Norðurhlíð Múlatinda inn af Lóni
Rauð lína á mynd, græn er niðurleiðin.
Leiðinn sem við fórum upp norðurvegg Múlatinda liggur upp áberandi snjógil með tveimur íshöftum. Gilið er hliðargil til vesturs úr mest áberandi gilinu á norðurhlið eystri af tveimur hæstu Múlatindunum.
Heildarhækkun er um 700 m en þar af eru um 300 m snjóbrölt og tvö WI 3 íshöft.
Gengum fyrst inn aðalgilinu í hlíðinni og hækkuðum okkur um u.þ.b. 200 m en beygðum svo inn hliðargil til vesturs. Neðarlega í hliðar gilinu eru íshöftin í leiðinni. Það neðra um 45 m og það efra um 10m. Fylgdum því gil svo upp á brún fjallsins og fórum eftir brúninni upp á hæsta punkt.
Gengum svo hrygginn til baka að stóra gilinu og fórum niður það (græn lína á mynd 1).
Grunar að þetta hafi verið óklifrað því hlutfall aðkomu (og sértaklega þess að komast í burtu aftur) og klifurs er kannski ekki mjög hagstætt. Fannst vera dálítið sama tilfinning í þessu og leiðunum á norðurhlið Syðstusúlu í Botnsúlum nema hvað að búið væri að lengja alla hlutana með stuðli upp á tvo. Fyrir utan aðkomu og keyrsluna á staðinn sem búið er að a.m.k. sexfalda.
FF: Bergur Einarsson og Matteo Meucci. Páskar 2014
Klifursvæði | Öræfi, Austur og Suðursveit |
Svæði | Lón |
Tegund | Alpine |
Merkingar |