Breiðdalur

Allar upplýsingar um Breiðdal eru fengnar úr leiðavísinum „Breiðdalur“ eftir Sigurð Tómas Þórisson.

Breiðdalur er í syðri hluta Austfjarða og liggur rétt norðan við Berufjörð. Fyrst var klifrað í Breiðdal árið 2007 – Hreindýrafoss og Chocolate Chaud en meirihluti leiðanna voru klifraðar á Ísklifur festivali ÍSALP árið 2008.
Lítill bær að nafni Breiðdalsvík liggur við ströndina norðanmegin í dalnum. Þar er verslun með helstu nauðsynjar og aðrar þarfar þjónustur.
Hægt er að gista í farfuglaheimili Berunes, nokkra km inn eftir Berufirði, sirka 20-40min keyrsla frá klifursvæðunum. Einnig er hægt að hýsa stærri hópa (20-30 manns) í mjög fínum veiðiskála Breiðdals (www.strengir.is/breiddalsa) en hann er einungis 10min frá Tröllhömrum.

Eins og er má finna 25 skráðar leiðir í Breiðdal. Erfiðleikar leiðanna eru allt frá WI3 upp í M10 og lengdir frá 15m upp í 100m+. Flestar leiðirnar snúa í norður og verða því seint sólbakaðar þegar dagarnir fara að lengjast eftir vetrar sólstöður. Tröllhamra og Pálskletta svæðin eru í um það bil 200-300m hæð og haldast því góð lengur en Flögugil, sem liggur við ströndina.
Það eru enn góð tækifæri fyrir nýjar leiðir á svæðinu, nokkrar línur um WI4 í Pálsklettum og nokkrar erfiðar mix leiðir í Flögugili auk stakra leiða og nýjar útgáfur af gömlum leiðum. Einnig er mikið af leiðum í Berufirði sem bíða fyrstu heimsókna.
Chocolate Chaud (M10), í Flögugili, er frægasta leiðin á svæðinu og var mynd af henni framan á tímaritinu Alpinist (Vetur 2007/08, tbl. 22).

M. Múlaklettar

  1. Partýbær – WI 4
    Pylsupartý
    Eurovisionpartý
  2. Kántríbær – WI 3
  3. Menntavegurinn – WI 4

——————————————————

  1. Mér finnst rigningin góð – WI 3
  2. Þúsund sinnum segðu já – WI 4+
  3. Húsið er að gráta – WI 3

B. Tröllhamrar

  1. Vegur viskunar – WI 4+
  2. Launaþrællinn – WI 4+
  3. Stálin stinn – WI 5/ M 6
  4. Svartur afgan – WI 5
  5. Gredda nærri banvæn – WI 4+
  6. Paradísarfuglinn – WI 5
  7. Gerðist snemma þaulkunnur gatinu – WI 5
  8. Flagð undir fögru skinni – WI 3

A. Flögugil

 

  1. Á síðustu stundu – WI 3+
  2. Slow ride – WI 3

—————————————————–

  1. Litlir sætir strákar – WI 3
  2. Allir mínir sjúku órar – WI 3+
  3. Leiðsluboltinn – M 5
  4. Byrja hér – WI 5
  5. Krókódílamaðurinn – M6
  6. Drög að sjálfsmorði – M7
  7. Chocolate Chaud – M10

R. Rauðihryggur

  1. Beljandi – WI 4+
  2. Slöttur – WI 3
  3. Billy hillan – WI 4
  4. Hvítserkur – WI 4
  5. Spaði – WI 4

C. Pálsklettar

Þegar að leiðir 1-7 voru fyrst farnar, þá var vonskuveður. Mikill vindur, spindrift og skortur á yfirlitsmynd olli því að ekki var unnt að staðsetja hver hefði farið hvað. Vonandi greiðist úr þessu í framtíðinni.

Ef að klettabeltinu er fylgt í vestur, áleiðis upp að Breiðdalsheiði er komið að Hreindýrafoss og Á fallandi fæti.

Ef klettabeltinu er fylgt í austur út dalinn er fljótlega komið að sectornum Rauðahrygg, en þær leiðir tilheyra strangt til tekið Pálsklettum líka, þó að þessu sé skipt upp svona til einföldunar.

  1. Lengi er von – WI 4
  2. Spindrift dauðans – WI 4
  3. Ókeypis er allt það sem er best – WI 4
  4. Nóttin hefur augu eins og flugan – WI 4+
  5. Fyrir fallið – WI 4
  6. Dóra-te –
  7. Gleymér –
  8.  KB –
  9. Depill – WI 4

———————————————————–

  1. Hreindýrafoss – WI 3
  2. Á fallanda fæti – WI 4

D. Breiðdalsheiði

  1. Sólókisi – WI 2
  2. Vegbúi – WI 3+

T. Tindar við Breiðdal

Talsvert er af formfögrum tindum sem sjást úr Breiðdal, sennilega eitthvað af þeim alaveg ófarnir.

  1. Tilikum – AD+ AI 3
  2. Stöng 

Austurveggur Þverártindseggjar

Leið beint upp miðjan Austurvegg Þverártindseggjar þar sem hún rís hæst.

Aðkoman hefst frá Eggjardal sem er inn af Kálfafellsdal í Suðursveit. Hægt er að keyra alla leið inn í dalsbotn en það er þó eftir mjög grófum slóðum og því aðeins fært fyrir jeppa, helst hækkaða. Aksturinn tekur um klukkustund.

Gengið er upp brattar og lausar skriður til suðurs úr Eggjardal og þaðan hliðrað yfir bratta hlíð inn að skriðjöklinum Skrekk. Þaðan er gengið upp bratta snjóbrekku undir vegginn.

Fyrstu 320m eru blandað snjó- og ísklifur með brattari höftum á köflum (WI3-4) og má fara stóra hluta á hlaupandi tryggingum. Brattinn þó svo mikill að sveifla þarf öxunum. Lykilkafli leiðarinnar eru seinustu 80m þar sem veggurinn er alveg lóðréttur og yfirhangandi á köflum. Rétt vinstra megin við miðjan vegg er áberandi renna sem býður upp á einhverjar hvíldir en einnig 5 yfirhangandi kafla. Af toppnum er um 100m taugatrekkjandi línudans eftir egginni inn að söðlinum við vesturtindinn.

Númerin á myndinni segja til um hvar við settum upp megintryggingar. Milli 1 og 3 er 2 1/2 spönn og milli 3 og 4 er 1 1/2 spönn svo þetta voru 8 spannir í það heila, og alla vega 400 metrar. Erfiðasti 5 + kaflinn er frá megintryggingu 5 (og síðustu 25 metrarnir upp að henni), samtals um 80 metrar. Megintrygging 6 er hinum megin við Eggina, línan lá yfir hæsta topp Þverártindseggjar. Síðan þurftum við að línudansa ca. 100 metra norðvestur eftir hrygg af austurtindinum yfir að söðlinum við vesturtindinn.

Gráða: TD+, WI3-5+, 400m.

Áhugaverða frásögn úr ferðinni má finna í Ísalp ársriti frá 2006

FF.: Ívar F. Finnbogason og Einar Rúnar Sigurðsson, 3. maí 2003.

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Þverártindsegg
Tegund Alpine

Þverártindsegg – Norðurhryggur

Gangan hefst frá Eggjardal sem er inn af Kálfafellsdal í Suðursveit. Hægt er að keyra alla leið inn í dalsbotn en það er þó eftir mjög grófum slóðum og því aðeins fært fyrir jeppa, helst hækkaða. Aksturinn tekur um klukkustund.

Gengið er upp brattar og lausar skriður til suðurs úr Eggjardal og þaðan hliðrað yfir bratta hlíð inn að skriðjöklinum Skrekk. Hann er þveraður og farið upp á norðurhrygg Eggjarinnar. Honum er svo fylgt upp á topp.

Mælt er með hjálmum vegna grjóthruns í byrjun leiðar. Sprungið jöklalandslag. Eggin sjálf er mjög brött til beggja handa og skal gæta ítrustu varkárni ef farið er út á hana.

Ítarleg grein um sögu fjallamennsku á Þverártindsegg er að finna á bls. 17 í 1988 ársriti ÍSALP.

Gráða: F, 8-10 klst.

Þverártindseggkort

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Þverártindsegg
Tegund Alpine

…you can’t take Scotland out of the climber WI 3

Efri línan á myndinni

Leiðin liggur í hömrum nokkuð beint upp af bænum Másstöðum í Skíðadal, 500m norðan en nokkuð áberandi gil.

Leiðin liggur í klettunum fyrir ofan leiðina „You can take the Scotsman out of Scotland, but…“ og 500m sunnar rétt við stóra áberandi gilið. Leiðin var klifin í beinu framhaldi af „You can take the Scotsman out of Scotland, but…“ en ekki nógu beint t

Klifin í tveimur spönnum, sú fyrri var 70-75° og 45m. Seinni spönnin var mjög þunn, 65-70° 35m.

Fyrst farin 2006 af Haraldi Guðmundssyni og Davy Virdee

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Skíðadalur
Tegund Ice Climbing

You can take the Scotsman out of Scotland, but… WI 3+

Neðri leiðin á myndinni

Leiðin liggur í hömrum nokkuð beint upp af bænum Másstöðum í Skíðadal, 500m norðan en nokkuð áberandi gil. Fimmta nyrsta línan af sex.

Leiðin var klifruð í 3 spönnum, fyrsta var með 75° 10m. hafti, síðan snjór upp að megintryggingu (klettur). Önnur spönn er brattari ís í byrjun svo er hliðrað út í „turf“ og upp á íshrygg, þar sem er megintrygging. Þriðja spönnin er stutt en bröttust. Leiðin var klifin í lélegum ís og ber nafn sitt af því að Skotanum fannst hann geta hafað verið á Ben Nevis, slíkar voru aðstæðurnar.

Fyrst farin 2006 af Haraldi Guðmundssyni og Davy Virdee

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Skíðadalur
Tegund Ice Climbing

Meinhornið

Leið merkt sem 36

AD+ 300M. FF: Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson 1985

Krefjandi klettaklifurleið með mjög misjöfnu bergi. Átta spannir. Löng og alvarleg leið, en með góðum megintryggingum. Haldið er upp hægra megin á vestara rifinu, fyrst tvær spannir. Þá er komið undir hæsta klettabeltið. Þar er farið til vinstri yfir gilið með varkárni, en þó hratt vegna hættu á grjóthruni. Á eystra rifinu er farið fyrst upp greinilega gróf á miðju rifinu. Þaðan er rifinu fylgt að háveggnum og síðan upp hann – 3 spannir af III. og IV. gráðu lausu bergi.

 

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Heiðarhorn
Tegund Alpine

Jónsgil

Leið merkt sem 35

AD+, 300m. FF: Jón Geirsson 1983.

Samfelld og erfið snjó og ísleið. Fyrsta leiðin í norðurhlíð Heiðarhorns. Auðrötuð, en með tveimur lykilhöftum. 5-8 spannir með auðveldara klifri á milli í neðri hluta. Lítið af hvíldarsyllum. Megintryggingar í snjó og ís.
Neðst í gilinu er auðvelt íshaft. Yfir það og upp gilið að 8-10m háum ísfossi (fyrri lykilkafli). Eftir íshaft þar fyrir ofan, er haldið beint upp gilið sem inniheldur nokkur íshöft. Ofarlega er sveigt til vinstri upp á háhluta eystra rifsins. Vinstra megin í því er gróf. Upp hana að háveggnum. Hann er um 40m hár, brattur og er oft með erfiða hengju (seinni lykilkafli.)

 

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Heiðarhorn
Tegund Alpine

Vesturrif

Leið merkt sem 34.

AD+, 200M. FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson, Snævarr Guðmundsson og Þorsteinn Guðjónsson. 1986.

Skemmtileg klifurleið, erfiðust í efsta hluta. Augljós, 2 spannir upp höfuðvegginn.
Vesturrifinu er fylgt að eigin vali í neðri hluta. Þegar að höfuðveggnum kemur er haldið vestur með að greinilegu snjógili. Fremur neðarlega í því er farið út á rif vinstra megin og upp skorning sem leiðir upp að hengjunni. Yfir hana á léttasta stað.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skarðshorn
Tegund Alpine

Hrollur

Leið merkt sem 33

Gráða AD+ 200M. FF: Björgvin Richardsson, Snævarr Guðmundsson 1983.

Fyrsta uppferð að vetrarlagi í maí 1984 af Björgvini og Óskari Þorbergssyni. Inniheldur V. og VI. gráðu klifur, en 5. og 6. að vetrarlagi. Mjög erfið og alvarleg klettaleið. Fyrsta leiðin í Skarðshorni. Vandrötuð í efsta hluta. Berg laust og skal því klifrað í frostveðrum. 7-8 spannir með slæmum megintryggingum.
Frá hæsta punkti snjóskaflsins undir megingilinu leiða 3-4 spannir upp á miðrifið í Skarðshorni. Því er fylgt vinstra megin, upp undir höfuðvegginn, þá er hliðrun til hægri eftir breiðri syllu um ca. eina fulla spönn. Eftir brölt upp 2 klettabelti tekur við gróf í höfuðveggnum sem inniheldur 6. gr. hreyfingar í efsta hluta. Af mjórri syllu til hægri upp í horn með stefnu til vinstri. Af syllunni þar fyrir ofan er haldið vestur fyrir efsta klettabeltið og upp þar á augljósum stað.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skarðshorn
Tegund Alpine

Addams fjölskyldan WI 3

Feitur ísveggur í blautu bergi ca 100m vestan við Sláturhúsið. Oft mikill og auðtryggður ís. Leiðin liggur hægra megin í fossinum þar sem hann er hæstur og brattastur. Fyrsta skiptið sem („Addams“) fjölskyldan klárar nýja leið sameiginlega. 15m.

FF.: Einar Sigurðsson, Matthildur Þorsteinsdóttir og Aron Franklín Jónsson, 2001.

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Hnappavellir
Tegund Ice Climbing