Trommarinn WI 4

Leiðiin liggur upp aðalfoss Skálagils og blasir við þegar gengið er inn gilið. Byrjað er hægra megin í fossinum og klifrað upp á stall þar sem fossinn og hamraveggurinn mætast. Þaðan er klifrað ca. 10m hægra megin í fossinum en síðan farið inn að miðju. Miðjulínunni er síðan fylgt að mestu upp á topp. Leið nr. 15 á mynd, 60m.

FF.: Guðjón Snær Steindórsson og Haraldur Örn Ólafsson, 20. feb 1999.

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Skálagil
Tegund Ice Climbing
Merkingar

Myndbönd

21 related routes

Byrjandi sector WI 3

Fun sector on the right of Skálagil

Park same spot of Skálagil and then instead of going in to the gully keep walking on the main valley and slowly point up to the sector (on the way down we went straight down and then walked the flat but is it a swamp and need to be fully frozen ). Approach is 45′-60′

we climbed 6 lines but on the left there are few more; they are WI2-3 25m long and anchors on the top are tricky to find: mix of V-thread and rocks

FA Matteo Meucci and JulianO’Neil 20/01/2024  25m WI2-3

yellow WI2

red WI3

green WI3

blue WI3

black WI3

white WI2

 

 

Hardcore VS. Skeletor

Leið „0“ á mynd

Leiðin er hægra megin við „240 min.“ og er því núna fyrsta leiðin þegar gengið er inn í það gil. Mjótt kerti sem nær hálfa leið upp vegginn, eftir það eru bara klettar.

Byrjið að klifra ísinn, sem var auðtryggður þegar leiðin var farinn. Ískaflin var einkar skemmtilegur og vel brattur. Ísinn endar upp á litlum stalli þar sem hægt er að setja upp góða megintryggingu utan um stein eða halda áfram upp lítið þak. Áður en farið er í þakið er hægt að setja inn einn til tvo fleyga og einn lítinn vin (t.d. gulan alien). Restin af leiðinni er klifur inn í víkandi strompi sem hægt er að tryggja með fleygum og meðal stórum vinum (rauður til blár Camelot). Athugið að klettaspönnin er fullur 30m og því ó vitlaust að skipta leiðinni upp í tvær spannir eins og við gerðum (þó það hafi ekki verið ætlunin hjá undirrituðum í upphafi). Erfiðasti hlutinn í leiðinni er að fara yfir þakið. Góða skemmtun í þessari fimm-stjörnu leið Kv. Hardcore

FF: Jökull Bergmann, Ívar F. Finnbogason, 8. feb 2003

WI 5+ /M 6

Brennivín M 11

Leið nr. 14 á mynd.

Þetta er erfiðasta mixklifur leið Íslands og þegar hún var sett upp var hún erfiðasta mixklifurleið í heiminum með þá næst erfiðustu M8. Af þeim ástæðum gaf Will leiðinni gráðuna M9+ með þeim orðum að hún væri sennilega erfiðari, hann hefur núna staðfest að leiðin sé M11, töluvert erfiðari en M10-ur frá svipuðu tímabili. Leiðin er einnig ein af fyrstu sprey ísleiðum í heiminum

Í Ísalp ársriti frá 1998 skrifar Guðmundur Helgi:

Ég veit ekki hvað það tók margar tilraunir þessa fjóra daga, en þær voru margar áður en það hafðist að klifra þessa leið. Aldrei áður hafði hann þurft að eyða jafn löngum tíma eða orku í nokkra leið, marinn og skrámaður með brotið nef og bros aftur á hnakka. Hvað heitir svo maðurinn? Jú, Will Gadd, Kanadamaður búsettur i Bandaríkjunum sem kom hingað til lands ásamt ,,tilvonandi“ unnustu sinni, Kim Cizmagia, og kvikmyndagengi i þeim tilgangi að finna og klifra erfiðustu, mixuðu ísleið i heiminum. Hafði það tekist? Um það verða aðrir að dæma en leiðin sem um ræðir heitir Brennivín, nefnd eftir hinum banvæna íslenska snafs eins og Will orðaði það. Leiðin sem er um 50 metrar og því ein spönn, er innst í Skálagili í Haukadal í Dalasýslu. Fyrstu 15-20 metrarnir eru frístandandi kerti upp undir klettaþak sem er um 6 metrar i heildina en klifrið frá kertinu er um 4 metrar út að brún. Erfiðleikarnir eru þó ekki búnir þegar þakinu sleppir því lykilklifurleiðin er að hliðra eftir brúninni að bitastæðum ís til að geta klifrað áfram upp á brún. Á þessum seinni kafla er ísinn í heildina örlitið yfirhangandi og þunnur. Í eina skiptið sem þetta hefur verið klifið þurfti Will að klifra hálfa leiðina upp á brún áður en ísinn varð nægilega þykkur til að hægt væri að koma inn haldbærri tryggingu. Þakið og hliðrunin eru hinsvegar tryggð með fjórum boltum.

FF.: Will Gadd, Kim Csizmazia og Guðmundur Helgi Christensen, 28. mars 1998.

Ákavíti WI 5+

Innst í Skálagili í Haukadal. Leiðin eltir vinstri jaðar bogans, sem hin heimsfræga leið Brennivín (M11+) liggur beint upp. Byrjar rétt hægra megin við Trommarann (megin foss gilsins), hliðrar skáhallt upp meðfram jaðri bogans í vandasömum, tortryggðum þunnum ís. Þar var áð og gerður stans á nokkuð solid ísbunkum eftir 50m+ klifur (með 30m exposure beint fyrir neðan). Eftir stansinn tók við nokkuð vandasöm hliðrun undir/bakvið megin kertið í efsta ísþilinu. Þar bakvið var læðst upp undir létt yfirhangandi tjald með kröftugum tæknilegum hreyfingum. Ofan tjaldsins tók við feitur 20m WI5 ís upp á brún í góðan stans. Sigið í einu 60m+ sigi beint niður bogann.
Ekki eins brutally erfitt og útlit var fyrir að neðan en afar vandasamt og risky á löngum köflum (þunnur ís og tæpar/fáar tryggingar), einkum í lok fyrri spannar (á þunna slabbinu í löngu hliðruninni) og á fyrstu 10m seinni spannarinnar (hliðrun undir kertið og upp bratta tjaldið).

Frábær leið með óviðjafnanlegum exposure faktor.

FF: Róbert Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson, feb 14

 

Brúsinn WI 3

Leiðin er stöllótt tveggja spanna leið á vinstri hönd þegar gengið er inn gilið. Leiðin er mest áberandi línan áður en gilið verður alveg lóðrétt. Mynd óskast, 120m.

FF.: Valgeir Ægir Ingólfsson, Óttar Kjartansson og Ólafur,  20. feb 1999.

Í fótspor fræðimanns WI 4

Fjölbreytt ísleið. Klifrað er upp fyrstu 40-45 metrana upp stalla að klettahafti. Þaðan er hægt að klára leiðina beint af augum eða hliðra örlítið og sameinast leiðinni Traktor. Leið nr. 18 á mynd, 50m.

FF.: Hallgrímur Magnússon og Páll Sveinsson, feb. 1999.

Traktor WI 5

Skemmtileg leið með léttu mixuðu ívafi. Leið nr. 17 á mynd, 50m.

FF.: Guðmundur Helgi og Jórunn Harðardóttir, feb. 1999.

Sharpening your teeth WI 5

Áberandi strompur í höfuðveggnum vinstra megin í gilinu. Tryggt með bergtryggingum. Leið nr. 16 á mynd, 60m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Kim Ciszmaiza 26.mars 1998.

Trommarinn WI 4

Leiðiin liggur upp aðalfoss Skálagils og blasir við þegar gengið er inn gilið. Byrjað er hægra megin í fossinum og klifrað upp á stall þar sem fossinn og hamraveggurinn mætast. Þaðan er klifrað ca. 10m hægra megin í fossinum en síðan farið inn að miðju. Miðjulínunni er síðan fylgt að mestu upp á topp. Leið nr. 15 á mynd, 60m.

FF.: Guðjón Snær Steindórsson og Haraldur Örn Ólafsson, 20. feb 1999.

Frusetta M 6

Klifrað er upp augljósa sprungu lengst til hægri i hvelfingu innst i gljúfrinu. Klifrað er 15m upp sprunguna og þaðan er hliðrað undir yfirhangandi ís út á ísþilið. Leið nr. 13 á mynd, 60m.

Gráða: M6, WI5+

FF.: Kim Ciszmazia og Will Gadd,24. mars 1998.

Vatnsveitan WI 4

Stöllótt leið. Klifrað lengst til hægri í miklu ísþili innst í gilinu. Leið nr. 12 á mynd, 60m

FF: Þorvaldur V. Þórsson, Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Helgi Christensen, 2. jan, 1999.

Vatnsveitan - Freyr klifrar

10 þumlar og 4 handabök (All thumbs) WI 4

Ef leiðin er í þunnum aðstæðum er sprunga hægra megin sem hægt er að tryggja í með nettum klettatryggingum. Leið nr. 11 á mynd, 60m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Kim Ciszmazia, 26. mars 1998.

Leið lata mannsins WI 6

Leið nr. 10 á mynd.

WI 6, 60m.

Mjög þunnur ís eða klettar fyrstu 30-35 metra leiðarinnar upp undir fríhangandi ískerti. Klifrað er út á kertið og upp lóðréttan ís upp á brún. Efri hluti leiðarinnar hangir yfir sig um 3-4m.

FF: Will Gadd, Kim Ciszmazia og Guðmundur Helgi, 25. mars 1998.

Fyrsta barn ársins WI 4

Leiðin liggur í brattri mjórri skoru fyrstu 30 metrana og breiðir síðan úr sér í bratt ísþil. Leið nr. 9 á mynd, 60m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen, Jórunn Harðardóttir og Þorvaldur V. Þórsson, 2. jan 1999.

Aumur fingur WI 3+

Leiðin liggur hægra megin við áberandi klettanef innarlega í gilinu. Leið nr. 7 á mynd, 60m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen, 25. mars 1998.

Brasilian Gully WI 5

Leið nr. 6 á mynd, 60m.

Þessi leið liggur upp mjög áberandi skoru með mjög þunnum ís. Strompklifrað á köflum í byrjun leiðar.

FF.: Kim Ciszmazia og Will Gadd, 28. mars 1998.

Arctic Storm WI 5

Næsta augljósa leið innan við Sporjárnið. Leið nr. 5 á mynd, 50m.

FF.: Jay Smith og Kitty Calhoun, 13. feb 1998.

Sporjárnið WI 4+

Klifrað er í þunnum ís undir kerti og þar er hliðrað til vinstri út á 6-8m lóðréttan ísvegg, við af honum tekur ísflái upp á brún. Leið nr. 4 á mynd, 60m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Jim Surett.

Skrúfjárnið WI 4+

Næsta augljósa ísleið innan við áberandi fríhangandi kerti (240 mín). Leiðin byrjar á auðveldu brölti með einu mjög stuttu lóðréttu hafti. Síðan tekur við um 15-20m hátt lóðrétt íshaft og við af því tekur létt klifur á toppinn. Leið nr. 3 á mynd, 60m.

FF.: Þorvaldur V. Þórsson og Karl Ingólfsson, 20. feb 1999.

Tiplað á tánum M 6

Leiðin er upp 40m svo til íslaust slabb en við tekur brattur ís upp á brún. Leið nr. 2 á mynd, 60m.

FF.: Páll Sveinsson og Hallgrímur Magnússon, 20. feb 1999

240 mínútur M 6+

Leið nr. 1 á mynd.

60m. M 6+

Leiðin er upp kletta 25m undir þak þar sem áberandi þunnt kerti hangir fram yfir. Klifrað er upp þakið bak við kertið og þaðan út í lóðréttan ís. Leiðin er tortryggð í þakinu.

FF.: Kim Ciszmazia og Will Gadd, 25. mars 1998

Skildu eftir svar