Draupnir

AD+, AI3, 60-75°, 160m

Leiðin liggur upp neðsta hluta vestur veggs Rótarfjallshnjúks, við hliðina á suðurhryggnum.

Aðkoma: Hnappaleið liggur beint við. Hægt er að keyra upp í 8-900m hæð upp jeppaslóða sem byrjar rétt austan við Foss Hótel Hnappavelli. Þaðan er gengið upp vestan við Stigárjökul upp í um 1200m hæð þar sem komið er á jökul. Jökullinn er heldur sprunginn og geta erfiðleikar í aðkomu farið eftir árstíma og snjóalögum. Sandfellsleið væri einnig möguleiki, efri hluti Kotárjökuls er þó mjög sprunginn svo líklega þyrfti að fikra sig austur eftir öskjubrúninni niður með Rótarfjallshnjúk austan megin.

Leiðin byrjar rétt innan við syðsta horn Rótarfellshnjúks og var klifin í þremur spönnum. Fyrsta spönn er um 75m af 60° snjóbrekkum sem þræða milli kletta í ís. Önnur spönn var 55m. Heldur brattari snjór og upp stutta rennu snís rennu milli kletta, endar á stuttri hliðrun til vinstri. Þriðja spönn byrjar á þriðju gráðu snís klifri í um 20m en léttist seinustu 10m upp á brún.

Það var ekki mikill tryggjanlegur ís, en við notuðum ísskrúfur, spectrur, fleyga og hnetur og snjóhæla.

Eftir klifrið er gengið eftir toppahrygg Rótarfellshnjúks nokkur hundruð metra. Þegar komið er nálægt toppnum er um 15m hnífsegg sem þarf að feta til að komast á toppinn. Þessi kafli er mjög alvarlegur og krefst góðra tauga.

Frá toppnum er hægt að fara niður austan við Rótarfjallshnjúk og inn á uppgönguleiðina, eða hliðra inn að Vestari Hnapp og niður þar en báðar leiðir eru sprungnar.

Í Norrænni goðafræði er Draupnir gullhringur Óðins.

FF.: Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, 16. okt 2020

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Rótarfjallshnjúkur
Tegund Alpine
Merkingar

1 related routes

Draupnir

AD+, AI3, 60-75°, 160m

Leiðin liggur upp neðsta hluta vestur veggs Rótarfjallshnjúks, við hliðina á suðurhryggnum.

Aðkoma: Hnappaleið liggur beint við. Hægt er að keyra upp í 8-900m hæð upp jeppaslóða sem byrjar rétt austan við Foss Hótel Hnappavelli. Þaðan er gengið upp vestan við Stigárjökul upp í um 1200m hæð þar sem komið er á jökul. Jökullinn er heldur sprunginn og geta erfiðleikar í aðkomu farið eftir árstíma og snjóalögum. Sandfellsleið væri einnig möguleiki, efri hluti Kotárjökuls er þó mjög sprunginn svo líklega þyrfti að fikra sig austur eftir öskjubrúninni niður með Rótarfjallshnjúk austan megin.

Leiðin byrjar rétt innan við syðsta horn Rótarfellshnjúks og var klifin í þremur spönnum. Fyrsta spönn er um 75m af 60° snjóbrekkum sem þræða milli kletta í ís. Önnur spönn var 55m. Heldur brattari snjór og upp stutta rennu snís rennu milli kletta, endar á stuttri hliðrun til vinstri. Þriðja spönn byrjar á þriðju gráðu snís klifri í um 20m en léttist seinustu 10m upp á brún.

Það var ekki mikill tryggjanlegur ís, en við notuðum ísskrúfur, spectrur, fleyga og hnetur og snjóhæla. (meira…)

Skildu eftir svar