Kófið WI 5

Leiðin byrjar í aflíðandi ís/snjóbrekku vinstra megin við hvelfinguna. Gott er fyrir þann sem tryggir að halda sig sem lengst til vinstri þar sem mikill ís getur losnað úr leiðinni því í henni myndast mikið af kertum. Annar möguleiki væri að halda sig inni í hvelfingunni ef fossinn er alveg frosinn – annars er þar samfelldur úði af ísköldu vatni.
Fyrsta spönn er um 50 m og í seinni hluta hennar er ísinn orðinn nálægt lóðréttu og lítið um hvíldarstöður. Seinni spönn er um 40 m og getur verið yfirhangandi á köflum. Í frumferð þurfti að klifra yfir og framhjá mögnuðum grýlukertamyndunum – eins og regnhlífar með göddum á. Það voru mörg lög af þessum regnhlífum og þess vegna sást ekki í efri brún leiðarinnar fyrr en komið var langleiðina þangað.
Sígið niður úr v-þræðingu frá toppi á tveimur 60 m línum. Í frumferð reyndust grýlukertin undarleg sterk og fá þeirra brotnuðu – vonandi gildir það áfram.
Tvær spannir, 50m + 40m.
FF: Ágúst Kristján og Halldór Fannar, 29. des 2020
Klifursvæði | Haukadalur |
Svæði | Bæjargil |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |