Grundarfoss WI 5

Leið númer 1.

Rétt áður en komið er að Grundarfirði ef ekið er í vesturátt, sést Grundarfoss ef litið er til vinstri. Við hlið hans er Morsárfoss sem er stórglæsilegur foss einnig. Stutt er frá þjóðveginum og inn að fossunum. Hægt að aka langleiðina inneftir.

Út frá Grundarfossinum sjálfum, sem var ekki fullkomlega frosinn, myndast nokkuð breitt ísþil sem við klifruðum í. Þilið er vel bratt og víða stórar regnhlífar. Fórum þetta í einni 50m spönn sem endaði á sillu. Þar fyrir ofan var nánast íslaus veggur, um það bil 15m hár.

FF: Björgvin Hilmarsson og Skarphéðinn Halldórsson, 14. apr. 2006, 70m

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Grundarfoss
Tegund Ice Climbing
Merkingar

2 related routes

Brattasti þristur landsins WI 4+

Leið 2

80m WI4(+?)

Leiðin liggur upp Grundarfossinn, um 20 metra hægra megin við upprunalegu leiðina þeirra Bjögga og Skabba. Þar sem ísinn myndast á fjölbreyttann hátt, er nóg í boði af mismunandi útgáfum í virkilega skemmtilegum ís.

Leiðin átti að vera stuttur, þægilegur þristur til að hita upp fyrir ísklifurfestivalið, en kom græningjunum svona líka hressilega í opna skjöldu. Fyrri helmingur þessarar útgáfu fylgir víðri kverkinni upp og út á lóðrétt tjald, en seinni helmingur (hliðrar ögn til hægri) býður upp á ítrekaðar yfirhangandi regnhlífasúpur. Leiðin endar svo á þægilegra klifri upp á topp sem getur endað í hengjukrafsi.

Ljósmyndari:Franco Laudanna
Brattasti þristur landsins. Upprunalega leiðin fer upp þilið lengst til vinstri.

FF: Sigurður Ýmir Richter & Guðmundur Ísak Markússon, 2019

Óskilamunir WI 5+

Leið númer 3.

WI 5+/6-, 55m.

15m lóðrétt með 50cm yfirhangi til að komast í blómkálshausa.

40m WI 4/4+, talsvert þægilegri en fyrri spönnin

FF: Franco Laudanna og Matteo Meucci 15. febrúar 2019

Skildu eftir svar