Leiðarvísar

Allir íslenskir leiðarvísar á pdf formi

Ís, mix og alpaklifur

 

 Nafn  Höfundar og útgáfuár  Staða leiðarvísis (up to date)
 Arnarfjörður  Sigurður Tómas Þórisson, 2015  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Breiðdalur  Sigurður Tómas Þórisson, 2014  Innniheldur allar leiðir á svæðinu.
 Brekkufjall  Matteo Meucci, 2018  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Brynjudalur  Sigurður Tómas Þórisson og Róbert Halldórsson, 2014  Veturinn 2015-16 bættust við nokkrar leiðir , von er á uppfærsu á næstunni.
 Búahamrar  Jónas G. Sigurðsson, 2019  Inniheldur allar leiðir á svæðinu.
 Eilífsdalur  Sigurður Tómas Þórisson, 2009  Inniheldur allar leiðir á svæðinu.
 Kaldakinn  Sigurður Tómas Þórisson, 2007  Slatti bættist við á ísklifurfestivali 2016, ný útgáfa er í vinnslu.
 Múlafjall Sigurður Tómas Þórisson 2017  Nýr og einstaklega flottur leiðarvísir. Inniheldur 70 leiðir í Múlafjalli sem vitað er um. Líklegt er að meira komi í ljós á næstu árum.
 Mýrarhyrna  Sigurður Tómas Þórisson, 2006?  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Ólafsfjarðarmúli  Jökull Bergmann og Sigurður Tómas Þórisson, 2010  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Suðurhlíðar Vestara og Eystra Hrútsfjalls  Björgvin Hilmarsson, 2015  Inniheldur allar leiðir á svæðinu, birtist í ársriti Ísalp árið 2015 ásamt grein um Skarðatinda eftir sama höfund.

Grjótglíma, sport og dótaklifur

Fyrir nánari upplýsingar um klettaklifur er notendum bent á að skoða heimasíðuna klifur.is

 

Nafn Höfundar og útgáfuár Staða leiðarvísis (up to date)
 Akrafjall  Þórður Sævarsson 2019  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Búahamrar Jónas G. Sigurðsson, 2019  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Geldinganes  Jónas G. Sigurðsson, 2010  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Gerðuberg  Sigurður Tómas Þórisson, 2007  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Hraundrangi   Ágúst Kristján Steinarsson, 2009  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Ingimundur  Ólafur Ragnar Helgason, 2002  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Kerlingareldur  Sigurður Tómas Þórisson, 2009  Nákvæmur leiðarvísir af leiðinni sjálfri og aðkomunni.
 Kverkfjöll Þorsteinn Cameron, 2016  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Munkaþverá  Sigurður Tómas Þórisson, 2006  Inniheldur nánst allt, hugsanlega var kominný uppfærsla…
 Norðurfjörður  Jónas G. Sigurðsson, 2022  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Pöstin  Jafet Bjarkar Björnsson, 2009  5 nýjar leiðir hafa bætst við frá útgáfu, sjá http://www.klifur.is/crag/postin
 Skinnhúfuklettar  Jafet Bjarkar Björnsson, 2009  Inniheldur allar leiðir á svæðinu
 Stardalur  Sigurður Tómas Þórisson, 2007  Inniheldur allar leiðirnar á svæðinu
 Strandgata  Jafet Bjarkar Björnsson, 2010  Inniheldur meira en er til staðar, eftir að Uberklassíkin „Reykjarvíkurperlan“ var fjarlægð
 Valshamar  Sigurður Tómas Þórisson, Skarphéðinn Halldórsson, Björgvin Hilmarsson, 2009  Inniheldur allar leiðir á svæðinu

 

Leiðarvísar Ísalp

Leiðarvísar Ísalp hafa birst í Ísalp ársritum og fréttabréfum síðan 1978. Þessir leiðarvísar eru af einhverju leiti úreltir en að öðru leiti í góðu standi og enn mjög nothæfir í dag. Passið að bera leiðirnar í leiðarvísunum við leiðaskráninguna í gagnagrunninum, þar ættu að vera nýjustu upplýsingar sem eru í boði.

 Nafn  Höfundur og útgáfuár   Um leiðarvísi
 Leiðarvísir Ísalp nr. 1 – Eyjafjallajökull  Helgi Benediktsson, 1978  Leiðarvísirinn fjallar eingöngu um gönguleiðir, sem eru enn á sínum stað og í fullri notkun. Það helsta sem er frábrugðið frá því að leiðarvísirinn var gerður er hop jökulsins og þá sérstaklega Gígjökuls
 Leiðarvísir Ísalp nr. 2 – Hekla og Langjökull  Helgi Benediktsson, Sighvatur Blöndahl, Yngvar Teitsson og Guðjón Ó. Magnússon, 1979  Gönguleiðarvísir, gönguleiðir enn á sínum stað og hafa lítið breyst. Eitthvað hefur aukist umferðin um Langjökul og fleiri leiðir eru þekktar sem fólk hefur krossað eftir.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 3 – Snæfellsjökull  Magnús Guðmundsson, Helgi Benediktsson, Arnór Guðbjartsson og Ingvar Teitsson, 1979  Gönguleiðarvísir, enn mjög viðeigandi í dag þar sem að gönguleiðirnar eru þær sömu.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 4 – Tindfjallajökull, fyrri hluti  Ingvar Teitsson, Rúnar Nordquist, Guðjón Halldórsson og Magnús Hallgrímsson, 1979  Gönguleiðarvísir um Tindfjallasvæðið, ásamt lýsingum á helstu skálum á svæðinu.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 5 – Tindfjallajökull, seinni hluti  Ingvar Teitsson, Rúnar Nordquist, Guðjón Halldórsson og Magnús Hallgrímsson, 1979  Fleiri gönguleiðir um Tindfjallasvæðið og eitthvað af klifurleiðum, SV hryggur Hornklofa og leiðir á Tindinn. Ekki er vitað til að mikið hafi bæst við af leiðum síðan þessi leiðarvísir var gefinn út. Sjá einnig Leiðarvísi Ísalp nr. 16.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 6 – Botnssúlur, fyrri hluti  Guðjón Ó. Magnússon, 1979  Þessi leiðarvísir er fyrri hluti leiðarvísisins um fjallamennsku í Botnssúlum og snýr þessi hluti að gönguleiðum um svæðið. Leiðarvísirinn inniheldur flestar þær gönguleiðir sem eru þekktar
 Leiðarvísir Ísalp nr. 7 – Botnssúlur, seinni hluti  Guðjón Ó. Magnússon, 1979  Þessi seinni hluti leiðarvísisins snýr að ís- og snjóklifri í Botnssúlum. Í honum eru flest allar þekktar leiðir á svæðinu nema leiðin Morgunfýla.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 8 – Skessuhorn  Helgi Benediktsson og Sighvatur Blöndahl, 1980  Fyrsti leiðarvísir sem gefinn var út um klifur í Skarðsheiðinni. Allmargar leiðir hafa bæst við og hefur þessi leiðarvísir verið endurgerður og endurútgefinn, sjá Leiðarvísi Ísalp nr. 22.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 9 – Skarðsheiði  Helgi Benediktsson og Sighvatur Blöndahl, 1980  Gönguleiðarvísir um Skarðsheiði, allt í þessum leiðarvísi er líka að finna í Leiðarvísi Ísalp nr 22.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 10 – Vífilsfell  Magnús Guðmundsson og Snævarr Guðmundsson, 1980  Göngu og klifurleiðarvísir um Vífilsfell. Ekki hefur verið mikið klifrað í Vífilsfelli síðustu ár svo að þessi leiðarvísir inniheldur sennilegast allar leiðir á svæðinu.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 11 – Stardalshnúkur  Snævarr Guðmundsson, 1981  Fyrsti leiðarvísirinn sem gefinn var út fyrir Stardal og inniheldur hann aðeins fimm leiðir. Þessi leiðarvísir hefur verið endurgerður og endurútgefinn, sjá undir „Aðrir leiðarvísar“.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 12 – Mýrdalsjökull  Guðjón Ó. Magnússon, 1980  Göngu og skíðaleiðarvísir, allar leiðir enn góðar og gildar í dag.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 13 – Hraundrangi  Hreinn Magnússon og Olgeir Sigmarsson, 1981  Klassíska leiðin upp á Hraundranga, tvær hafa bæst við frá útgáfu þessa leiðarvísis, sjá undir „Aðrir leiðarvísar“.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 14 – Þumall  Torfi Hjaltason, 1981  Klassíska leiðin upp á Þumal, hefur ekkert breyst. Í leiðarvísinn vantar aðra leið sem hefur verið farin upp á Þumal. Hin leiðin liggur sunnan megin við flöguna og sameinast klassísku leiðinni í fjórðu spönn
 Leiðarvísir Ísalp nr. 15 – Valshamar  Snævarr Guðmundsson, 1981  Fyrsti leiðarvísirinn af Valshamri. Þessi leiðarvísir hefur verið endurgerður og endurútgefinn, sjá undir „Aðrir leiðarvísar“
 Leiðarvísir Ísalp nr. 16 – Tindurinn  Magnús Guðmundsson, 1981  Báðar þekktu leiðirnar á Tindinn í Tindfjöllum
 Leiðarvísir Ísalp nr. 17 – Eilífsdalur og Hrútadalur  Snævarr Guðmundsson og Magnús Guðmundsson, 1982  Fyrsti leiðarvísirinn fyrir svæðið. Mjög mikið hefur verið bæst við síðan þessi leiðarvísir var gefinn út. Finna má leiðarvísi yfir Eilífsdal undir „Aðrir leiðarvísar“ og Hrútadal í Leiðarvísi Ísalp nr. 20.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 18 – Öræfajökull  Torfi Hjaltason og Helgi Benediktsson, 1982  Góðar lýsingar á gönguleiðum á Hvannadalshnúk. Leiðarvísirinn er titlaður sem fyrri hluti, en ekki virðist vera að seinni hlutinn hafi komið út.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 19 – Leiðir í Bratta  Guðjón Ó. Magnússon, 1985  Aðallega gönguleiðir, lítið hefur bætst við síðan 1985
 Leiðarvísir Ísalp nr. 20 – Esja  Snævarr Guðmundson og Magnús Guðmundsson, 1985  Nýjasti leiðarvísirinn sem nær yfir alla Esjuna. Vantar Eilífsdal og Tvíburagil ásamt stöku leið hér og þar.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 21 – Stardalur  Björn Vilhjálmsson og Snævarr Guðmundsson, 1986  Þessi leiðarvísir er hefur verið endurgerður og endurútgefinn, sjá undir „Aðrir leiðarvísar“.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 22 – Skarðsheiði  Snævarr Guðmundsson og Kristinn Rúnarsson, 1987  Ekki hafa margar, en þó einhverjar, leiðir bætst við í Skarðsheiðina frá 1987, nýjasta útgáfan.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 23 – Munkaþverárgil  Páll Sveinsson, 1988  Þessi leiðarvísir er hefur verið endurgerður og endurútgefinn, sjá undir „Aðrir leiðarvísar“.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 23 – Hvalfjörður og Kjós  Snævarr Guðmundsson, 1990  Brynjudalur og Múlafjall hafa bætt við sig slatta af leiðum, aðrir staðir eru góðir. Finna má nýrri útgáfu af leiðarvísi fyrir Brynjudal og Múlafjalli undir „Aðrir leiðarvísar“.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 24 – Klettaklifursvæði á Íslandi  Björn Baldursson og Snævarr Guðmundsson, 1994  Flest svæðin sem hér eru tekin fyrir hafa verið gefin út í nýjum sér leiðarvísum. Í þennan leiðarvísi vantar mikið af nýrri leiðum.
 Viðauki við Leiðarvísi Ísalp nr. 23 – Glymsgil  Hallgrímur Magnússon og Jón Haukur Steingrímsson, 1996  Einhverjar leiðir hafa bætst við í Glym sjálfan en leiðarvísirinn sjálfur í heild er mjög góður.
 Leiðarvísir Ísalp nr. 25 – Haukadalur  Hallgrímur Magnússon, 1998  Einhverjar leiðir hafa bætst við og leiðarvísirinn gæti farið að hafa gott af uppfærslu.