Stout WI 4+
Leið merkt sem A5
25m. Byrjar á tæknilegu þunnu slabbi. Bratt 5m kerti fyrir miðbikið inn í lítinn skúta. Þaðan vandasamt bratt klifur út á tjald sem lafir fram af brúninni ofan við skútann (krúx).
FF. Jan 2014: Sigurður T., Róbert H.
Klifursvæði | Brynjudalur |
Svæði | Skógræktin |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Mjög töff leið, mæli hiklaust með henni. Veit að vísu ekki hvort við fórum þessa eða blöndu af porter og stout, en það var í það minnsta ekkert kerti/tjald slúttandi af þakbrúninni sem hægt var að klifra á, svo við hliðruðum bara út úr hellinum hægra megin á þunnum ís (mjög svipuð tilfinning og í nálarauganu). Kannski er leiðin eitthvað auðveldari en 4+ þannig, þori ekki að segja. Leiðin virtist í slöppum aðstæðum, séð neðan frá, en ísinn er furðu góður og tekur vel við skrúfum á köflum. Spurning samt hvort ísinn á svæðinu lifi drullutíð næstu daga af.