Leyndardómur Einhyrningsins WI 4

Leiðin hefst í ísrennu NV-/ hægra megin við áberandi berggang. Þægilegt þriðju gráðu klifur upp í stans við stórt gat í bergganginum. Klifrað í gegnum gatið og eftir syllu SA-/vinstra megin við bergganginn þar til komið er í ís. Þarna væri gott að hafa bergtryggingar. Brattari ís tekur svo við þar til komið er á góðan stans. Sigið niður þarna megin er 70 metrar upp á millimeter, svo það má hafa það í huga þegar stans er valinn.
FF: Freyr Ingi Björnsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í febrúar 2022. WI4, 70m
Tinnasvæðið er í sunnanverðum Hvolsdal, í Hrossahjalla í fjallinu Illvita. Ekið er um járnhlið nokkurn veginn gegnt pýramídanum í Fannahjalla og að ánni. Fórum ána á ís, gæti mögulega verið farartálmi. Um 20 mínútna gangur er að leiðunum. Ekki er verra að hafa göngustafi því skriðan er mjög laus.




Klifursvæði | Skarðsströnd |
Svæði | Tinnasvæðið |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |