Puttaferðalangar WI 3+

Leið númer 6 á mynd.

Leið rétt hægra megin við Brennivínshippann.

Ein full spönn. Jón Haukur og Þórður lögðu af stað upp leiðina og þegar Doddi var hálfnaður að elta gengu Hjördís og Gunni undir leiðina og spurðu hvort að þau gætu ekki komið með líka. Þessu var reddað og allir fengu að klifra.

FF: Jón Haukur Steingrímsson, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir og Þórður Aðalsteinsson, 8. febrúar 2020.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hafradalur
Tegund Ice Climbing
Merkingar

9 related routes

Djöfulsins bras WI 3+

Leið númer 4 á mynd

Aðkoman upp gilið er gráðuð AD, ísinn sjálfur í toppnum er WI 3-4 fer eftir aðstæðum og snjó. 20m

FF: Bjarki Guðjónsson, Guðmundur Ísak Markússon og Stefán Grétar Hallgrímsson, 8. febrúar 2020

Alúetta WI 4

Leið númer 9 á mynd

Tvær spannir og möguleiki á að halda áfram alveg upp á brún.

FF: Jón Haukur Steingrímsson og Þórður Aðalsteinsson, 8. febrúar 2020

Puttaferðalangar WI 3+

Leið númer 6 á mynd.

Leið rétt hægra megin við Brennivínshippann.

Ein full spönn. Jón Haukur og Þórður lögðu af stað upp leiðina og þegar Doddi var hálfnaður að elta gengu Hjördís og Gunni undir leiðina og spurðu hvort að þau gætu ekki komið með líka. Þessu var reddað og allir fengu að klifra.

FF: Jón Haukur Steingrímsson, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir og Þórður Aðalsteinsson, 8. febrúar 2020.

No Ragrets WI 3+

Leið númer 8 á mynd

Þægileg og stöllótt leið með snjóbrekkum á milli. Í fyrstu spönn er áberandi kerti í þrengingu í gilinu sem býður upp á áhugaverðar hreyfingar. Ofarlega í leiðinni er hægt a líta yfir í leið númer 7 og ganga út á berggang sem skagar út í dalinn.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson, Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson

Brennivínshippinn WI 4+

Leið númer 5 á mynd

Tvær spannir. Fyrri stöllótt en með ágætis höftum WI 3+. Seinni spönnin er svipuð þeirri fyrri en hún endar svo á lengra og brattara hafti upp að klettum þar sem allur ís hættir, WI 4+.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson, Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson, 8. febrúar 2020

Vatnadrekinn

Leið númer 2 á mynd

Leiðin er að stórum hluta í snjógili þar sem standa upp úr ísbunkar. Gilið er nokkuð breitt og því hægt að velja sér erfiðleika. Efst er meiri og brattari ís

WI 2-3

FF:  Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 8. febrúar 2020

Vor í febrúar WI 3

Leið númer 1 á mynd

Leiðin lýtur út fyrir að vera brött neðan úr dalnum en verður svo meira aflíðandi þegar maður nálgast.

WI 3

FF: Bjarki Guðjónsson, Guðmundur Ísak Markússon og Stefán Grétar Hallgrímsson, 8. febrúar 2020

Betanía WI 4

Leið númer 10 á mynd.

Upplýsingar um hver leiðana í Hafradal er Betanía hafa skolast til og er því ágiskun að Betanía sé leið númer 10. Ef einhver hefur betri upplýsingar má koma þeim á klúbbinn

Önundarfjörður (þar sem Flateyri er)

Keyrt inn í Önundarfjarðarbotn að norðanverðu. Stoppað við bæinn Betaníu (flott nafn). Hvilft þar fyrir ofan hýsir nokkrar skemmtilegar leiðir. Hvilftin ber nafnið Hafradalur.

Sýndarveruleiki WI 4

Leið númer 11 á mynd.

Upplýsingar um hvaða lína er sýndarveruleiki hafa skolast til og því er það ágiskun að leið 11 sé Sýndarveruleiki. Ef einhver hefur betri upplýsingar má endilega koma þeim á klúbbinn.

Önundarfjörður (þar sem Flateyri er)

Keyrt inn í Önundarfjarðarbotn að norðanverðu. Stoppað við bæinn Betaníu (flott nafn). Hvilft þar fyrir ofan hýsir nokkrar skemmtilegar leiðir. Hvilftin ber nafnið Hafradalur.

50m lúmskt brött spönn í byrjun. Síðan taka við léttir 50m sem enda í 15m íshafti.

FF: Rúnar Óli K. og Kristján Jónsson, 12. jan. 2002, tvær og hálf spönn

Skildu eftir svar