Aðalfundur Alpaklúbbsins var haldinn síðasta miðvikudag.
Helgi Egilsson situr ár í viðbót sem formaður. Með honum í stjórn eru Bjartur Týr Ólafsson, Jónas G. Sigurðsson, Sigurður Ýmir Richter, Baldur Þór Davíðsson, Matteo Meucci og Ottó Ingi Þórisson. Úr stjórn fara Heiða Aðalbjargar, SIgurður Ragnarsson og Þorsteinn Cameron og þökkum við þeim kærlega fyrir óeigingjarnt framlag til klúbbsins undanfarin ár!
Skýrsla stjórnar klúbbsins fyrir árið 2017 er komin á heimasíðuna, undir liðinn „fundargerðir“
Við undirbúum nú spennandi dagskrá fyrir haustið og stefnum meðal annars á að halda upp á fertugsafmæli Alpaklúbbsins í nóvember.
Næsta fréttaglefsa er úr Eyjafréttum og fjallar um Alpaklúbbsferð Páls Sveinssonar, Bjart Týs, Ottós Inga og Rúnu Thorarensen til Ítalíu í september: