Ljósbláa leiðin WI 4+

Leiðin hefst rétt til vinstri við „Bláu leiðina“ en byrjar á hliðrun til vinstri og svo er þrykkt lóðrétt upp 10m (WI4+) kafla af ís (sem getur verið þakinn þunnu snjólagi).  Eftir það er hliðrað lengra til vinstri og sett upp akkeri. Þarna er góð sylla til að standa á og hefst leiðin „Kiddi“ á vinstri hönd. En í stað þess að halda þangað er farið aftur til hægri og svo beint upp 20m (WI4+) kafla sem er að mestu lóðréttur á góðum bláum ís.  Eftir það eru um 30m (WI3+) þar sem skiptist á ís og snjór.  Í frumferð var gerð v-þræðing undir klettinum í góðum ís og sigið niður á tveimur 60m reipum. Það var mikill snjóhengja fyrir ofan en kletturinn veitti sálrænt skjól.

60m

FF: Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson, 17. feb. 2022

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Austurárdalur
Tegund Ice Climbing
Merkingar

Myndbönd

9 related routes

Ljósbláa leiðin WI 4+

Leiðin hefst rétt til vinstri við „Bláu leiðina“ en byrjar á hliðrun til vinstri og svo er þrykkt lóðrétt upp 10m (WI4+) kafla af ís (sem getur verið þakinn þunnu snjólagi).  Eftir það er hliðrað lengra til vinstri og sett upp akkeri. Þarna er góð sylla til að standa á og hefst leiðin „Kiddi“ á vinstri hönd. En í stað þess að halda þangað er farið aftur til hægri og svo beint upp 20m (WI4+) kafla sem er að mestu lóðréttur á góðum bláum ís.  Eftir það eru um 30m (WI3+) þar sem skiptist á ís og snjór.  Í frumferð var gerð v-þræðing undir klettinum í góðum ís og sigið niður á tveimur 60m reipum. Það var mikill snjóhengja fyrir ofan en kletturinn veitti sálrænt skjól.

60m

FF: Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson, 17. feb. 2022

Tröll Leikhús WI 7

Númer 5 á yfirlitsmynd.

Áberandi súla fyrir miðjan sector, gekk undir vinnuheitinu Kertasníkir

WI 7-, Þetta er fyrsta leiðin, vonandi af mörgum, til að fá hærri gráðu en WI 6+ og er því erfiðasta leiðin á Íslandi í dag.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner 23. feb 2016

Að drepa tímann WI 2

Leið ekki merkt inn á mynd

Nokkur lítil íshöft i gili hægra megin við Áætlun B (leið nr. 8)

50m

FF: Tom Gallagher og Ívar F. Finnbogason, 7. des. 2004.

Áætlun B WI 3+

Leið númer 8 á mynd

Létta leiðin lengst til hægri í gilinu.

Byrjar á 5 til 6 metrum af bröttum ís en fer svo út í langa brekku með íshöftum. Auðveld en falleg leið.

70m

FF: Haukur Elvar Harsteinsson og Ívar F. Finnbogason, 25. jan. 2004.

Túristaleiðin WI 4

Leið númer 7 á mynd

Leiðin byrjar hægra megin við yfihangandi kaflann í miðju gilinu. Hægt að fara í efsta kaflanum lengra til hægri og einnig er hægt að fara í mjög brattar leiðir á vinstri hönd þegar upp í miðja leið er komið (Jobbi Dalton, aðrar útgáfur eru líka mögulegar)

Farið upp bratt haft fyrst og síðan aflíðandi kafli beint af augum upp að lóðréttum kafla beint upp á brún. Mjög skemmtileg og frekar létt tveggja spanna leið.

100m

FF: Páll Sveinsson, Þorvaldur Þórsson, Jón Gunnar Þorsteinsson, Haraldur Guðmundsson og Torbjörn Johansson, 25. jan. 2004.

Jobbi Dalton WI 5

Leið númer 6 á mynd

Leiðin er á miðjum veggnum, sennilega er auðveldast að byrja á sama stað og túristaleiðin (leið 7) og fara síðan til vinstri.

Einnig væri hægt að fara beint upp kertið sem sést á myndinni eða aðeins hægra megin við það ef það er í aðstæðum. Sú byrjun er með vinnuheitið Kertasníkir (óhentugt nafn, nú þegar í notkun í Brynjudal), ekki tókst að klára þar afbrigði vegna óhuggnalegra bresta í kertinu. Kertið er nokkuð óstöðugt, svo verið viss um að það sé solid áður en lagt er af stað það.

FF: Jón Haukur og Guðmundur Helgi

Bláa leiðin WI 4+

Leið númer 4.

Leiðin fékk nafn sitt vegna þess hve leiðin var áberandi blá og fín, solid ís. Sögur herma að leiðin myndist yfirleitt svona blá þarna.

FF: Guðmundur Helgi og Jón Haukur

Kiddi WI 4+

Leið númer 2

Leiðin byrjar upp á stóri sillu vinstra megin í gilinu. Beint upp stórt ísþil. Vinstramegin við þessa leið er önnur léttari sem er óklifin þegar þetta er skrifað.

Byrjar í lóðréttu hafti sem er 10 til 15m langt, eftir það styttri höft og endar í langri snjóbrekku

FF: Haukur Elvar og Ívar F. 25. jan. 2004, 80m

Áætlun A WI 4

Leið númer 1 á mynd

Leiðin er rétt vinstra megin við leiðina „Kiddi“.

Þessi leið er inni í horni lengst til vinstri í svæðinu. Byrjar á að klifra bratt kerti, um 7 m. Síðan tekur við smá snjóbrekka upp í megintryggingu í ís. Seinni spönn liggur upp bratta brekku með snjó, ís og smá klettum.

70m

Skildu eftir svar