Kári í Jötunmóð WI 5
Leiðin fylgir lækjargili sem opnast skammt fyrir ofan Jöfra og endar uppi á fjallsbrún. Fyrst haftið er uþb 30m 4. gráðu spönn. Síðan tekur við langt brölt af 2. gráðu klifri og nokkrum stuttum 3. gráðu höftum upp að meginfossinum. Efst í gilinu er myndarleg hvelfing með tveimur áberandi línum, þessi leið er sú vinstra megin, hægri leiðin heitir Mikki refur. Hér er hægt að klifra upp úr gilinu (3+) eða fylgja leiðinni upp á brún. Meginnfossinn hefst á 40 metrum af bröttu klifri (5) sem endar á þokkalegri syllu. Þaðan eru svo 60 metrar af stuttum en bröttum höftum (3+) upp á brún. Á brúninni er hægt að ganga til austurs út fyrir hvelfinguna og niður hlíðina. Heildar lengd um 450m.
Staðsetning: Haukadal, beint ofan við bæinn Jöfra.
FF.: Skabbi og Sissi (nóvember 2012)
(neðsta spönn Jeremy Park)
Klifursvæði | Haukadalur |
Svæði | Jöfri |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |