Langar þig í skíðaferð til Slóveníu?

ÍSALP hefur verið boðin þátttaka í menningarsamstarfi þriggja landa; Íslands, Slóveníu og Ungverjalands og gefst klúbbnum færi á að senda sjö félaga í viku skíðaferð til Júlísku Alpanna í Slóveníu dagana 18.-24.mars þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þema ferðarinnar er „Öryggi í vetrarfjallamennsku“ og verður megináhersla lögð á fjallaskíði.
Alpaklúbburinn óskar hér með eftir þátttakendum til fararinnar.
Kröfur til umsækjenda eru eftirfarandi:

 

1) Þátttakendur verða að vera meðlimir í ÍSALP

2) Þátttakendur þurfa að hafa reynslu á fjallaskíðum. Þeir þurfa að vera öruggir skíðamenn/-konur og eiga sinn eigin fjallaskíðabúnað

3) Þátttakendur þurfa að hafa þekkingu á snjóflóðahættu og viðbrögðum við snjóflóðum. Þeir þurfa að kunna að nota snjóflóðaþrennu (ýli, skóflu og stöng) og eiga sinn eigin búnað.

4) Þátttakendur þurfa að hafa áhuga á mannlegum samskiptum og geta tekið þátt í hópastarfi, umræðum á ensku og verið klúbbnum til sóma.

5) Þátttakendur skuldbinda sig til að aðstoða við móttöku fjallafólks frá Slóveníu og Ungverjalandi þegar Alpaklúbburinn verður gestgjafi í viðlíka viðburði, vorið 2019.

Verkefnið er styrkt af Erasmus+.
Umsóknir sendist á stjorn@isalp.is með eins miklum upplýsingum um umsækjendur eins og þurfa þykir með hliðsjón af liðunum 5 hér að ofan. Umsóknarfrestur er til miðnættis 15.janúar. Stjórn klúbbsins velur úr hópi umsækjenda út frá hæfni og framlagi til klúbbsins og tilkynnir niðurstöður eins fljótt og hægt er eftir að frestur rennur út.

Projection: Rectilinear (0)
FOV: 65 x 48
Ev: 13,96

-Stjórn Alpaklúbbsins