Vesturgil
Leið númer 7 á mynd.
Gráða II, 150 m.
Gengið er norður úr skarðinu milli Háu og Vestursúlu, í vesturhlið Háusúlu, að gili, sem gengur niður úr vesturhrygg Háusúlu. Þegar að gilinu er komið, skal fara í línu og síðan leggja af stað upp gilið, sem er auðfarið. Gilið er af I. gráðu snjóklifurs og um 90 m langt. Þegar komið er upp á vesturhrygginn, skal reka niður tryggingu, áður en haldið er áfram.
Frá hryggnum á tindinn eru um 60 m. Fyrstu 10-15 metrana er brattinn um 60-65° og upp ísí- eða snjólagt berg. Bergið er „sæmilegt“ en þessi kafli getur verið snjólaus. Þegar upp fyrir klettahaftið er komið, tekur við samfelld snjóbrekka, um 50° brött, upp á tindinn.
Klifursvæði | Botnssúlur |
Svæði | Háasúla |
Tegund | Alpine |
Merkingar |