Ísklifrarar eru líka fólk WI 4

Í fossinum vestan við Leikið á als oddi. Stutt leið, tryggjanleg í ís. Var klifruð fyrst á gamlársdag 2001. 12m.

FF.: Hjalti Rafn Guðmundsson, Einar Sigurðsson og Ívar F. Finnbogason.

Videoið er mest megnis af Gamlárspartý, en Ísklifrarar eru líka fólk bregður fyrir á loka sekúndunum

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Hnappavellir
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Austurrif

Leið merkt sem 32

AD+, WI4. 250m. FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson 1985.

Löng og alvarleg snjó og ísleið. Getur verið snjóflóðahætta í megingilinu sem og í undirhlíðum Skarðshorns. 2 spannir upp Austurrifið. Augljós leið í neðri hluta, flókið leiðarval í efri hluta.
Upp meðfram Hnitbjörgum í megingilinu. 2-3 brött íshöft. Efst í gilinu er hliðrað upp á við til vinstri upp á öxlina undir austurrifinu.
Upp vinstra megin á rifinu og upp á snjósyllu á vinstri hönd. Þaðan upp þröngan skorning með hliðrun til vinstri ofarlega og svo upp á brún.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skarðshorn
Tegund Alpine

Ýmir

Leið merkt inn GUL á mynd

Fyrst farin 2006 af Jökli Bergmann og Friðjóni Þorleifssyni

III, AI 2, M3 og auðvelt ísklifur

Auðvelt snjóbrölt fyrstu 200m að 20m klettahafti, sem að öllum líkindum fyllist af ís á góðu ári. Þetta haft er samsíða lengsta haftinu í Ósk Norfjörð, sem er mjög áberandi á hægri hönd. Áfram er haldið upp aðeins brattara snjó/ís gil um 150m. Stutt kletta/mosa haft er klifið uppá hrygginn sem aðskilur Rúnkara heilkennið og Ósk Norfjörð. Þar tekur við um 200m labb/brölt þar til hryggurinn mjókkar í auðvelt klettarif sem er klifrað alla leið uppá topp ca. 100m. Heildarlengd leiðarinnar er um 650m og er nákvæmlega jafn löng og Ósk Norfjörð en 50m styttri en Rúnkarinn. Leiðin heitir eftir Tómasi Ými Óskarssyni 1984-2006.

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Búrfellshyrna
Tegund Alpine

Dreyri WI 5

Leið merkt sem 31a.

Gráða WI5, 40M. FF: Björn Vilhjálmsson, Páll Sveinsson og Snævarr Guðmundsson, 1987.

Þetta nýja afbrigði gerir Sólei og Austurrif enn fallegri og beinni. Jafnframt því er spönnin erfið og mjög krefjandi. Að öðru leyti vísast til leiðarlýsingar á Sólei og Austurrifi.

 

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skarðshorn
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Öræfi, Vestur

From Lómagnúpur to Hof. For info on the alpine routes in Hvannadalshnúkur and Hrútfjallstindar see Öræfajökull. For routes in Öræfi east of Hof, see Öræfi, Austur og Suðursveit

Lómagnúpur
Svæðið í kringum Lómagnúp, aðallega rétt vestan megin við hann og í kringum bæinn Núpa.

Skeiðarárjökull
Aðeins ein leið á svæðinu, upp Súlutind.

  1. Súlutindur

Morsárdalur
Nokkrar leiðir í austanverðum dalnum, beint undir Kristínartindum og Skaftafellsheiði.

  1. Þrír plús – if Ági is not lying – WI 3+
  2. Bara stelpur – WI 3
  3. Frumskógarhlaup – WI 3
  4. Handan við hornið – WI 4

Kristínartindar
Fyrir ofan Morsárdal í vesturhlíð Kristínartinda hafa verið farnar nokkrar alpaklifurleiðir og möguleiki á fleirum!

  1. IceHot1 – D+ AI 4/M 4
  2. Endurfundir – WI 3+
  3. Blunt Points – WI 4

Sandasel
Ef ekið er inn meðfram Skaftafellsheiði frá þjónustumiðstöðinni þá er komið að litlu þorpi þar sem starfsmenn á svæðinu eiga aðsetur. Ein leið hefur verið klifruð á þeim slóðum.

  1. Fokkaðu þér Ívar, þú ert ekkert búinn með þennan – WI 1-2

Skaftafellsheiði
Skaftafellsheiði, aðallega Svartifoss og nágrenni. Hægra megin við Svartafoss eru flottar ófarnar línur.

  1. The Hernicator – WI 3
  2. Svartafoss hásætið – WI 4
  3. Svartifoss – WI 4
  4. Moving Heart – WI 3
  5. Hundafoss – WI 4

Skaftafellsjökull
Allt frá þjónustumiðstöðinni út Skaftafellsjökull og að Skarðatindum.

  1. The Intimidation Game – WI 3
  2. Beta – WI 3+
  3. Three CC – WI 3
  4. Shameless – WI 4
  5. Risa þristur – WI 4(+)
  6. Glacier Guides – WI 3+
  7. Break a Window – WI 4

Svínafell

-1. Lambhagafoss – WI 4
0. Grjóthríð – WI 3
1. Myrkrahöfðinginn – WI 5
2. Beikon og egg – WI 5
3. Egg og beikon – WI 4+

Grænafjallsgljúfur
Gil milli Sandfells og Grænafjalls. Besta leiðin til að komast þarna inn er að fara af þjóðveginum verstan við litla brú á Falljökulkvísl. Ef þú ert á fjórhjóladrifnum bíl, þá er hægt að keyra að fjallinu og ganga aðeins um 1,1 km að gilinu. Ef gengið er frá þjóðveginum, þá bætist við 1,5 km. Grænafjallsgljúfur skiptist aðallega í tvö undirsvæði. Efra svæðið er talsvert stærra og með meira úrvali af leiðum. en til þess að komast frá neðra svæðinu á það efra þarf að klifra leiðina Þröskuldur WI 3 sem tengir þar á milli. Leiðin hefur samt verið í mjög mismunandi aðstæðum, allt frá snjóbrekku og upp í WI 5. Á sumrin hindrar þessi leið að efra svæðið sé aðgengilegt. Talið er að síðustu 70 árin hafi heimsóknir á efra svæðið verið frekar fáar. Ívar Finnbogason, Dan Gibson og Einar Sigurðsson fóru þangað í mars 1999. Í kringum 1950 fór bóndi upp á efra svæðið til að bjarga kind í svelti og varaði fólk við að reyna ekki að fara  þangað eftir það. 1987 fór Hallgrímur Magnússon og annar maður þangað inn í stórri leitaraðgerð.

  1.  Grænafjallsfoss (óklifinn)
  2. The Road to Nowhere WI 4
  3. Þýsk-Íslenska leiðin WI 4+
  4. Tíðindalaust af austurvígstöðum WI 4

Sandfell

Hofsfjöll

 

Hof

Á Hofi eru tveir sectorar, annarsvegar Bæjargilið og hinsvegar Gasfróði. Stök leið er einnig uppi í fjalli fyrir ofan Hof, leiðin Þrettándagleði. Bæjargil er aðeins afsíðis, svo að það fær að vera sér sector.

  1. Vinstri grænir – WI 4
  2. Gasfróði Direct – WI 4+
  3. Gasfróði – WI 4
  4. Blóðmör – WI 4
  5. Lifrapylsa – WI 3
  6. Mosafróði – WI 3

Bæjargil

1. Rammstein – WI 5+
2. Palli’s Pillar – WI 5 (6+?)
3. Mútter – WI 4+
4. Gardínugerðin – WI 4+

Sólei

Leið merkt sem 31

AD+, WI4. 250M FF: Björgvin Richardsson og Óskar Þorbergsson, 1986.

Sólei er alvarleg og erfið ísklifurleið í eystri hluta Skarðshorns. Með því að tengja hana við efri hluta leiðar nr. 31, Austurrif fæst einhver albesta ísklifurleið á Íslandi (sjá leiðarlýsingar fyrir Dreyra og Austurrif).
Neðri hluti Sólei inniheldur meginerfiðleikana auk leiðarvals í fyrstu spönn. Ísskrúfur eru notaðar í megintryggingar. Hafa skal meðferðis 2-3 bergfleyga. Leiðin er 3-4 spannir, auðveldari í efri hluta.
Úr miðgilinu er haldið upp vinstra megin í fyrstu, upp brött höft og svo upp á við til hægri, undir klettarifið hægra megin við gilið. Eftir það er augljóst ísgil með nokkrum íshöftum, uns það eyðist út í efri hluta og gengur að lokum út á háöxlina undir Austurrifi. Af henni er tilvalið að halda áfram upp rifið eftir leið 31. Að öðrum kosti er hliðrað út undir austurhluta rifsins.

 

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skarðshorn
Tegund Alpine

Kókostréð WI 5

Leið nr. 52 á mynd.

Snjógil með 5-6 mjög bröttum íshöftum. Það svipmesta gefur leiðinni nafnið. Leiðin er erfiðust neðst og fyrir miðju. Hægt er að halda áfram úr Grafarfossi upp í leiðina. 600m.

WI 5, ca. 25m (sjálft Kókostréð)

FF.: Jón Geirsson, 23. feb 1985.

Skemmtilegar myndir úr Kókostrénu má finna hér

Klifursvæði Esja
Svæði Kistufell
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Skarðshryggur

AI3+, 350M. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 2015.

Leiðin fylgir NA-hrygg Skarðshorns sem allra mest og byrjar alveg neðst. Flöktir eilítið til að elta áhugavert klifur og góða tryggingastaði. Ekki var sneitt hjá erfiðleikum. Loka kaflinn (hrímið) var klifrað í hálfgerðum spíral frá hryggnum sjálfum til að elta veikleika og tryggingarstaði. Í honum eru mestu erfiðleikar leiðarinnar og fremur slæmar tryggingar.

Klifraðar voru fjórar 40-55m spannir, löng hlaupandi spönn og loks 2 spannir í höfuðveggnum, samtals um 350 metrar. Víða væri hægt að flýja úr leiðinni í gil austan við hana.

Tryggt var með bergtryggingum (hnetur, vinir, fleygar), skrúfum (5 stk., hefðu mátt vera fleiri) og snjóhæl.

sissiskarshorn

 

Mynd eftir Andra Bjarnason.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skarðshorn
Tegund Alpine

Vesturgróf

Leið merkt sem 27.

AD, WI4. 200M. Sirka 2-4klst. FF: Helgi Benediktsson og Arnór Guðbjartsson.

Fyrsta vetrarleið í NV-veggnum. Löng og samfelld ís og snjóleið sem er bröttust í neðsta hluta. Leiðin sameinasta leiðum nr. 24, 25 og 26 undir háveggnum og fylgir þeim seinustu spönnina. Átta til tíu spannir.
Vestan við Rifið (Nr. 26) er gróf eða hvilft sem gengur upp í vegginn. Lykilhluti leiðarinnar er upp 15m langt íshaft í neðri hluta en eftir það er klifrað upp grófina með stefnu til vinstri á háhluta Rifsins. Vinstra megin við rifið er íshaft, bratt og er það seinni lykilhluti allra leiðanna í NV-veggnum.

Á milli Vesturgróf og Rifið liggur leið upp á við sem svipar til Vesturgrófs en söguna vantar.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skessuhorn
Tegund Alpine

Suðvesturhorn

Löng snjóleið. Geta verið nokkur auðveld íshöft sem auðvelt er að sneiða hjá. Efst er ýmist farið upp gilið eða, ef snjór er mikill, upp hamrabeltil sunnan þess. 400m. Leið nr. 50 á mynd.

Kistufell Suðvesturhorn

Ofarlega í leiðinni. Mynd: Árni Stefán

Klifursvæði Esja
Svæði Kistufell
Tegund Alpine

Rifið

Leið merkt sem 26.

Gráða III+/-IV, 200M, 1-4klst. FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson.

Fyrsta leiðin sem klifin var í NV Skessuhorns. Ein besta klettaleiðin í Skarðsheiði. Auðrötuð og sígild. Berg er misgott, en telst í heildina þokkalegt til klifurs. Leiðin er átta til tíu spannir með góðum megintryggingum.
Vestan megin í rifinu sem gengur neðst út úr meginveggnum, er greinileg kverk, sem liggur upp á rifið sjálft (III+). Eftir henni að meginveggnum.
Austan megin við rifið er afbrigði (26a), sem hefur verið klifrað að vetri til og vori, þegar snjór nær hátt upp á rifið. Er það greinilegur gilskorningur, eða gangur, auðklifinn í snjó en berg er afar laust. Nær gangurinn að meginveggnum.
Upp meginvegginn er rifinu fylgt og er það auðratað (hreyfingar af III. og IV. gráðu). Þegar háveggurinn (síðustu 40M) er klifinn er farið upp vinstra megin við rifið.

Góð ferðasaga frá fyrstu atrennu á Rifið árið 1979 með Bill Gregory og Birni Vilhjálmssyni finnst í Fréttariti nr 14. frá 1980 en þeir félagar neyddust til að snúa við eftir að hafa neyðst til að bívakka í 12 tíma stutt frá toppnum.

Skessuhorn rifid

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skessuhorn
Tegund Alpine

Miðrif

Leið nr. 47 á mynd.

Erfið og alvarlegg leið upp ísaða kletta.

Leiðin var klifruð upprunalega þannig að hún sameinaðist leið 46. Virkinu undir lykilkaflanum. Árið 1986 kláruðu Jón og Snævarr leiðina beint upp og heitir hún Miðrif.

Í heild er Miðrif af lV. gráðu en með hreyfingum af V. gráðu og A1 í lykilkaflanum.

Miðrifsafbrygði er gráða: 4+, 200m

FF.: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 4. mars 1984.

Klifursvæði Esja
Svæði Suðurbrúnir
Tegund Alpine