Litli fingur WI 4+

Lóðrétt kerti hægra megin við miðju í gjánni en vinstra megin við Skjálfandann. Möguleiki er á að hvíla sig á syllu þegar lokið er við þrjá fjórðu af leiðinni. Ef syllunni er sleppt er leiðin stífari. Leið nr. 2 á mynd, 40m.

FF.: Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 12. feb 1998.

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Svellgjá
Tegund Ice Climbing

Skjálfandinn WI 4

Þetta er leiðin sem er lengst til hægri þegar maður lítur upp í Svellagjá. Fyrri helmingur leiðarinnar er 3. gráðu brölt og leiðin endar í fallegu lóðréttu frístandandi kerti sem hægt er að ganga bak við. Leið nr. 1 á mynd, 35m.

FF.: Jón Heiðar Andrésson, Einar Sigurðsson og Hilmar Ingimarsson.

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Svellgjá
Tegund Ice Climbing

Bæjarfosstraversan WI 5

Leiðin byrjar í 10m hárri súlu vinstra megin við Bæjarfoss. Klifrað er upp með súlunni undir hvelfinguna sem fossinn fellur fram af, síðan er hliðrað milli ískerta sem renna undan þakinu. Leiðin endar innst í hvelfingunni hægra megin við Bæjarfoss. Leið nr. 3 á mynd, 50m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Jeff Lowe, 13. feb 1998.

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Bæjargil
Tegund Ice Climbing

Hádegisleiðin WI 4

Tveggja spanna leið upp klettabeltið milli bæjargils og Stekkjagils upp á Hádegisbrún Besta aðkoman er frá bænum Hömrum. Fyrri spönnin byrjar á 20m lóðréttu hafti og endar á hallandi stalli. Seinni spönnin er 40m nærri lóðréttur ís sem getur endað í hengju.

Leið lengst til hægri á mynd

FF.: Helgi Borg Jóhannsson, Styrmir Steingrímsson og Ingólfur Ólafsson, 13. feb 1998.

 

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Hádegisbrún
Tegund Ice Climbing

4. – Þjóðvegur 66 WI 5

Leið númer 4. á mynd (númer 2. á eldri svarthvítri mynd)

Leiðin er mest áberandi lóðrétta súlan á vinstri hönd ofan við fossinn.

Leiðin er 50 metrar.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Þorvaldur V. Þórsson, 3. jan 1999.

Leiðin var endurtekin 4. febrúar 2024 og það er okkar mat að þessi leið sé WI5+. (Ottó Ingi Þórisson og Sigurður Tómas Þórisson)

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Stekkjagil
Tegund Ice Climbing

1. – Aðrein WI 5

Leið númer 1. á mynd.

Lóðrétt leið næst fossinum og upp á stallinn. Fyrri spönn er 25-30m af 3. gráðu og við tekur lóðréttur ís. Leiðin er varhugaverð þar sem ísinn þynnist þegar ofar dregur og erfitt um tryggingar ofan við leiðina. Leið nr. 1 á mynd, 60m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen, Þorvaldur V. Þórsson og Jórunn Harðardóttir, 3. jan 1999.

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Stekkjagil
Tegund Ice Climbing

Innri tvíburafoss WI 4

Leið númer 39 á korti, mynd óskast

Lóðréttur ísfoss – 10-l5m
FF: Ari T. Guðmundsson og Hreinn Magnússon,
12. jan 1986. Bratt ísþrep i Skiftagili. Sést frá vegi

Þessi leið vekur upp spurningar eins og, hvar er þá ytri tvíburafoss? Ef einhver hefur upplýsingar um það þá óskast þær upplýsingar. Og hversu erfiður er lóðréttur ísfoss sem er 10-15m?

Við setjum bara fjórðu gráðu á það en upplýsingar um það óskast einnig.

Ekki tengd Efri og Neðri tvíburafoss í tvíburagili

Klifursvæði Kjós
Svæði Múli
Tegund Ice Climbing

Dauðsmannsfoss WI 3

Leið merkt inn á kort númer 38, númer 1 á mynd

Gráða 2-3 – 100 m
FF: Ari T. Guðmundsson, Hreinn Magnússon og
Olgeir Sigmarsson, 29 desember 1985.

Ísfoss í sex þrepum rétt vestan Vindáshlíðar. Lækur úr
Sandfellstjörn er valdur að fossinum.

Ágætis niðurgönguleið er vestan við fossinn ef klifrað er alveg upp úr leiðinni.

Klifursvæði Kjós
Svæði Múli
Tegund Ice Climbing

Fari WI 3

Leið merkt inn númer 49 á mynd

Munið að tala við bóndann hvort það sé ekki í lagi að leggja bílnum á planinu hjá honum og ganga yfir landið hans.

Gráða 3-30m
FF: Hreinn Magnússon og Höskuldur H. Gylfason,
veturinn 1987. Djúp skora vestan við Spora.

Leiðin gæti borið annað nafn

Klifursvæði Kjós
Svæði Skálafellsháls
Tegund Ice Climbing

Spori WI 3

Leið númer 47 á mynd (Það hlýtur að vera til betri mynd)

Sennilega vinsælasta byrjendaleið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Oftast klifruð í tveim spönnum og er með boltuðum sigakkerum, einu uppi á topp sem auðvelt er að finna og einu fyrir miðju sem vill oft fara undir ís eða snjó.

Munið að tala við bóndann hvort það sé ekki í lagi að leggja bílnum á planinu hjá honum og ganga yfir landið hans.

http://wikimapia.org/15507293/is/Spori
64°16’6″N   21°24’33″W

50m
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 1.
nóvember ’81 . Bratt haft neðst en síðan um 55 gráðu
brött íslæna eftir það.

Klifursvæði Kjós
Svæði Skálafellsháls
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Lekandi WI 3

Leið merkt inn númer 46 á mynd

Munið að tala við bóndann hvort það sé ekki í lagi að leggja bílnum á planinu hjá honum og ganga yfir landið hans.

Liggur meðfram uppgönguleiðinni að Spora og er príðis upphitun að taka gilið í staðinn. Lengsti fossinn er um 15m en þeir eru nokkrir á leiðinni upp

Klifursvæði Kjós
Svæði Skálafellsháls
Tegund Ice Climbing

Áslákur WI 4

Fossinn er dálítið norðar í Kjósarskarði en Hrynjandi (#45), í gili sem heitir Strákagil, sést vel frá veginum. Beygt er af Kjósarskarðsvegi og keyrt yfir brú. Fyrsti afleggjari til hægri er svo tekinn og keyrt alla leið að sumarhúsabyggð, ef færð leyfir (sjá kort). Einungis er um 25 mínútna gangur að fossinum, sem gerir hann kjörinn í eftirmiðdagsklifur.

Eins og sést á yfirlitsmyndinni þá má klifra fossinn á nokkra vegu og erfiðleikagráðan er á bilinu WI4 til WI5 eftir því hvaða leið er valin og hvernig aðstæður eru hverju sinni.  Kverkin (leið 1) er auðsóttust og jafnan í WI4 aðstæðum. Hinar leiðirnar eru erfiðari, jafnan WI4+ en geta slagað í WI5 þegar yfirhangandi kaflar myndast. Leið 3 er sjaldnast í aðstæðum þar sem fossinn er oftast opinn einhvers staðar á þeirri leið. Þar er hann jafnan blautastur.

Leiðirnar eru flestar 30-35 metra langar. Stundum frýs fossinn efst og þá er hægur leikur að klifra upp úr gilinu fyrir ofan hann og ganga niður vinstra megin við Strákagil (séð frá klifrara). Það er hins vegar algengara að gera V-þræðingu efst í fossinum og síga niður, á tveimur línum eða einni 70m línu.

FF: Ókunnugt

 

Klifursvæði Kjós
Svæði Grenihlíð
Tegund Ice Climbing

Hrynjandi WI 3

Leið merkt inn númer 45 á mynd

150 m
FF: Ari T. Guðmundsson. Hreinn Magnússon og
Höskuldur H. Gylfason 26. janúar 1985. Lengsta
ísfossaleiðin i Grenihlið, er í Grindagili. Mislöng
isþrep með snjósköflum á milli í venjulegu árferði.

Klifursvæði Kjós
Svæði Grenihlíð
Tegund Ice Climbing