Wanker’s syndrome null
III, AI2, WI3, M4, 750 m
FF: Andri Bjarnason, Haraldur Guðmundsson, Stefan Örn Kristjansson, 9.apríl 2004
Leiðin liggur upp miðgilið á fésinu, hægra megin við Ormapartí (sjá mynd). Löng og fjölbreytt leið sem að stærstum hluta er klifur í pökkuðum snjó með íshöftum inn á milli. Klifrað er um 400 m upp gilið að bröttu íshafti, þar sem gilið er hvað þrengst. Þar fyrir ofan liggur leiðin upp snjófláa og klettarana upp til hægri og endar með bröttu ís- og klettahafti. Sú spönn endar uppi á hrygg í um 1000 m hæð þar sem klifrinu lýkur. Hryggurinn liggur svo áfram að toppi fjallsins sem er 1177 m.y.s. Klifur í leiðinni ber að forðast ef minnsta snjóflóða/grjóthrunshætta er fyrir hendi. Niðurleiðin niður vesturhlið fjallsins og út Grýtudal, er brött og varasöm í miklum snjó (30-40° bratti). Gráðurnar endurspegla erfiðustu kafla leiðarinnar en tæknilega er leiðin vel viðráðanleg, aðalerfiðleikarnir felast í lengd hennar. Hægt er að klifra leiðina mestmegnis á hlaupandi tryggingum.
Klifursvæði | Tröllaskagi |
Svæði | Búrfellshyrna |
Tegund | Alpine |
Merkingar |