Skarðsheiði

Upplýsingar og myndir eru fengnar úr Leiðarvísi ÍSALP nr. 22 eftir Snævarr Guðmundsson og Kristin Rúnarsson. Frekari upplýsingar eru að finna í ársriti ÍSALP 1987.

Skarðsheiðin hefur lengi verið eitt vinsælasta fjallamennsku svæði Íslendinga og má sjá það einna best í merki Ísalp, en þar er einmitt Skessuhorn í aðalhlutverki.

isalp_logo copy

Frægt verkefni í Skarðsheiðinni er að klifra alla þrjá Norðurveggina á einum sólarhring. Þetta eru NV veggur Skessuhorns, N veggur Skarðshorns og NV veggur Heiðarhorns. Þetta verkefni var fyrst klárað af Páli Sveinssyni og Guðmundi Helga Christensen í mars 1993, Róber Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson urðu svo annað teymið til að klára þessa þolraun í apríl 2008.

Skarðsheiðinni er skipt niður í þó nokkur undirsvæði eins og sjá má á mynd

Yfirlit, Skarðsheiði

Skarðshyrna
Í Skarðshyrnu er megnið af klifrinu á veggnum sem snýr í suðvestur og svo er leið 8 á veggnum sem snýr í suðaustur.

1a. Með Skessubrunnum
1b. Annar hringur með hringekjunni
2. Úr Skarðsdal um austurbrúnir (gönguleið – ekki á mynd)
3. V – Miðgil
4. Giljagaur
5. A – Miðgil
6. Vesturlæna (ekki á mynd)
7. Um Skessusæti og Miðhrygg
8. Leiðir í SA- hlíðum (ekki á mynd)

Villingadalur
Villingadalur er vissulega hluti af Skarðsheiðinni en vegna vinsælda hans sem „sport“ ísklifursvæðis, sem sker sig frá öðru klifri í Skarðsheiði, þá var ákveðið að hafa hann sér. Upplýsingar um Villingadal má finna HÉR

Kaldárdalur
15. Mórauðihnúkur
16. Á Miðfjallskamb frá Mórauðakoti (sjá mynd við NA vegg Skessuhorns)
16a. Kambshryggur – AI3 M3/4

Hornsdalur
Hornsdalur er dalurinn austan við Skessuhornið. Leiðirnar í dalnum ná að Katlaklauf en eftir það tilheyra leiðirnar Skessuhorni.

17. Úr Hornsdal á Þverfjallskamb
18. Þverhausarnir
19. Austurlæna í Katlaklauf

Skessuhorn
Hér er um að ræða einn klassískasta alpavegg Íslands, sem er í uppáhaldi margra eða á óskalista yfir næsta mission. Hér eru leiðir 21 og 22 á austur veggnum en megnið af klifrinu (23-29) eru á NV veggnum.

19a. Tvíhleypan (sjá mynd við Hornsdal)
19b. Austurhryggur Skessuhorns (sjá mynd við Hornsdal)
20. Katlakinnarleið (gönguleið – ekki merkt inn á kort)
21. Austurhlíðar (sjá mynd við Hornsdal)
22. Norðausturhryggur (sjá mynd við Hornsdal)

23. Skessukorn
23b. Vestrakorn
24. Eystrigróf
25. Skessuþrep
26. Rifið
26a. Gleymdi þrusinn
27. Vesturgróf
27a. Vesturjaðar I -WI 3+
27b. Vesturjaðar II – WI 3
29. Katlaklaufsleið
30. Þverklofið

Skarðshorn
Skarðshorn er án efa einnig einn af vinsælli alpaveggjum Íslands. Ein af leiðum veggsins prýðir forsíðu ársrits Ísalp frá 1987, en þar má sjá Snævar Guðmundsson í frumferð á leiðinni Dreyra.

 

30a. Skarðshryggur
30b. Kanínan
31. Sólei
31a. Dreyri
31b. Jóka póka
32. Austurrif
33. Hrollur
34. Vesturrif

Heiðarhorn

35. Jónsgil – AD+
35a. Jónsgil beint af augum – Gráða IV
35b. Drullupumpan – Gráða IV+
36. Meinhornið – AD+
36a. Vængjasláttur í þakrennunni – Gráða IV
36b. Axlarbragð – Gráða IV

Gestabók Hraundrangans komin til byggða

 

Bókasafni ÍSALP var nýverið afhent gestabók af tindi Hraundrangans í Öxnadal. Í bókina eru skráð nöfn þeirra sem komu við á tindinum frá jóladegi 1993 og til 24.júní 2001, en þá var blautri bókinni bjargað úr gestabókarkassanum sem hafði gefið sig. Fremst í bókinni eru upplýsingar um allar uppgöngur fram til þess að bókin var sett upp.
Bókin endaði í góðu yfirlæti hjá bjargvætti sínum, Jökli Bergmanni um árabil þar til það varð til tíðinda að Bjarni E. Guðleifsson líffræðingur, skrifaði kafla um Hraundrangann í bók sína Hraun í Öxnadal og hafði upp á gestabókinni góðu hjá Jökli. Bjarni afhenti stjórn ÍSALP síðan bókina, eftir að hafa nýtt hana sem heimild í skrif sín. Bjarni gaf klúbbnum einnig nýútkomna og glæsilega bók sína og kunnum við honum bestu þakkir fyrir!

Nú þarf að koma nýrri gestabók upp á Drangann. Stjórn óskar eftir sjálfboðaliðum í verkið.

IMG_5343

Bókarhöfundurinn Bjarni E. Guðleifsson og Helgi Egilsson, formaður ÍSALP á góðri stundu

 

Annar í Bratta

Sunnudaginn 6. september héldu nokkrir vaskir garpar út í góða veðrið með það í huga að grafa holur fyrir nýjum undirstöðum undir Bratta. Með í för voru 22 álhólkar, skóflur og járnkarlar, sleggja, öll rúnstykkin á Select, guðsveigar og samkomutjald. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ferð þó að lítið hafi náðst að grafa holur sökum erfiðleika í jarðveginum. Hjáleið var gerð framhjá stóra steininum sem lokaði veginum í seinustu ferð og undirstöður gamla Bratta voru hreinsaðar og jafnaðar jörðu. Ekki gekk vel að tjalda. Verkefninu er hvergi nærri lokið en Helgi, Gísli, Jonni, Árni og Þorsteinn þakka fyrir sig.

Dynjandi WI 3

Fossinn er staðsettur í botni Arnarfjarðar og hefur aðeins verið klifinn einu sinni. Fossinn er breiður og er sennilega hægt að klifra mörg afbrygði af honum ef nægilegt frost næst. Vegurinn inn að Dynjanda og yfir Dynjandaheiði er ekki þjónustaður á veturna og því er sjaldgæft að fá fossinn í aðstæður en ekki ófærð inn að honum.

F.F: Rúnar Óli Karlsson og Búbbi febrúar 2010

Videoið er frá einu uppferðinni hingað til, horfið á allt myndbandið.

Klifursvæði Arnarfjörður
Svæði Dynjandi
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Single malt on the rocks WI 4+

Leið númer 2 á mynd

F.F. 04.12.2010 Bergur Einarsson og Jósef Sigurðsson

Lýsing leiðar:

1. spönn – 3. spönn: WI3, 100m.

4. spönn: WI4 – 20m.

5. spönn: WI4 – 15m.

6. spönn: WI4+ – 25m.

7. spönn: WI3 – 10-12m.

8. og 9. spönn WI3 80m.

Leiðin fylgir sömu leið og Single malt og appelsín þar til komið er að skálinni fyrir ofan 5. spönn. Þar er miðlínan valin en 6. spönn er lykilkafli leiðarinnar, lóðrétt aðeins í fangið stóran hluta spannarinnar. Eftir 6. spönn tekur við stór stallur og upp af honum er 10-12 m haft, 7. spönn. Þar tekur svo við annar stór stallur neðan við langan (~80m) samfelldan 3. gr kafla sem þó er með góðum stöllum. Hægt að velja um nokkra stalla í honum til að skipta kaflanum í 2 spannir en við tókum þann efsta þar sem við vorum að vonast til að ná að klára upp úr honum í einni spönn.

Fórum 100-200m til norðurs og niður brekkurnar þar sem er vel bratt. Líklega er betra að fylgja sömu niðurleið og í Single malt og appelsín.

Niðurleið:

Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Völsungagil
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Single malt og appelsín WI 4+

Leið númer 1 á mynd

Single malt og appelsín – WI4-5

Staðsetning:

Norðan við Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals og Dalasýslu. Nokkurn veginn gengt Austurárdal, en þar eru nokkrar ísklifurleiðir. Leiðin er áberandi gil sem sker alla hlíðina í Hlíðartúnsfjalli og skiptist síðan upp í þrjár íslænur efst í klettabeltinu við toppinn.

Ekið er til vesturs inn slóða gengt afleggjaranum inn í Austurárdal, í gegnum hlið sem merkt er skógræktinni, og um 100 metra. Lagt hinumegin við lækinn. Aðeins fimm mínútna aðkoma að fyrstu höftunum.

F.F.:

27/11/’10 – Freyr Ingi Björnsson, Styrmir Steingrímsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi)

Lýsing leiðar:

1. spönn – 3. spönn: WI3, 100 m.

4. spönn: WI4 – 20m.

5. spönn: WI4 – 15m.

6. spönn: WI4 – 12m

7. spönn: WI3 – 60m.

8. spönn WI4-5 – 40m.

Fyrstu (líklega) þrjár spannir eru fjögur til fimm WI3 höft sem voru einfarin í F.F.

Fjórða spönn (sú fyrsta spannaða) er bratt en stutt kerti, sést á bakvið efri hlutann.

Fimmta spönn er annað stutt og bratt haft.

Sjötta spönn er frekar stutt haft upp úr skálinni þar sem maður velur hvaða línu skal halda upp á topp.

Sjöunda spönn býður upp á tvö þriðju gráðu höft og ísbrekku upp að lykilkafla. Gott að gera stans vel til hægri til að vera úr skotlínu.

Áttunda (loka)spönn inniheldur hreyfingar í lóðréttu / aðeins í fangið í brattasta kafla og skrýtna hliðrun út á stóra regnhlíf efst.

Venjulegur disclaimer ef einhver af gömlu skyldi hafa farið þetta og aldrei skráð.

Niðurleið:

Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Völsungagil
Tegund Ice Climbing

Brattabrekka

Svæðið skiptist niður í átta sectora

A – Völsungagil
Þrjár frábærar línur, verða sennilega ekki meira „road side“ en þetta

  1. Single malt og appelsín WI 4+
  2. Single malt on the rocks WI 4+
  3. Single malt hressir, bætir og kætir – WI 3

B – Banagil
Léttar leiðir á leiðinni inn í Austurárdal, svæði F. Príðis upphitun fyrir daginn. Ekki er almennilega vitað hvaða gil þetta er, þar sem að hið eiginlega Banagil er það sem hér er kallað Austurárdalur.

Einu sinni enn til lukku – WI 3
Warm up gully – WI 2
Skipulagt undanhald – WI 3
Guffað með græjur – WI 3

C – Selgil
Er beint á móti Völsungagili, hinumegin við veginn (myndin er tekin úr single malt gilinu)

Kökuboð – WI 3

D – Bjargagil
Næsta gil við Selgil, sjá mynd þar við

Pilsner – WI 4+

E – Hvanngil
Þegar komið er langleiðina norður yfir Bröttubrekku sést gil nokkurt vestan vegar. Það heitir Hvanngil. Frá vegi sést í toppinn á þremur ísleiðum innst í þessu Hvanngili. Gangan inn gilið tekur um það bil 10-15 mínútur. Tvær aðrar styttri á leiðinni inn í gilið.

1. Líklega ófarin
2. Líklega ófarin
3. Ungfrú Hnappa- og Snæfellssýsla – WI 4
4. Kaffiþræll – WI 4+
5. Líklega ófarin
6. Líklega ófarin
7. Jólagestir – WI 3+
8. Koffín – WI 4
9. Frostrósir – WI 4

F – Austurárdalur
Dalurinn sem þarf að ganga inn í til að komast í Banagil. Í byrjun janúar 2004 héldu ísklifrarar harða netrimmu á umræðuþráðum heímasiðu Ísalp um ,,leynisvæði“ Ívars. Til að gera langa sögu stutta endadi það á því að Ívar blés til dvergvaxins óvissuísfestivals og bauð klifrurum að skoða dýrðina og Ijóstra upp hvar svæðið væri. Hið meinta svæði er fyrsti dalur til norðurs þegar komið er niður af Bröttubrekku norðan megin og heitir Austurárdalur. Leiðirnar eru flestar í grunnri hvelfingu austan megin í dalnum og sést í toppinn á þeim frá veginum. Reyndar vildu einhverjir haukfráir gamlingjar kannast við kauða þegar að var komið, en það er víst ekki nóg að spotta svæðin, það þarf að gera eitthvað líka. Frá þjóðveginum er um hálftíma léttur
gangur inn að svæðinu, sem sagt ekkert Eilífsdals-söffer.

1. Áætlun A – WI 4
2. Kiddi – WI 4+
3. Ljósbláa leiðin – WI 4+
4. Bláa leiðin – WI 4+
5. Tröll leikhús – WI 7-
6. Jobbi Dalton – WI 5
7. Túristaleiðin – WI 4
8. Áætlun B – WI 3-4
9. Að drepa tímann – WI 2

G – Hvassafell
Rétt áður en komið er að vegamótunum við Bröttubrekku eru nokkuð háir hamrar í nokkuð lágu fjalli, Hvassafellshamrar. Leiðir 1 og 2 hafa verið farnar en Ísalp hefur ekki vitnesku um að leið 3 hafi verið farin.

1. Dvergaklof – WI 5
2. Ístruflanir – M 6

H – Brúnkollugil – Kósý sectorinn
Kósý sektorinn er með fjórar leiðir í WI3 til WI4+. Allar um 15 til 20 metra háar og erfiðleikastig mismunandi eftir því hvar er klifrað í fossunum. Aðkoma er frekar þægileg og tekur um 30 mínútur, eina hindrunin er áin sem þarf að vera frosin. Fyrst er komið að þremur fossum, A. Sófanum WI3 til WI4, B. Kertaljósi WI4 til WI4+ og svo C. Ónefndur foss sem hefur ekki verið klifinn. Sé gengið ofar er hægt að nálgast síðasta fossinn, D. Sængin WI3 til WI4+. Sængin virðist vera mjög hentug fyrir top rope tough guys and gals. Kósí sektorinn er því  klárlega gott æfingar- og upphitunarsvæði sem getur hentað mörgum. Þá hjálpar að svæðið getur verið í aðstæðum þegar önnur svæði eru það ekki, vegna legu og hæðar yfir sjávarmáli. 

A. Sófinn – WI 3-4
B. Kertaljós – WI 4-4+
C. Tebollinn – WI 3-4
D. Sængin  – WI 3-4+

I. Baula
Svæðið milli Baulu og þjóðvegsins neðst í Bröttubrekku. Eitthvað er um minni og styttri leiðir og þarf að skoða svæðið betur með tilliti til klifurs.

  1. Fýluferð – WI 3

Shameless WI 4

Yfirlitsmynd af fossunum frá þjónustumiðstöðinni óskast

Í Austurbrekkum Skaftafellsheiðar. Fossinn liggur í beinni línu við seinustu jökulgarðanna og er einna augljósastur þegar keyrt er frá austri. 25m

FF: 23. febrúar 2015, Þorsteinn Cameron og Kamil Kluczyński.

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafellsjökull
Tegund Ice Climbing

Brennivín M 11

Leið nr. 14 á mynd.

Þetta er erfiðasta mixklifur leið Íslands og þegar hún var sett upp var hún erfiðasta mixklifurleið í heiminum með þá næst erfiðustu M8. Af þeim ástæðum gaf Will leiðinni gráðuna M9+ með þeim orðum að hún væri sennilega erfiðari, hann hefur núna staðfest að leiðin sé M11, töluvert erfiðari en M10-ur frá svipuðu tímabili. Leiðin er einnig ein af fyrstu sprey ísleiðum í heiminum

Í Ísalp ársriti frá 1998 skrifar Guðmundur Helgi:

Ég veit ekki hvað það tók margar tilraunir þessa fjóra daga, en þær voru margar áður en það hafðist að klifra þessa leið. Aldrei áður hafði hann þurft að eyða jafn löngum tíma eða orku í nokkra leið, marinn og skrámaður með brotið nef og bros aftur á hnakka. Hvað heitir svo maðurinn? Jú, Will Gadd, Kanadamaður búsettur i Bandaríkjunum sem kom hingað til lands ásamt ,,tilvonandi“ unnustu sinni, Kim Cizmagia, og kvikmyndagengi i þeim tilgangi að finna og klifra erfiðustu, mixuðu ísleið i heiminum. Hafði það tekist? Um það verða aðrir að dæma en leiðin sem um ræðir heitir Brennivín, nefnd eftir hinum banvæna íslenska snafs eins og Will orðaði það. Leiðin sem er um 50 metrar og því ein spönn, er innst í Skálagili í Haukadal í Dalasýslu. Fyrstu 15-20 metrarnir eru frístandandi kerti upp undir klettaþak sem er um 6 metrar i heildina en klifrið frá kertinu er um 4 metrar út að brún. Erfiðleikarnir eru þó ekki búnir þegar þakinu sleppir því lykilklifurleiðin er að hliðra eftir brúninni að bitastæðum ís til að geta klifrað áfram upp á brún. Á þessum seinni kafla er ísinn í heildina örlitið yfirhangandi og þunnur. Í eina skiptið sem þetta hefur verið klifið þurfti Will að klifra hálfa leiðina upp á brún áður en ísinn varð nægilega þykkur til að hægt væri að koma inn haldbærri tryggingu. Þakið og hliðrunin eru hinsvegar tryggð með fjórum boltum.

FF.: Will Gadd, Kim Csizmazia og Guðmundur Helgi Christensen, 28. mars 1998.

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Skálagil
Tegund Mix Climbing