Múldýrið WI 4+

Mynd óskast

Vestan megin i Búlandshöfðanum og er þetta áberandi lóðréttur foss eða kerti með regnhlifum og smá hengju á brúninni.

FF. Styrmir Steingrimsson og Ingólfur Ólafsson, febrúar 1998, 35m

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Búlandshöfði
Tegund Ice Climbing
Merkingar

8 related routes

Almannaréttur WI 3+

Leið í sömu skál og Víkurfoss, beint fyrir ofan Látravík við Búlandshöfða.

Landeigandi á svæðinu er ekki hrifin af klifrurum eða fólki sem hefur hug á að fara í fjallið.

WI 3+, 30m

FF: Bergur Einarsson, Daniel Ben-Yehoshua og Sydney Gunnarsson, 16. febrúar 2019

Múldýrið WI 4+

Mynd óskast

Vestan megin i Búlandshöfðanum og er þetta áberandi lóðréttur foss eða kerti með regnhlifum og smá hengju á brúninni.

FF. Styrmir Steingrimsson og Ingólfur Ólafsson, febrúar 1998, 35m

Nábítur M 4

Mynd óskast

Alveg nyrst í Búlandshöfðanum fyrir vestan Búlandsgil, uppi í miðju dökku klettabelti. Ís er í neðri hlutanum en síðustu 20 metrarnir voru íslausir.

FF. Mattías Sigurðsson og Atli Þór Þorgeirsson, febrúar 1998, lengd 2 spannir

Holan WI 4+

Leið númer 5

Þessi leið er lengst til hægri séð neðan frá. Hún liggur inni í eins konar gili eða kvos.

FF: Guðmundur Helgi Christensen, Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyiólfsson, febrúar 1998, lengd 35m.

Sigurjón Digri WI 3+

Leið númer 4

Þessi leið er 50 m vestan megin við Túðuna og er alveg lóðrétt kerti.

FF: Rúnar Óli og Einar Sigurðsson, febrúar 1998. Lengd, 12 m.

Túðan WI 3+

Leið númer 3

Lengd 30 m: Leið sem er í næsta smágili
vestan megin við Alien Muffin.

FF: Símon Halldórsson og Örvar Þorgeirsson, febrúar 1998.

Alien Muffin WI 4

Leið númer 2.

Þessi leið er um 20 m vestan megin við Dordingul. Leiðin liggur upp þunnan ís 10 m og
endar í smá ísskoru sem liggur alla
leið upp á brún.

FF: Guy Lacalle og Guðmundur Helgi Ch. Febrúar 1998

Dordingull WI 5

Leið númer 1.

Lengd 50 m. Fyrsta leið rétt vestan megin við fossinn (Fossinn sjálfur er ófarinn). Leiðin liggur upp lóðrétt þil um 10-12 m og síðan upp um 20 m af WI 3 brölti. Þar tekur við 10-12 m kerti og siðan sylla. Fyrir ofan sylluna er ísþak, regnhlífl og svo annað þak þar fyrir ofan. Þegar þetta þak var klifrað fór Páll i gegnum þröngt gat og upp á brún.

FF: Páll Sveinsson, Þorvaldur Þórsson og Helgi Borg Jóhannsson i febrúar 1998.

Comments

Skildu eftir svar