Öræfasýn

Öræfasýn AI4 200m – N – NW hlið Tindaborgar

Aðkoma um hnappavallaleið. Keyrt upp í 700m og skinnað upp á skíðum upp að vestari hnapp. Svo yfir sléttuna og norður fyrir hnjúkinn. Niður upptakasvæði svínafellsjökul og að tindaborg. Aðkoman tók um 5klst. Skíði skilin eftir neðan við normal leiðina. Farið í brodda og labbað niður fyrir.

Frekar sprungið landslag til að komast að leiðinni og vísara að fara með gát. Leiðin byrjar á stóru bergshrundi sem þarf að fara yfir. Þetta reyndist ansi snúið þar sem lítið hald var í snjónum fyrir axir og þetta var mjög stórt skref. Settur var niður snjóhæll ofan við sprunguna og togað í hann til þess að komast yfir.
Fyrsta spönn var um 55m að áberandi stein í rennuni. 60-70° ís með 3-4m lóðréttum höftum af og til.

Önnur spönn var meira í sama dúr. 60m.
Þriðja spönn var hliðrað töluvert til hægri til að forðast mjög brattan, lóðréttan langan og kertaðan vegg. Svo klifrað 5m lóðrétt haft og hliðrað aftur til vinstri 40m.
Við fjórðu spönn sáum við töluverða erfiðleika fyrir ofan okkur, yfirhangandi kletta með hrími svo við ákváðum að þvera til hægri til að reyna að finna betri stað til að fara upp. 50m. Þarna vorum við búin að klifra 200m og komin aðeins í áttina að suður hliðinni á fjallinu. Þar tók við annar lóðréttur, smá yfirhangadi klettur með afar lélegum snjó/ís utan á. Lítið hald í þessu og gjörsamlega engar trygginar svo eftir stutta viðreynslu var niðurklifrað og haldið áfram að hliðra til hægri í 60° snjóbrekku. Héldum áfram að hliðra og leita að leið upp fjallið en allt kom fyrir ekki, alls staðar var lokað. Mjög brattir og yfirhangandi klettar með smá hrími. Eflaust væri auðveldara að finna leið upp þarna í betri ísaðstæðum en þar sem komið var fram í miðjan mai þegar leiðin var farin vantaði aðeins upp á ísinn efst í fjallinu. Við sáum að þetta var ekki að fara að ganga svo við niðurklifruðum suður hliðina(60°) um 60m eða hálfa leið ca. og fundum svo ís til að gera þræðingu og sigum niður á jökul í einu 60m sigi. Við vorum kannski um 30m frá toppnum ætla ég að giska. Gengum svo hringinn um fjallið rangsælis(í átt að hnjúk), sóttum skíðin og gengum til baka.

20tímar bíll í bíl 32km. 1800m hækkun.
FF: Ásgeir Már Arnarsson, Mike Reid og Rakel Ósk Snorradóttir, 11. maí 2021.

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Tindaborg
Tegund Alpine
Merkingar

2 related routes

Öræfasýn

Öræfasýn AI4 200m – N – NW hlið Tindaborgar

Aðkoma um hnappavallaleið. Keyrt upp í 700m og skinnað upp á skíðum upp að vestari hnapp. Svo yfir sléttuna og norður fyrir hnjúkinn. Niður upptakasvæði svínafellsjökul og að tindaborg. Aðkoman tók um 5klst. Skíði skilin eftir neðan við normal leiðina. Farið í brodda og labbað niður fyrir.

Frekar sprungið landslag til að komast að leiðinni og vísara að fara með gát. Leiðin byrjar á stóru bergshrundi sem þarf að fara yfir. Þetta reyndist ansi snúið þar sem lítið hald var í snjónum fyrir axir og þetta var mjög stórt skref. Settur var niður snjóhæll ofan við sprunguna og togað í hann til þess að komast yfir.
Fyrsta spönn var um 55m að áberandi stein í rennuni. 60-70° ís með 3-4m lóðréttum höftum af og til. (meira…)

NA-hlíð Kirkjunar

Tindaborg (1695 m) er tindur sem skagar upp úr ísfallinu í Svínafellsjökli, mitt á milli Hvannadalshnúks og Hrútfjallstinda. Tindurinn er einnig þekktur sem Fjallkirkja eða Tröllkirkja á meðal fjallamanna. Þessi tindur er aðeins fær í vetraraðstæðum þegar að snjór og ís hafa myndast á Kirjunni. Oft duga þessar vetraraðstæður fram í maí en þegar að bergið er bert verður veggurinn ókleifur vegna þess hver lélegt bergið er í tindinum.

Aðkoman um Svínafellsjökul fer upp austan megin á honum, yfir skriðuna sem nú er komin á hann og upp austan megin við ísfallið, þar hafa einhver teymi tjaldað en vel gerlegt er að fara upp og niður á einum löngum degi. Stefnt er á vinstri (vestari) hlið Kirkjunar og farið norður fyrir.

Einnig er hægt að koma að Tindaborg frá Hvannadalshnúk, þá er gengið norður fyrir Hnúkinn og þaðan beint niður að Kirkjunni.

Þriðja leiðin að Kirkjunni er að fara frá Dyrhamri og vestur fyrir Hnúkinn.

Myndin hér að neðan sýnir leiðina frá Svínafellsjökli á Hvannadalshnúk með viðkomu við Kirkjuna

Í fréttabréfi Ísalp númer 10, segir:

Var það allerfitt klifur upp NA -hlíðina, 100m háan ísvegg. Voru þeir félagar 4 1/2 klsti úr tjaldstað, í um 400 m hæð á Svínafellsjökli, upp að Kirkjunni. Klifrið tók síðan 4 tíma og notuðu þeir ísskrúfur til tryggingar enda meðalhalli brekkunar 60-70°.

Þessi leið var um tíma erfiðasta ísklifurleið á íslandi og var fyrst til að fá fjórðu ísklifurgráðuna

Í ársriti Ísalp frá 1989, bls 18 er leiðin á Kirkjuna talin upp sem klassísk leið og góð ferðasaga gefin.

FF: Arngrímur Blöndahl, Arnór Guðbjartsson og Helgi Benediktsson, 1.04 1979

Skildu eftir svar