardsson

Tæpum tveim mánuðum eftir að við stóðum saman á tindi Karlsins var stefnan aftur sett á óklifin tind. Að þessu sinni var það Humarklóin í Heinabergsfjöllum sem varð fyrir valinu. Heinabergsfjöll eru austan Skálafellsjökuls í suðaustanverðum Vatnajökli og blasa við frá Höfn í Hornafirði í norðvestri. Um tindinn vissum við lítið, höfðum aðeins séð af honum óljósa mynd. Við vissum hvar hann var á landakortinu. En við vissum að hann var óklifinn. Það var nóg.

Lesa meira

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Heinabergsfjöll
Tegund Alpine

Höfuðbani WI 4

Leið númer B6a.

Leiðin byrjar rétt vinstra megin við Gryfjuna (B7-B9) og endar á sama stað og Sótanautur. Leiðin gæti flokkast sem Sótanautur Direct en eiga samt ekki margar hreyfingar sameiginlegar.

Hringurinn Sótanautur þótti slík gersemi vera fyrir fegurðar sakir og listasmíðar, að betri þótti hann en mörg jafnvægi hans í gulli. Hitt var miður kunnugt, að þau ósköp fylgdu þessum hring, að hann skyldi verða höfuðbani allra þeirra, er hann ættu, nema væri kona eigandinn.

WI 4, 30m

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. apríl 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Ávangur WI 3+

Leið númer A11a.

Leiðin er á sama ísstefni og A11, Hollow Wall, nema alveg fremst á því á meðan Hollow Wall fer upp kverkina vinstra megin.

WI 3+, 40m.

Fyrsti landnámsmaðurinn í Botnsdal var írskur, Ávangur að nafni. Bær hans gæti hafa verið þar sem nú eru rústir Holukots.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. apríl 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Hlaðhamrar
Tegund Ice Climbing

Myndbönd