Hvítárgljúfur

Hvítá rennur úr Hvítárvatni, sem er í raun lón úr Langjökli. Hvítá rennur frá Langjökli, niður Gullfoss og sameinast Soginu rétt fyrir ofan Selfoss. Eftir að Sogið úr Þingvallavatni blandast við Hvítá, þá er útkoman kölluð Ölfusá. Ölfusá rennur í gegn um Selfoss og þaðan út í sjó.

Eins og er eru ekki margar skráðar leiðir í Hvítárgljúfri, en þar eru margar ófarnar línur. Til dæmis hefur enginn klifrað Gullfoss, þ.e. úðann frá Gullfossi.

Eitthvað er um stakar leiðir á svæðinu nálægt gljúfrinu, uppi við suður hluta Langjökuls og í Biskupstungum, við látum þær flokkast með undir þetta svæði.

Egg og beikon WI 4+

Leið númer 3 á mynd

Svínafell Öræfasveit. Um 400m SA við Beikon og egg, Línan sem nær lengst niður.

Heildar klifur – 235m WI4+

F.f. 6.janúar 2010, Halldór Albertsson og Haukur Elvar Hafsteinsson

1. Spönn WI 4+ 60m
2. Spönn WI 3 10m
3. Spönn WI4+ 55m
4. Spönn WI 2 80m
5. Spönn WI 4 20m
6. Spönn WI 4+ 10m

Til að ganga að leiðinni er best að leggja bílnum við gönguhlið sem ca 200 metrum austan við pípuhliðið á austari afleggjaranum að Svínafelli. Við gönguhliðið byrjar nokkuð áberandi göngustígur sem liggur í átt að Virkisjökli. Eftir ca 600 – 700 metra beygir maður til vinstri inn á þrengri stíg sem liggur upp í lerki og grenilund sem plantaður var af UMFÖ. Þaðan er þröngur stígur sem liggur langleiðina í gegnum skógræktina og upp að leiðinni. um 15min labb frá bíl

Gengum niður eftir Svínafellinu og komum niður yfir Flosalaug.

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Beikon og egg WI 5

Leið númer 2 á mynd

Svínafell Öræfasveit. Línan til vinstri rétt vinstramegin við UMFÖ skóræktarreitinn.

Heildar klifur – 220 til 230m 5.gr.

F.f. 6.janúar 2010, Einar Rúnar Sigurðsson & Ívar F. Finnbogason.

1. Spönn 4.gr 40m
2. Spönn 5.gr. 20m
3. Spönn 3./4. gr. 40m
4. Spönn 4. gr. 45m
5. Spönn 4+./5. gr 50m
6. Spönn 4./4+.gr 10-15m
6b. Spönn 2.gr 50m
7. Spönn 5.gr. 10-15m

Til að ganga að leiðinni er best að leggja bílnum við gönguhlið sem ca 200 metrum austan við pípuhliðið á austari afleggjaranum að Svínafelli. Við gönguhliðið byrjar nokkuð áberandi göngustígur sem liggur í átt að Virkisjökli. Eftir ca 200 metra beygir maður til vinstri inn á þrengri stíg sem liggur upp í lerki og grenilund sem plantaður var af UMFÖ. Frá lundinum er gengið að ská til vinstri upp hlíðina, þar til maður kemur upp nokkuð þröngt gil. (Maður gengur fram hjá einni ísleið á leiðinn þangað). Tvær flottar leiðir byrja upp úr þessu gili, og okkar leið er vinstri leiðin.

Gengum niður eftir Svínafellinu og komum niður yfir Flosalaug.

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Myrkrahöfðinginn WI 5+

Leið númer 1

Sögur herma að þetta sé æðislega góð leið og eigi skilið fleiri accent.

Goðagil, beint upp af fjárhúsum í Víðihlíð. Stóragilið í Svínafellinu. Brött og löng höf, sér ekki mikið af sól en þarf talsvert frost til að komast í aðstæður.

Leiðin byrjar í 45m löngu hafti (5.gr.) og liggur svo upp allt gilið upp misstór höft og mislangar snjóbrekkur þangað til að komið er að öðru hafti sem er örlítið strembnara en hitt og um 55-60m langt. við fórum vinstramegin upp feitt kerti, en einnig er mögulegt að fara upp tvö löng mjó kerti hægramegin. Beint upp af því kemur annað haft 20m 3.gr. og eftir það er beygt til hægri og farið upp tvö höft í viðbót, hið síðara 10 – 15m en bratt. Best er að rölta þaðan upp á brún og til vesturs og niður að Svínafellsbæjunum.

FF. Einar Sigurðsson, Örvar, Ívar, 18. des. 1999

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Stuttir ísfossar WI 4

Leiðir á svæðinu sem er merkt 19. Myndir óskast

Stuttar ísleiðir. Sumar hverjar mjög brattar og erfiðar. Aðkoma getur verið erfið þar sem áin liggur upp við klettana.

Þessar leiðir er sennilega allar búið að klifra en þeim má endilega gefa nöfn og gráður einum og sér.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Laumuspil WI 5

Leið númer 18. Mynd af leiðinni óskast

180-200 m. 4 spannir.
Neðsta leiðin i aðalveggnum. Hún hefst á íslausu eða íslitlu hafti sem er um 15 m 6 hæð. Þaðan er snjóbrekka yfir að fríhangandi kerti neðst í 50 m háum ísfossi.
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson, 24.feb.1995.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Greenpeace WI 5

Leið númer 17, myndin er af efri hluta leiðarinnar

100 m. 2-3 spannir

Leiðin byrjar í 20 m langri snjóbrekku sem leiðir að 5m háu klettahafti með þaki. þaðan
er önnur 20 m snjóbrekka að 60 m háum lóðréttum
ískafla. Leiðin endar eins og leið nr 15. (Ísalp leiðin)

FF: Hallgrímur Magnússon og Páll Sveinsson, 19. feb.1995.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Sea sheppard WI 5

Leið númer 16, Mynd af leiðinni óskast

100 m. 3 spannir
Leiðin byrjar í greinilegu ísmiklu hafti, þá tekur við snjóbrekka sem liggur upp að klettabelti, um 15 m háu, og þaðan eru 50 m í þunnum ís að 10 m háu kerti. Leiðin endar eins og leið nr 15. (Ísalp leiðin)
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson 19. feb.1995.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Ísalp leiðin WI 4

Leið númer 15.

100 m. 2-3 spannir
Ísstallar með lóðréttum höftum. Þegar leiðinni er lokid Þarf að hliðra eftir syllu í miðjum klettaveggnum. Þessi hliðrun er varasöm og leiðin því ekki ráðleg byrjendum.

FF: Árni Eðvaldsson, Ólafur V. Birgisson og Þorvaldur Þórsson, 4. mars.1995.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Draumaleiðin WI 5+

Uppfært Topo og leiðrétt

Mynd af leiðinni óskast

Leiðin hefur bara verið klifin einu sinni og þá var sigið inn í gilið ofan frá. Leiðin er í hægri hluta Glyms og yrði þá leið 14,5 í númeraröðinni. 200m

Leiðin byrjar á tveimur auðveldum 4. gráðum og síðan tekur við stutt lóðrétt haft upp til hægri á sillu sem er undir þaki. Þarna verður að hliðra til vinstri heila spönn til að komast framhjá þakinu. Síðan tekur við létt brölt upp skoru upp á næstu sillu fyrir ofan og hliðrað síðan aftur til hægri undir næstu spönn. Næsta spönn er um 50m lóðrétt (á köflum aðeins yfirhangandi) og vantaði um 3m í að ísinn næði saman um 1/3 af leiðinni upp haftið. Þarna er hægt að nota bergtryggingar. Þetta íshaft er lang erfiðasti partur leiðarinnar. Þar fyrir ofan tekur við létt snjóbrölt og hliðrun til hægri framhjá hengjum á brúninni. Leiðin endar við áberandi stein(eða klett) sem er þarna frammi á stapa þar sem stoppað er mjög oft til að skoða fossinn.

Leiðin er upp suðurbarm Glymsgils og er nokkurnvegin beint á móti leið sem kallast Hlynur.

Umsögn um frumferðina á þessari leið má finna í Ísalp ársriti frá árinu 2000

FF. Páll Sveinsson og Þorvaldur V. Þórsson, 10. mar. 1999

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Glymur beint af augum WI 5

Leið 14 á mynd

180-200 m. 4 spannir

Leiðin liggur næst Glym upp eftir veggnum, hægra megin við leiðir 12 og 13. Fyrsta spönniner tortryggð vegna úðans frá fossinum. Fyrstu tvær spannirnar eru mjög brattar, við af þeim tekur stutt WI 3 spönn undir lokaveggnum.

FF: Hallgrimur Magnússon, Hörður Magnússon
og Tomas Grønvaldt.

Glymur original fer upp kverkina. Skiptist þar í Glymur origina til vinstri og Glymur allur til hægri. Glymur beint að augum er svo á face-inu hægra megin á myndinni.
Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Fokkaðu þér Ívar, þú ert ekkert búinn með þennan WI 2

Mjög auðveld og aðgengileg leið.

Staðsett í Skaftafelli, hjá bænum Sandaseli, 400m frá gámabúðunum Guantanamo sem Íslenskir fjallaleiðsögumenn reka.

Leiðin fékk gráðuna WI 0/1 og erum við að vinna í að geta skráð leiðina þannig í kerfinu okkar. Þetta er jafnframt, léttasta skráða leiðin á Íslandi í dag.

FF. Sigurður Bjarki Ólafsson, sóló, janúar 2016

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Sandasel
Tegund Ice Climbing

Sótanautur WI 3+

Leið númer B7.

Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið upp snjólínu sem liggur upp undir leiðina en það þarf að brölta smá í lokin til að komast að henni. Leiðin byrjar á nokkuð stífu klifri fyrst (um 15 m) en svo tekur við brött ísbrekka upp til vinstri að loka kaflanum sem  er brattur og skemmtilegur. Heildarlengd leiðar er um 45 m.

Hægt er að nota stakan stein uppi á brún til að tryggja í en mælt er með að nota einhverja aðra tryggingu til vara.

Þessi leið í Gryfjunni fær nafnið Sótanautur og heitir eftir hring einum sem lýst er í Harðar sögu og talinn er vera falinn niðri við Kötlugróf sem stendur beint neðan við þetta svæði.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 17. janúar 2016.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Drjúpandi WI 3

Leið númer B9.

Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið upp snjólínu sem sem  liggur beint upp undir leiðina. Drjúpandi hefst með 10 m ísfossi upp í snjóbrekku sem liggur upp að megin hlutanum. Klifrað er allla leið upp undir klettaveggin þar sem oftast hanga ofan hans myndarlegar regnhlífar og stór grílukerti (sjá mynd). Heildarlengdin er um 50 m.

Frábær leið fyrir byrjendur þar sem hægt er að hliðra til vinstri þar sem leiðin er léttari. En síga þarf á ís niður úr þessari leið.

Þessi leið hefur örugglega oft verið klifin og samkvæmt Múlafjalls-topo fær þetta svæði nafnið Gryfjan.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 17. janúar 2016.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Ljótur piltur WI 3+

Leið númer B11.

Leiðin liggur upp kverk, um 200 metra austan við Íste.

Byrjunin er 5m lóðréttur ís, sem leiðir upp í stöllóttan ís og mosa upp í kvilft. Þaðan eru nokkrir möguleikar um áframhald, en leiðin fylgir mjórri ræmu eftir vinstri veggnum, sem liggur upp í gegnum þrönga skoru (um meters breið), og þaðan upp á topp.

Líkamlega ekki krefjandi leið, en býður upp á nokkrar skemmtilegar hreyfingar (og mögulega einhver mix tök, ef viljinn er fyrir hendi)

40m

F.F. Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Járntjaldið WI 4

Leið númer B10.

Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið á snjólínu næstum beint upp í fjallið þar til komið er að bröttum 10 m ísfossi ( hægt er sleppa þeim hluta með því að fara upp til vinstri). Eftir það tekur við snjóbrekka upp að erfiðasta kaflanum. Möguleiki er að komast upp á lítinn stall til að hvíla sig áður en klárað er upp á snjósyllu sem til að gera stans. Þaðan liggur svo leiðin upp til vinstri upp á brún.

Heildarlengdin eru um 65 m en hana mætti stytta í eina spönn með því að príla vinstra megin fram hjá neðsta hlutanum.  Uppi á toppi er ekkert til að tryggja í nema snjór og/eða  mosi.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 10. janúar 2016.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Kertasníkir WI 5+

Kertasníkir er glæsileg leið innst í Flugugili í Brynjudal, um 40m löng.
Leiðin er í vesturhluta gilsins (hægra megin), beint á móti hinum fræga Óríon.

Aðkoma að leiðinni er eins og að Óríón, þ.e. upp botn Flugugils.
Brölt hægra megin í brattri mosabrekku framhjá slæðufossinum miðja leið inn gilið (farið varlega hér!) og upp nokkur stutt og létt íshöft eftir það.
Eftir síðustu íshöftin blasir leiðin við upp til hægri og þarf að fara upp nokkuð bratta (og harða) skriðu upp að leiðinni. Hér er einnig vissara að fara með gát.

Helstu niðurleiðir í boði eru:

  • niður gilið aftur. Farið suður (upp) eftir gilbarminum að botni gilsins og þar niður
    • það getur þurft að niðurklifra nokkur stutt íshöft efst (og svo sömu höft og í aðkomunni)
  • hjá Ýringi. Farið eftir gilbarminum til suðurs (upp) framhjá gilbotninum og haldið áfram til austurs fyrir ofan Óríon og skerið skáhallt norður og niður (austur) niður hlíðina niður að Ýringi. Þar er hægt að klöngrast sæmilega fráum fótum báðu megin við gilið með smá zikk-zakk leikfimi.

NB Leiðin er skráð WI5+ en er mjög breytileg eftir aðstæðum. Getur rokkað frá WI4+ og upp í WI6 eftir ís- og snjómagni.

FF: Jökull Bergmann og Ásmundur Ívarsson (Athuga!! nöfn og ár!!)
Heitir hún ekki örugglega Kertasníkir annars?

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Flugugil
Tegund Ice Climbing

Velkomin á heimasíðu Íslenska Alpaklúbbsins!

Hér gerist meðlimum kleift að nálgast fréttir frá stjórn ÍSALP, umræðuvef meðlima, dagskrá félagsins, upplýsingar um fjallaskála okkar, ársrit, og gagnabanka yfir allar helstu ísklifurleiðir og svæði á Íslandi. Við hvetjum alla notendur til að skrá sínar eigin leiðir í gagnagrunninn! Ítarlegar leiðbeiningar um það og annað er að finna hér!

Athugið að skrá sig sem notenda á vefsíðuna jafngildir ekki því að vera meðlimur ÍSALP. Til að verða fullgildur meðlimur klúbbsins og njóta allra þeirra kjara og fríðinda sem það ber með sér skal senda tölvupóst á stjorn@isalp.is með fullu nafni, heimilsfangi og kennitölu.