Gleymdi þursinn WI 4+

Leið merkt sem 26a.

AD+, WI4+. 200M. – Gráðan segir ekki allt. Getur verið mjög tortryggð, geta verið mjög erfiðar og tæknilegar hreyfingar í stuttum ís/mix höftum
Ístryggingar og klettatryggingar nauðsynlegar
4-6 spannir – Var farið í 5 spönnum 2021.04.05
FF: Óþekkt, Páll Sveinsson og Ottó Ingi Þórisson fóru leiðina 2021.04.05 og gáfu henni nafn.

Fyrsta íslínan vestan megin við rifið.
Helstu erfiðleikarnir eru fyrstu 4-5 íshöftin. Flest eru þau stutt (undir 10m) en geta verið brött og tæknileg.
Leiðin sameinast leiðum nr. 24, 25, 26 (rifinu) og 27 og fylgir þeim upp 2-3 klettahöft upp á topp. Sá hluti getur verið tortryggður.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skessuhorn
Tegund Ice Climbing
Merkingar

15 related routes

Gleymdi þursinn WI 4+

Leið merkt sem 26a.

AD+, WI4+. 200M. – Gráðan segir ekki allt. Getur verið mjög tortryggð, geta verið mjög erfiðar og tæknilegar hreyfingar í stuttum ís/mix höftum
Ístryggingar og klettatryggingar nauðsynlegar
4-6 spannir – Var farið í 5 spönnum 2021.04.05
FF: Óþekkt, Páll Sveinsson og Ottó Ingi Þórisson fóru leiðina 2021.04.05 og gáfu henni nafn.

Fyrsta íslínan vestan megin við rifið.
Helstu erfiðleikarnir eru fyrstu 4-5 íshöftin. Flest eru þau stutt (undir 10m) en geta verið brött og tæknileg.
Leiðin sameinast leiðum nr. 24, 25, 26 (rifinu) og 27 og fylgir þeim upp 2-3 klettahöft upp á topp. Sá hluti getur verið tortryggður.

Vestrakorn

Leið 23b á mynd

PD. 140-150M, sirka 1-2klst.

Hefur verið farin í nokkrum sinnum þegar teymi stefna á Skessukorn (#23) eða Eystri gróf (#24). Sameinast Norðausturhrygg (#22) eftir 3 spannir.

FF: Óþekkt, 2015 eða fyrr.

Vesturjaðar II WI 3

Byrjar á sama stað og Vesturjaðar I, en hliðrar skáhalt til hægri upp vesturvegginn (Nákvæm staðsetning og nafn óskast).

FF. Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, desember 1987.

Vesturjaðar I WI 3+

Leiðin liggur upp vesturhlíð Skessuhorns, meðfram jaðri norðvestur-veggsins í þremur spönnum, og þaðan upp snóbrekkuna á tindinn (Nákvæm staðsetning og nafn óskast).

FF. Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, desember 1987.

Tvíhleypan

Leið númer 19a á mynd

WI3 M4, 300 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 21. apríl 2017.

Leiðin fylgir áberandi hrygg, sunnan við austurhrygg Skessuhorns. Hryggnum var fylgt að mestu, en leiðin flöktir þó aðeins til að elta góða tryggingarstaði og ís. Undir lokakaflanum, einskonar höfuðvegg, var hliðrað til vinstri (suðurs) í góðan ís sem var klifinn upp á topp.

Mestu erfiðleikar leiðarinnar voru í mixhöftum í fyrstu spönn, þá sérstaklega því fyrsta. Um miðbik leiðar var
falleg spönn með stuttu og bröttu hafti af bláum ís. Talsvert af góðum ís í efri hluta, en óvenju góðar aðstæður voru í Skarðsheiði í frumferðinni.

Klifruð var ein föst spönn í byrjun, þá tvær langar hlaupandi spannir og loks tvær spannir upp lokakaflann, samtals um 300 metrar. Tryggt var með bergtryggingum (hnetur, vinir, fleygar) og skrúfum. Nóg af góðum tryggingum.

Leiðin dregur nafn sitt af atburði sem átti sér stað á þessum slóðum á ofanverðri 19. öld. Bóndi nokkur hafði ráðið kaupamann sem hafði víða verið til vandræða. Leið ekki á löngu þar til kaupamaðurinn gerði sér dælt við eiginkonu bóndans. Bóndinn var alræmdur skapmaður og tók þessu ekki þegjandi, heldur reif fram skotvopn, enska tvíhleypu, og beindi henni að kaupamanninum sem flýði í ofboði út úr bænum, upp í átt að Skessuhorni og bóndinn á eftir. Bóndinn mun fljótlega hafa dregið á kaupamanninn og náði honum loks þar sem nú heitir Kaupamannsgröf. Liggur sá staður ekki fjarri upphafi klifurleiðarinnar.

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá hér

Austurhryggur Skessuhorns

Leið númer 19b á mynd

AI2 M4, 350 m. FF: Andri Bjarnason, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, mars 2016.

Leiðin fylgir A-hrygg Skessuhorns til að byrja með í gegnum ágætis mix-höft. Tekur svo sveig til hægri, framhjá íslausum, bröttum höftum, og þaðan skáhallt upp til vinstri, alveg upp á tind Skessuhorns. Í góðum ísaðstæðum er mögulegt að beinni lína sé möguleg. Mestu erfiðleikar í höftunum í fyrstu spönn.

Klifraðar voru tvær langar spannir en síðan á hlaupandi tryggingum upp á topp. Aðallega var tryggt með bergtryggingum.

Fleiri myndir úr frumferðinni má sjá hér

Þverklofið

Leið númer 30 í leiðavísi, mynd óskast

Gráða 2 – 1-3 klst.
Enn eitt afbrigðið er að fara um snjólænu utan til á hryggnum. Brött er ofar dregur og að vetri til er hengja við brúnina.

Katlaklaufsleið

Leið merkt inn sem 29

Gráða I/II – 400 m – 1-3 klst.
Fallegra afbrigði á Þverfjallskamb er tvímælalaust, ef haldið er næstum beint upp hrygginn úr Katlaklauf. Þessi leið er mun brattari en aldrei torkleif. Að sumarlagi er hryggurinn einnig vel fær. Leiðin liggur nánast alltaf vestan megin á hryggnum.

Vesturgróf

Leið merkt sem 27.

AD, WI4. 200M. Sirka 2-4klst. FF: Helgi Benediktsson og Arnór Guðbjartsson.

Fyrsta vetrarleið í NV-veggnum. Löng og samfelld ís og snjóleið sem er bröttust í neðsta hluta. Leiðin sameinasta leiðum nr. 24, 25 og 26 undir háveggnum og fylgir þeim seinustu spönnina. Átta til tíu spannir.
Vestan við Rifið (Nr. 26) er gróf eða hvilft sem gengur upp í vegginn. Lykilhluti leiðarinnar er upp 15m langt íshaft í neðri hluta en eftir það er klifrað upp grófina með stefnu til vinstri á háhluta Rifsins. Vinstra megin við rifið er íshaft, bratt og er það seinni lykilhluti allra leiðanna í NV-veggnum.

Á milli Vesturgróf og Rifið liggur leið upp á við sem svipar til Vesturgrófs en söguna vantar.

Rifið

Leið merkt sem 26.

Gráða III+/-IV, 200M, 1-4klst. FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson.

Fyrsta leiðin sem klifin var í NV Skessuhorns. Ein besta klettaleiðin í Skarðsheiði. Auðrötuð og sígild. Berg er misgott, en telst í heildina þokkalegt til klifurs. Leiðin er átta til tíu spannir með góðum megintryggingum.
Vestan megin í rifinu sem gengur neðst út úr meginveggnum, er greinileg kverk, sem liggur upp á rifið sjálft (III+). Eftir henni að meginveggnum.
Austan megin við rifið er afbrigði (26a), sem hefur verið klifrað að vetri til og vori, þegar snjór nær hátt upp á rifið. Er það greinilegur gilskorningur, eða gangur, auðklifinn í snjó en berg er afar laust. Nær gangurinn að meginveggnum.
Upp meginvegginn er rifinu fylgt og er það auðratað (hreyfingar af III. og IV. gráðu). Þegar háveggurinn (síðustu 40M) er klifinn er farið upp vinstra megin við rifið.

Góð ferðasaga frá fyrstu atrennu á Rifið árið 1979 með Bill Gregory og Birni Vilhjálmssyni finnst í Fréttariti nr 14. frá 1980 en þeir félagar neyddust til að snúa við eftir að hafa neyðst til að bívakka í 12 tíma stutt frá toppnum.

Skessuhorn rifid

Skessuþrep

Leið merkt sem 25.

AD+, WI4+. 200M, sirka 5klst. FF: Broddi Magnússon og Páll Sveinsson.

Austurgrófin er í raun viðamikil hvilft í veggnum sem gefur kost á fleiri en einni leið. Beinusut og reglulegustu línurnar eru leiðir 24 og 25. Leið 25 er vestar. Lykilkaflarnir eru tvær fyrstu spannirnar en eftir það sameinast hún leið 24.

 

Eystri gróf

Leið merkt sem 24.

AD, WI4. 200M, 2-4klst. FF: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson.

Farið er upp íslænuna austan við leið nr. 25. Tvö íshöft eru í fyrstu spönninni. Áfram upp lænuna og lítið eitt til vinstri, að brattri ísrennu. Upp hana og næsta íshaft, þá með hliðrun til hægri. Þar fyrir ofan er sveigt upp grófina til hægri uns leiðin sameinast leið nr. 26 á áberandi snjóskafli. Upp þá leið.

Skessukorn

Leið merkt sem 23

PD. 120M, sirka 1-2klst.

Stutt afbrigði af N-veggnum og NA-hrygg. Erfiður ísfoss neðst. Haldið upp greinilega gróf austarlega í veggnum sem endar á miðum NA-hryggnum. 3 spannir, en þá sameinast hún leið nr. 22. Tilvalin leið fyrir þá sem stefna á NV-vegginn seinna meir.

 

Norðausturhryggur

Leið merkt sem 22

PD. 450M, 1-3klst. Líklegt FF: Guðmundur Einarsson frá Miðdal og Nicholas B. Clinch árið 1950.

Frá Kötlum er haldið upp bratta snjófönn upp á öxlina undir hryggnum. Upp hrygginn liggur ein fallegasta leið á SV-horni landsins. Skiptast á misbrött höft og syllur. Vinsæl leið og sígild.

Skessuhorn rifid

Austurhlíðar

Leið merkt sem 21

Gráða I-II. 450M, sirka 2klst. Frá Kötlum er leið nr 22 (Hryggleið) fylgt upp á Flata, undir NA-hryggnum og í stað þess að halda áfram eftir honum er sveigt út í Austurhlíðarnar. Upp þær eru ýmis létt afbrigði, en greinilegasta leiðin er um snjólænu þá sem gengur næsta beint niður frá hátindi fjallsins. Læna þessi var skíðuð niður veturinn 1987 af Óskari Þorbergssyni og Einari Stefánssyni.

Comments

  1. I did this route with Þorstein Cameron and Kamil Klucinsky on 27/02/2015 and I was told was already been climbed several time from Ivar and others. I think in good conditions in more a WI4, the wall in these day is very dry. In any case: good job.

Skildu eftir svar