Suðurhlið Tindsins
Ein af þremur leiðum á Tindinn, 1251 m háan klettastapa sem Tindfjöll eru kennd við.
Frá Efstaskála (Ísalp skálanum) er um 300 m lækkun niður í gil Þórólfsár. Þaðan um 700 m hækkun á Tindinn.
Áætlaður göngutími: 4-6 klst. úr Efstaskála upp að Tindi. Auk þess má ætla 1-2 klst. í klifrið upp á Tindinn.
Farið er upp Tindinn að suðaustan. Er það um 80 m hátt klifur, fært bæði vetur og sumar, en mun aðveldara í hjarni og ís. Er þetta ca. 2.-3ju gráðu snjó/ís-klifur. Að sumarlagi er fátt um góðar tryggingar, bergið yfirleitt laust.
Leið nr 11.
Klifursvæði | Tindfjöll |
Svæði | Tindurinn |
Tegund | Alpine |
Merkingar |