Leiðangur á Gunnbjörn

Bjöggi og Peter nálgast toppinn á Kaldbaki daginn áður en þeir héldu til Grænlands

Bjöggi og Einar frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum eru nú staddir á Grænlandi að leiðsegja í þriggja tinda leiðangri fyrir Adventure Consultants.

Markmiðið var að fara á Gunnbjörn 3.994 metrar, Cone 3.669 metrar og Dome 3.682 metrar. Þrjú hæstu fjöll Grænlands sem sagt. Eftir það á svo að klifra og skíða.

Skemmst er frá því að segja að þeir eru búnir með öll þrjú aðalmarkmið ferðarinnar. Ljómandi flott hjá þeim.

Hægt er að fylgjast með hér:

http://www.adventureconsultants.com/adventure/Greenland3Peaks_Dispatches2017/

Minni svo á hina Íslendingana á Grænlandi, en það er sennilega skemmtilegasta blogg internetsins þessa dagana, 109 km dagar, bacon og viský er þemað. http://expeditions.mountainguides.is/