Þorskur á þurru landi M 4
Leið númer F5 á mynd.
Boltuð drytool eða þurrtólunarleið, boltarnir ná bara hálfa leið og svo er efrihlutinn á náttúrulegum tryggingum. Áhugaverður karakter í þessari leið, axafestur eru yfirleitt mjög góðar en fótfestur lélegar. Leiðin liggur í einskonar kverk á milli stuðla og því er hægt að stemma aðeins á stöku stað.
FF: Óþekkt
Klifursvæði | Múlafjall |
Svæði | Svartisteinn |
Tegund | Mix Climbing |
Merkingar |
Það má endurskoða gráðunina á þessari leið. Svipaður fílingur í henni og í 5.4 leið í Stardal svo M4 er líklega nærri lagi.