Leið merkt inn sem A10 á mynd
100m WI 6 M 5
Fyrst farin 8. mar ´09: Róbert Halldórsson, Sigurður T. Þórisson, Guðjón S Steindórsson
Leiðin liggur hægra megin í hvelfingunni hjá
Þilinu. Fyrri spönnin er 50-60m upp allt slabbið
undir stóra slúttinu (WI4+). Seinni spönnin þræðir
klakabunka ofan slabbsins (15m), þaðan í um 5m
(tortryggða) mixklifurhliðrun (M5) og út á
dinglandi kertið. Kertinu er fylgt upp fyrir slúttið
um 5m í ágætis hvíld bakvið kertið. Síðustu 10-15m
eru svo klifraðir utan á lóðréttu kertinu og í bröttu
frauði/snís upp á brún.
Klifursvæði |
Esja
|
Svæði |
Eilífsdalur |
Tegund |
Mix Climbing |
Merkingar |
|
20 related routes
Leið 5 í Skálinni
Stutt og þægilegt haft hægra meginn við Pilar Pillar. Þaðan tekur við snjóbrekka upp að nokkrum léttum höftum til þess að toppa. Niðurgöngugil hægra meginn við leiðina þegar horft er á hana.
WI3, 160 m
FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 16. apríl 2020
Leið 4 í Skálinni
Brattur pillar hægra meginn við Skálina í Eilífsdal. Aðalhaftið í kringum 30 metra. Þaðan tekur við snjóbrekka og síðan styttri íshöft upp á topp sem tekin voru á hlaupandi trygginum.
WI5, 160 m
FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 16. apríl 2020
Leið númer 3 á mynd
WI 3 R
FF: Matteo Meucci og Marco Porta, apríl 2017.
Leið númer 2 á mynd.
WI 4/4+
FF: Matteo Meucci og Marco Porta, apríl 2017
Leið númer 1 á mynd. (leið númer 56. í Esjuleiðarvísi frá 1985)
Nyrst í skálinni er stuttur en tæknilega erfiður ísfoss. Auðvelt þar fyrir ofan.
Skálin – snjór/ís
Gráða.:3/4
Lengd.: 100 m.
Tími.: L 90 min – 2 klst.
FF: 20. jan. 1985, Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson.
Einhverstaðar í kringum leið A1
Norðan megin í hlíðum Eilífstinds er greinileg geil, hægri brún hennar er fylgt upp undir tindinn. Gráða III berg, snjór og frosinn mosi. 250-300m
FF: Guðmundur Helgi Christensen, 24. nóvember 1990.
Leið númer A4a.
Leiðin var farin sem hluti af CAI Pisa skiptiverkefninu, þegar að Ítalirnir komu til Íslands. Leiðin er nefnd eftir óskiljanlegum brandara Vitaliano, sem talar litla sem enga ensku og gæti eitthvað hafa skolast til í þýðingu.
Leiðin blasir nokkuð við í dalnum og því er afar líklegt að þessi lína hafi verið farin áður. Engar upplýsingar eru til um að þetta hafi verið klifrað áður…
FF: Anna Priedite, Francesco, Giovani, Mauro, Ottó ingi, Vitaliano, Franco, Þorsteinn og Matteo, febrúar 2017
Mynd óskast
25m
Fyrst farin Jan. ´90: Jón Þorgrímsson, Stefán S Smárason
Hæsti fossinn í austurhlíðum Þórnýjartinds. Fjöldi
styttri fossa í léttari kantinum er á þessu svæði og
henta vel fyrir þá sem eru að byrja að spreyta sig í
sportinu.
Lengst til hægri á mynd, í endanum á Tríó hvelfingunni.
20m
Þægileg leið í litlu gili beint á móti Tríó (í sömu hvelfingu).
FF: Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, Heiða Jónsdóttir og Skarphéðinn Halldórsson, desember 2008.
Leið merkt inn sem B1, a), b) og c) á mynd
60m
Fyrst farin Jan. ´88: Guðmundur H Christensen, Snævarr Guðmundss., Páll Sveinsson
Í áberandi gili norðan við snjóleið á Þórnýjartind,
miðja leið inn dalinn. Fossinn skiptist í tvö ísþil og
er það efra hærra og erfiðara. Fossinn klofnar í þrjár
greinilega súlur.
a) vinstra kertið er venjulega erfiðast , WI5 í
venjulegu árferði og vantar oft í efsta partinn.
FF: Einar Stefánsson og Kristján Maack
b) orginallinn (miðjukertið) er WI4+/5
c) hægra kertið er svipað erfitt og b).
FF: PS og GHC
NB varasamur snjóflóðafarvegur liggur niður
afbrigði c) og ber því að varast hana ef snjóalög eru
ótraust.
Leið merkt inn sem A10 á mynd
100m WI 6 M 5
Fyrst farin 8. mar ´09: Róbert Halldórsson, Sigurður T. Þórisson, Guðjón S Steindórsson
Leiðin liggur hægra megin í hvelfingunni hjá
Þilinu. Fyrri spönnin er 50-60m upp allt slabbið
undir stóra slúttinu (WI4+). Seinni spönnin þræðir
klakabunka ofan slabbsins (15m), þaðan í um 5m
(tortryggða) mixklifurhliðrun (M5) og út á
dinglandi kertið. Kertinu er fylgt upp fyrir slúttið
um 5m í ágætis hvíld bakvið kertið. Síðustu 10-15m
eru svo klifraðir utan á lóðréttu kertinu og í bröttu
frauði/snís upp á brún.
Leið merkt inn sem A9 á mynd
100m
Fyrst farin Feb ´91: Páll Sveinsson, Guðmundur H Christensen
Überklassík. Leið sem allir málsmetandi ísklifarar verða að fara. Yfirleitt farin í þremur spönnum, 40m WI4 fyrsta spönn, svo 30m WI4-5 önnur spönn og svo 30m WI5 lokaspönn sem endar í bröttu snjóklifri upp á brún. NB oft er stór hellir í lok 2. spannar, þar sem þægilegt er að gera stans.
Niðurgöngugil er vestan (hægra) megin við leiðina. Varist samt að hallinn á brekkunni er klassískur snjóflóðahalli, faið með gát!
Leið merkt inn sem A8 á mynd
50m, WI 6 M6
Fyrst farin Mar ´91: Páll Sveinsson, Guðmundur H Christensen
Leiðin liggur upp hvelfinguna ofan Tjaldsúlnanna,
beint ofan við mið-Súluna. Eftir að Tjaldsúlunni
lýkur tekur við erfiður íslaus kafli (tortryggður) inn
í hvelfinguna. Þaðan eru svo brött kerti eða tjöld til
að komast út úr slúttinu og endað í bröttu snjóklifri
upp á brún.
Leið merkt inn sem A7, a), b) og c) á mynd
50-60m
a) Vinstri súlan byrjar í um 20m slabbi með smá
hliðrun til hægri. Þá tekur við 5-10m lóðrétt íshaft
og síðan 10-15m af léttara klifri upp í efstu
ísbunkana. WI4
b) Miðsúlan býður upp á nokkur afbrigði, flest
kringum WI4+/5-, erfiðast um 20m bratt þil fyrir
miðri leið.
c) Hægri súlan er jafnan erfiðust Súlnanna og lengst
(60m), oftast WI5- eða erfiðara. Byrjar í WI4 slabbi
en síðan taka við 20-30m af lóðréttu klifri og síðan
10m slabb upp í efstu ísbunkana.
Leið merkt inn sem A6 á mynd
60m
Fyrst farin 15. apr ´93: Þorvaldur V Þórsson, Magnús
Gunnarsson
Ýmist farin sem afbrigði við Einfarann eða sem
framhald af vinstri Tjaldsúlunni (eftir hliðrun til
vinstri á stórri snjósyllu). Byrjar á 20m lóðréttu
íshafti og endar á heilli spönn af brattri snjóbrekku.
Myndast seint á tímabilinu, einkum við bráðnum á
snjó frá brún.
Leið merkt inn sem A5, a) og b) á mynd
150m
Fyrst farin 22. nóv ´81: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson
a) Falleg leið upp gilskorning. Nokkur brött íshöft.
Aðal erfiðleikarnir felast í síðustu spönninni, sem er
íslítill strompur, sem endar í bröttu snjóklifri upp á
brún. Þægilegast er að fara annað hvort lengst til
hægri eða vinstri þegar komið er upp úr leiðinni til
að losna við stærstu hengjuna sem gnæfir gjarnan
yfir miðri leiðinni (WI3)
b) Annað afbrigði af Einfaranum er upp áberandi
ísþil á höfuðveggnum vinstra megin við strompinn í
orginalinum (WI4 oftast)
Leið merkt inn sem A4 á mynd
150m
Fyrst farin Des ´94: Guðmundur H Christensen
Áberandi ís/snjóleið austan (v. megin) við
Einfarann. Nokkur brött íshöft með léttara snjóklifri
á milli.
Leið merkt inn sem A3 á mynd
80m
Fyrst farin Páskar ´91: Páll Sveinsson, Guðmundur H
Christensen, Hallgrímur Magnússon
Blönduð mosa-, kletta- og ísleið af Eilífstindi og
áfram upp hrygginn og síðan upp á stefnið á brún
Esjunnar. Aðal erfiðleikarnir eru síðustu 30m.
Leið númer A2
Leiðin hefur ekki formlegt nafn eða gæti jafnvel borið annað nafn, ábendingar um það eru vel þegnar
Snjór/ís 600m
Fyrst farin Okt ´89: Guðmundur H Christensen
Falleg snjóleið hægra megin við leið A1
(Eilífstind). Farið er upp gil hægra megin við leið
A1, fylgt upp að Eilífstindi og þaðan út í leið A1. Ís
er í neðri hluta leiðarinnar en berg og mosi ofar.
Leið merkt inn sem A1 á mynd
Snjór 600m
Fyrst farin Jan ´78: Félagar í HSSR
Skemmtilegt snjógil án teljandi erfiðleika.
Eilífstindur sjálfur er lítill klettur, 6-7m hár. Frá
honum er um 100m hækkun upp á brún, um gilið til
vinstri. Þar er oft hengja en yfirleitt hægt að sneiða
framhjá henni hægra megin í gilinu.
Leið 57 í gamla leiðarvísi
Comments