Hvítabergsfoss WI 3+

Mynd óskast

25-30 m samtals

FF: Ari T. Guðmundsson, Hreinn Magússon, Gudún Snorradóttir og Arnbjöm Eyþórsson, 11. mars 1989.

Í fyrsta gili vestan Botnsskála, neðan Botnsskóga, er fallegur foss (sést frá veginum). Ofar
taka við 60-70° brött snjó- og ísgeil (gr. 3+). Tilvalið æfingasvæði.

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Þyrill
Tegund Ice Climbing
Merkingar

13 related routes

Horn í síðu Baróns von Stahlhosen

5.7, 3-4 spannir

Skemmtileg hryggleið, ekki hryggurinn í gilinu heldur næsti (Nákvæm staðsetning á „hinum“ hryggnum óskast).

FF. Björn Vilhjálmsson og Snævarr Guðmundsson, 1993

 

Skjalda

5.10

Leið milli leiða nr. 7 og 8 (Nákvæm staðsetning)

FF. Björn Baldursson og Stefán Smárason, maí 1991

Afbragð

5.9

Afbrigði af Stóru sprungunni (Leið 6) (Vantar nákvæma staðsetningu)

FF. Snævarr Guðmundsson og Guðjón Snær, maí 1991

Þyrlan

5.10+

Þriggja spanna leið (5.10+, 5.4, 5.7) vinstra megin við leið 4. Frumfarendur vilja meina að sé einhver albesta leiðin í Þyrli (Nákvæm staðsetning).

FF. Guðjón Snær og Snævarr Guðmunsson, júlí 1991

Hvítabergsfoss WI 3+

Mynd óskast

25-30 m samtals

FF: Ari T. Guðmundsson, Hreinn Magússon, Gudún Snorradóttir og Arnbjöm Eyþórsson, 11. mars 1989.

Í fyrsta gili vestan Botnsskála, neðan Botnsskóga, er fallegur foss (sést frá veginum). Ofar
taka við 60-70° brött snjó- og ísgeil (gr. 3+). Tilvalið æfingasvæði.

Kleifarfoss WI 3

Leið númer 9

Gráða WI 3 -100m-1-2klst.

Falleg ísleið, ísfossinn liggur í augljósu gili austarlega í Þyrilshlíðum. Leiðin er í hlíðinni beint á móti Múlafjalli handan fjarðarins. Byrjar á léttu brölti, sem hægt er að einfara, upp að aðal haftinu. Uþb 30m WI3.

FF: Ekki vitað, a.m.k. frá 1985.

Spýjan

Leið númer 8

Berg. Gráða 5.4 – 60 m

FF: Jón Geirsson, Höskuldur H. Gylfason og Snævarr Guðmundsson, 16. maí 1981.

Létt, augljós leið sem fylgir syllum og þrepum til skiptis.

Faxi

Leið númer 7

Berg. Gráða 5.8 – 80 m – 2-3 klst.

FF: Jón og Snævarr, 1. maí 1983.

Leiðin liggur hægra megin við áberandi rif i miðjum veggnum. 3-4 spannir. Erfiðust í þriðju spönn.

Stóra sprungan

Leið númer 6

Bláu línurnar eru möguleikarnir þrír fyrir aðra spönn leiðarinnar.

Berg. Gráða 5.8 – 80 m – 90 mín-3 klst.

FF: Jón og Snævarr, 17. júlí 1984.

Einhver skemmtilegasta leiðin i Þyrli. 3 -4 spannir. Byrjar á leið nr. 4. Hægt er að fara tvö afbrigði að sprungunni sjálfri; annað fylgir spönnum 1 og 2, í leið nr. 5 ad rótum sprungunnar en rétt leið byrjar fyrr, upp frá stuttri fyrstu spönn (sjá mynd). Þaðan er skoru og sprungu fylgt að Stóru sprungunni. Lykilkafli er í upphafi hennar en síðan léttist klifrið ofar.

Önnur spönn í stóru sprungunni (Sprungan sjálf ofarlega vinstra megin)

Frávik

Leið númer 5 á mynd

Berg. Gráða 5.7-80m-3klst.

FF: Jón og Snævarr, 1. maí 1983.

Fylgir leið nr. 4 í fyrstu spönn, en fer þaðan upp sprungur og grófir
vinstra megin við Stóru sprunguna (leið nr 6). Laus á kafla. 3-4 spannir.

Í grófinni

Leið númer 4

Berg. Gráða 5.6 – 80 m – 2-3 klst.

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 1. mai 1981.

Fyrsta klifurleidin í hömrum Þyrils. 3-4 spannir. Fylgir syllum fyrstu 30 metrana en næstu 2 spannir innihalda erfiðustu hreyfingarnar. Klifrað upp úr grófinni vinstra megin (laust lag), og þá er efsta vikinu náð.

Helgurif

Leið númer 3

Berg. Gráða 5.4 – 60-80 m- 90 mín-2 klst.

FF: Hreinn Magnússon og Arnbjörn Eyþórsson, vorið 1982.

Augljósu rifi fylgt upp, 2-3 spannir.

Gaflakinn

Leið númer 2 á mynd

Berg, Gráða 5.7- 70 m – 2-3 klst.
FF: Jón Geirsson, Höskuldur H. Gylfason og Snævarr Guðmundsson, 16. maí 1981.

Skemmtileg leið, alls 3 spannir. Fylgir syllum og þrepum til skiptis.Lykilhlutar í enda fyrstu spannar og upphafi annarar. Auðveldari er ofar dregur.

Skildu eftir svar