Leið merkt sem 7.
Gráða I/II – 400 m – 1-3 klst.
FF: Ari Trausti Guðmundsson, 1969.
Fjölbreytt og skemmtileg leið. Frá Efraskarði er stefnt á Skessusæti (702 m), sem er lítill tindur undir Miðhrygg og er öllu léttara að koma austan að honum en vestan. Haldið er upp og yfir tindinn og að miðhrygg Skarðshyrnu. Upp hrygginn eru afbrigði að vali fjallamannsins. Þá er oftast farið austan við hrygginn.
Klifursvæði |
Skarðsheiði
|
Svæði |
Skarðshyrna |
Tegund |
Alpine |
Merkingar |
|
8 related routes
Leið númer 1b á mynd
WI 3 R
FF: Matteo Meucci og Marco Porta 22. apríl 2017
Leiðir merktar inn sem 8
Gráða 1 – 100-200 m
Fjölmargar snjólænur liggja upp SA-hlíðar Skarðshyrnu, allar þó af svipuðum erfiðleikum. Þessi afbrigði eru velþekkt.
Leið númer 6
Gráða 1 – 150 m –
FF: Ari Trausti Guðmundsson og Olgeir Sigmarsson, maí 1979.
Snjólæna norðan við leið nr. 1 sem liggur upp á Skarðshyrnu.
Leið merkt sem 7.
Gráða I/II – 400 m – 1-3 klst.
FF: Ari Trausti Guðmundsson, 1969.
Fjölbreytt og skemmtileg leið. Frá Efraskarði er stefnt á Skessusæti (702 m), sem er lítill tindur undir Miðhrygg og er öllu léttara að koma austan að honum en vestan. Haldið er upp og yfir tindinn og að miðhrygg Skarðshyrnu. Upp hrygginn eru afbrigði að vali fjallamannsins. Þá er oftast farið austan við hrygginn.
Leið merkt sem 5.
Gráða 2 -200 m – 1-2 klst.
FF: Ari Trausti Guðmundsson og Peter Wiedthaler, apríl 1975.
Falleg auðrötuð leið, aðallega snjóleið með nokkrum léttum íshöftum
Best er að ganga niður leið 37 um Skessusæti
Leið merkt sem 4.
200M. Berg klifur leið í gráðu III. með nokkrum IV. hreyfingum. Hóflega erfið klifurleið. Tvær fyrstu spannirnar eru erfiðastar með hreyfingum af IV. gráðu í þeirri efri. Leiðin byrjar hægra megin á rifinu, í mynni A-Miðgils. 3-4 spannir með léttara brölti í efri hluta. Þokkalegar megintryggingar.
Best er að ganga niður leið 37 um Skessusæti
FF. Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 25. sept. 1982
Athugið að þetta er ekki eini Giljagaurinn á landinu, það er einn inni í Þórsmörk og annar í Fljótshlíð, passið að rulga þeim ekki saman. Ísalp telur að nú sé nóg komið af Giljagaurum, nú sé komið að öðrum jólasveinum sem ekki hafa fengið leiðir nefndar eftir sér, s.s. Hurðaskellir eða Skyrgámur.
Leið merkt sem 3.
Gráða: 2/3 -200 m – 2-3 klst.
Fyrst farin: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 3. jan. 1982.
Mjög falleg klifurleið upp vestara gilið af tveim sem ganga upp á tind Skarðshyrnu. Auðrötuö. Brött höft í neðri hluta leiðarinnar.
Best er að ganga niður leið 37
Leið merkt inn sem 1a
Læna þessi telst við vetraraðstæður ná 1. gráðu að erfiðleikum, en bæta má því við að skíðað hefur verið niður hana.
Þægilegast er að ganga niður eftir leið 37 um Skessusæti
Miðhryggurinn er mjög skemmtileg og flott leið, mæli með henni. Ef leiðin er klifruð án þess að þræða framhjá erfiðleikum er klifrið örlítið strembnara en NA hryggur Skessuhorns
Ég og Magnús Blöndal gerðum atlögu að Eystra Miðgili í Skarðshyrnu á sunnudaginn 24. apríl. Mikið magn af ís, snjó og grjóti kom stanslaust fljúgandi úr gilinu og ljóst var að við vorum 2-3 vikum og seint á ferðinni. Fórum samt aðeins upp gilið á hlaupandi tryggingum til að kynna okkur það betur.
Hörfuðum austar í fjallið og klifruðum ágætis gil á hlaupandi tryggingum sem skilaði okkur upp á Miðhrygginn. Solo-klifruðum hrrygginn í broddunum upp á topp. Grjótið á hryggnum var gríðarlega laust í sér og nær allur ís farinn. Þó var hægt að höggva í frosinn mosa og smá ís á stökum stöðum.
Miðhryggurinn er klárlega skemmtileg viðbót við leiðir eins og NA-hrygg Skessuhorns og Kistufellshornið.