Tollheimtumaður tízkunnar M 6+
Leið B7 á mynd
Leiðin byrjar uppi á stalli sem auðvelt er að brölta uppá frá hægri (það er hægt að klifra beint upp stallinn en það er frekar furðulegt klifur). Frá stallinum er stefnt beint upp í litla kverk og þaðan í áberandi helli á miðjum veggnum. Þar hliðrast leiðin örlítið til vinstri í 6-7m og svo beint upp í akkerið. Leiðin inniheldur 11 bolta og sigakkeri með hring. Leiðin fékk bráðabirgðagráðuna M6+ en er einhvers staðar á bilinu M6-7 sennilega – þurfa helst fleiri að klifra hana til að fá staðfestari gráðu.
Þegar leiðin var fyrst farin var góður ísbunki við fyrstu tvo boltana, í hellinum og aðeins í toppinn. Þegar leiðin var skoðuð fyrr í haust var mikill ís í toppnum (en enginn neðar) og gæti verið best að færa sig alveg yfir á hann og tryggja með skrúfum (tvær ættu að duga) ef aðstæður eru þannig. Boltalínan er aðeins vinstri megin við þar sem toppbunkinn myndast.
Fyrst farin 22. des 2015, Jónas G. Sigurðsson og Sigurður Tómas Þórisson (Baldur meitlaði fjóra bolta og Rob, Arnar og Óðinn voru með í að smakka leiðina og pæla fyrr í haust)
Klifursvæði | Brynjudalur |
Svæði | Þyrnigerðið |
Tegund | Mix Climbing |
Merkingar |