Öræfajökull er þriðji hluti Öræfasvæðisins, ásamt Öræfi, Vestur og Öræfi, Austur og Suðursveit. Hér undir setjum við nokkrar leiðir sem eru landfræðilega í Breiðamerkurjökli, þ.e. Leiðir í Mávabyggðum og Esjufjöllum ásamt Karli og Kerlingu í Kálfafellsdal.
Þumall
Nánari lýsingu á aðkomunni er að finna í lýsingunni á Klassísku leiðinni. Aðeins eru þekktar tvær leiðir á Þumli en líkur leiða að því að hægt sé að klífa tindinn á fleiri vegu.
Svört lína: Klassíska leiðin
Rauð lína: Sunnan við flögu
Miðfellstindur
Klassíska gönguleiðin upp á Miðfellstind er að nestu leiti sú sama og upp á Þumal, en þegar komið er upp á Vatnajökul er spíralað utan um Miðfellstind og hann toppaður að norðanverðu. Miðfellstindur á eina þekkta alpa klifurleið sem fer beint upp suður austur hlíðina og eina ísklifurleið sem er við gönguleiðina.
- SA veggur Miðfellstinds – WI 3 – 400m
- Jólatré – WI 5 -180m
Skarðatindar
Aðkoman er yfir Skaftafellsjökul, lagt af stað frá Hafrafelli eða mögulega Skaftafells megin ef að jökullinn hopar ekki mikið meira.
Rauð lína: Austurveggur – TD+
Green line: Jökulélé – TD+
Hægri mynd: End of the Line – TD+
Hrútsfjallstindar
1. SV-hryggurinn upp á Vesturtind (hefðbundna leiðin) – PD.
2. Smjörfingur – TD+, AI5.
A. SV-hryggurinn upp á Vesturtind (eins og í frumferðinni) – PD.
3. 10 norskar stelpur – TD, AI 4.
4. Orginallinn – PD, II+.
B. Orginallinn (eftir hryggnum) – PD, II+.
4,5. Lucky Leif (blue) – WI 5+.
5. Scotsleið – TD.
6. Íshröngl – TD, WI 4/5.
7. Postulínsleiðin – TD, WI 5.
8. Stóragil – PD.
Viltu kíkja hjá fjallinu áður en þið farið út? Hann er hér í þrívidd!
https://v3geo.com/model/417
Tindaborg
Gengur einnig undir nafninu Fjallkirkjan, Kirkjan eða janfvel Tröllkirkja. Tindurinn er úr afar lélegu bergi og er aðeins fær í vetraraðstæðum, sem þó geta varað fram í maí.
NA-hlíð Kirkjunar– AI 4
Öræfasýn – AI 4
Svínakambur
Þessi kambur hefur ekki neitt skráð eða viðurkennt örnefni, en hann hefur verið nefndur Svínakambur af fjallamönnum sem þarna hafa ferðast um og passar það frábærlega þar sem að þessi kambur stendur fyrir ofan Svínafell og Svínafellsjökul.
Dyrhamar
Dyrhamrarnir eru tveir, sá efri og sá neðri og á milli þeirra eru Dyrnar. Sá efri er auðveldur uppgöngu en sá neðri er erfiður uppferðar.
Hvannadalshnjúkur
Blá lína – Hnjúkaþeyr – TD – WI 5-
Rauð lína – Beina brautin – D – WI 4
Græn lína – Vinamissir – WI 3
Gul lína – Vesturhlíð –
Appelsínugul lína – The italian job – D – WI 4
Ekki á mynd – Orginal austurveggur – D – WI 5
Heljargnípa
Mávabyggðir
Esjufjöll
Vitað er um eina leið upp tindinn Snók.
Karl og Kerling