Á þriðjudaginn síðasta var haldinn umræðufundur um Bratta. Formaður hélt kynningu um sögu málsins og kynnti samkomulag milli ÍSALP og FÍ sem lesa má um hér á heimasíðunni. Þá hélt Sissi gott erindi um aðra möguleika í málinu. Að kynningum loknum voru umræður um málið. Í alla staði góður fundur og til þess fallinn að skapa breiða sátt um framtíð Bratta. Við ætlum að halda þessum umræðum áfram og stefnum á að hittast þriðjudaginn í næstu viku, 23.ágúst kl. 20 í Klifurhúsinu.