Íslenski Alpaklúbburinn býður meðlimum upp á frítt byrjendanámskeið í ísklifri næstu viku. Námskeiðið verður tveir dagar: Miðvikudagskvöldið 7.des kl. 20.00 í Klifurhúsinu (innanhúss) og síðan laugardagur 10.des eða sunnudagur 11.des eftir aðstæðum. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins er Matteo Meucci .
Farið verður yfir grundvallaratriði í ísklifri og þátttakendum gefinn kostur á að spreyta sig á sportinu undir leiðsögn reyndra klifrara.
Þátttakendur þurfa að mæta með sinn eigin búnað: ísaxir, belti, hjálm, stífa skó og klifurbrodda, tryggingatól og læsta karabínu.
Takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðinu og fer skráning fram í gegnum tölvupóst stjórnar Alpaklúbbsins (stjorn @ isalp . is). Við svörum um hæl og staðfestum skráningu.
Það er ekki of seint að skrá sig í klúbbinn og taka þátt.