Stuttir ísfossar WI 4

Leiðir á svæðinu sem er merkt 19. Myndir óskast

Stuttar ísleiðir. Sumar hverjar mjög brattar og erfiðar. Aðkoma getur verið erfið þar sem áin liggur upp við klettana.

Þessar leiðir er sennilega allar búið að klifra en þeim má endilega gefa nöfn og gráður einum og sér.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Laumuspil WI 5

Leið númer 18. Mynd af leiðinni óskast

180-200 m. 4 spannir.
Neðsta leiðin i aðalveggnum. Hún hefst á íslausu eða íslitlu hafti sem er um 15 m 6 hæð. Þaðan er snjóbrekka yfir að fríhangandi kerti neðst í 50 m háum ísfossi.
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson, 24.feb.1995.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Greenpeace WI 5

Leið númer 17, myndin er af efri hluta leiðarinnar

100 m. 2-3 spannir

Leiðin byrjar í 20 m langri snjóbrekku sem leiðir að 5m háu klettahafti með þaki. þaðan
er önnur 20 m snjóbrekka að 60 m háum lóðréttum
ískafla. Leiðin endar eins og leið nr 15. (Ísalp leiðin)

FF: Hallgrímur Magnússon og Páll Sveinsson, 19. feb.1995.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Sea sheppard WI 5

Leið númer 16, Mynd af leiðinni óskast

100 m. 3 spannir
Leiðin byrjar í greinilegu ísmiklu hafti, þá tekur við snjóbrekka sem liggur upp að klettabelti, um 15 m háu, og þaðan eru 50 m í þunnum ís að 10 m háu kerti. Leiðin endar eins og leið nr 15. (Ísalp leiðin)
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson 19. feb.1995.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Ísalp leiðin WI 4

Leið númer 15.

100 m. 2-3 spannir
Ísstallar með lóðréttum höftum. Þegar leiðinni er lokid Þarf að hliðra eftir syllu í miðjum klettaveggnum. Þessi hliðrun er varasöm og leiðin því ekki ráðleg byrjendum.

FF: Árni Eðvaldsson, Ólafur V. Birgisson og Þorvaldur Þórsson, 4. mars.1995.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Draumaleiðin WI 5+

Uppfært Topo og leiðrétt

Mynd af leiðinni óskast

Leiðin hefur bara verið klifin einu sinni og þá var sigið inn í gilið ofan frá. Leiðin er í hægri hluta Glyms og yrði þá leið 14,5 í númeraröðinni. 200m

Leiðin byrjar á tveimur auðveldum 4. gráðum og síðan tekur við stutt lóðrétt haft upp til hægri á sillu sem er undir þaki. Þarna verður að hliðra til vinstri heila spönn til að komast framhjá þakinu. Síðan tekur við létt brölt upp skoru upp á næstu sillu fyrir ofan og hliðrað síðan aftur til hægri undir næstu spönn. Næsta spönn er um 50m lóðrétt (á köflum aðeins yfirhangandi) og vantaði um 3m í að ísinn næði saman um 1/3 af leiðinni upp haftið. Þarna er hægt að nota bergtryggingar. Þetta íshaft er lang erfiðasti partur leiðarinnar. Þar fyrir ofan tekur við létt snjóbrölt og hliðrun til hægri framhjá hengjum á brúninni. Leiðin endar við áberandi stein(eða klett) sem er þarna frammi á stapa þar sem stoppað er mjög oft til að skoða fossinn.

Leiðin er upp suðurbarm Glymsgils og er nokkurnvegin beint á móti leið sem kallast Hlynur.

Umsögn um frumferðina á þessari leið má finna í Ísalp ársriti frá árinu 2000

FF. Páll Sveinsson og Þorvaldur V. Þórsson, 10. mar. 1999

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Glymur beint af augum WI 5

Leið 14 á mynd

180-200 m. 4 spannir

Leiðin liggur næst Glym upp eftir veggnum, hægra megin við leiðir 12 og 13. Fyrsta spönniner tortryggð vegna úðans frá fossinum. Fyrstu tvær spannirnar eru mjög brattar, við af þeim tekur stutt WI 3 spönn undir lokaveggnum.

FF: Hallgrimur Magnússon, Hörður Magnússon
og Tomas Grønvaldt.

Glymur original fer upp kverkina. Skiptist þar í Glymur origina til vinstri og Glymur allur til hægri. Glymur beint að augum er svo á face-inu hægra megin á myndinni.
Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Fokkaðu þér Ívar, þú ert ekkert búinn með þennan WI 2

Mjög auðveld og aðgengileg leið.

Staðsett í Skaftafelli, hjá bænum Sandaseli, 400m frá gámabúðunum Guantanamo sem Íslenskir fjallaleiðsögumenn reka.

Leiðin fékk gráðuna WI 0/1 og erum við að vinna í að geta skráð leiðina þannig í kerfinu okkar. Þetta er jafnframt, léttasta skráða leiðin á Íslandi í dag.

FF. Sigurður Bjarki Ólafsson, sóló, janúar 2016

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Sandasel
Tegund Ice Climbing

Sótanautur WI 3+

Leið númer B7.

Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið upp snjólínu sem liggur upp undir leiðina en það þarf að brölta smá í lokin til að komast að henni. Leiðin byrjar á nokkuð stífu klifri fyrst (um 15 m) en svo tekur við brött ísbrekka upp til vinstri að loka kaflanum sem  er brattur og skemmtilegur. Heildarlengd leiðar er um 45 m.

Hægt er að nota stakan stein uppi á brún til að tryggja í en mælt er með að nota einhverja aðra tryggingu til vara.

Þessi leið í Gryfjunni fær nafnið Sótanautur og heitir eftir hring einum sem lýst er í Harðar sögu og talinn er vera falinn niðri við Kötlugróf sem stendur beint neðan við þetta svæði.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 17. janúar 2016.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Drjúpandi WI 3

Leið númer B9.

Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið upp snjólínu sem sem  liggur beint upp undir leiðina. Drjúpandi hefst með 10 m ísfossi upp í snjóbrekku sem liggur upp að megin hlutanum. Klifrað er allla leið upp undir klettaveggin þar sem oftast hanga ofan hans myndarlegar regnhlífar og stór grílukerti (sjá mynd). Heildarlengdin er um 50 m.

Frábær leið fyrir byrjendur þar sem hægt er að hliðra til vinstri þar sem leiðin er léttari. En síga þarf á ís niður úr þessari leið.

Þessi leið hefur örugglega oft verið klifin og samkvæmt Múlafjalls-topo fær þetta svæði nafnið Gryfjan.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 17. janúar 2016.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Ljótur piltur WI 3+

Leið númer B11.

Leiðin liggur upp kverk, um 200 metra austan við Íste.

Byrjunin er 5m lóðréttur ís, sem leiðir upp í stöllóttan ís og mosa upp í kvilft. Þaðan eru nokkrir möguleikar um áframhald, en leiðin fylgir mjórri ræmu eftir vinstri veggnum, sem liggur upp í gegnum þrönga skoru (um meters breið), og þaðan upp á topp.

Líkamlega ekki krefjandi leið, en býður upp á nokkrar skemmtilegar hreyfingar (og mögulega einhver mix tök, ef viljinn er fyrir hendi)

40m

F.F. Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Járntjaldið WI 4

Leið númer B10.

Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið á snjólínu næstum beint upp í fjallið þar til komið er að bröttum 10 m ísfossi ( hægt er sleppa þeim hluta með því að fara upp til vinstri). Eftir það tekur við snjóbrekka upp að erfiðasta kaflanum. Möguleiki er að komast upp á lítinn stall til að hvíla sig áður en klárað er upp á snjósyllu sem til að gera stans. Þaðan liggur svo leiðin upp til vinstri upp á brún.

Heildarlengdin eru um 65 m en hana mætti stytta í eina spönn með því að príla vinstra megin fram hjá neðsta hlutanum.  Uppi á toppi er ekkert til að tryggja í nema snjór og/eða  mosi.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 10. janúar 2016.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Kertasníkir WI 5+

Kertasníkir er glæsileg leið innst í Flugugili í Brynjudal, um 40m löng.
Leiðin er í vesturhluta gilsins (hægra megin), beint á móti hinum fræga Óríon.

Aðkoma að leiðinni er eins og að Óríón, þ.e. upp botn Flugugils.
Brölt hægra megin í brattri mosabrekku framhjá slæðufossinum miðja leið inn gilið (farið varlega hér!) og upp nokkur stutt og létt íshöft eftir það.
Eftir síðustu íshöftin blasir leiðin við upp til hægri og þarf að fara upp nokkuð bratta (og harða) skriðu upp að leiðinni. Hér er einnig vissara að fara með gát.

Helstu niðurleiðir í boði eru:

  • niður gilið aftur. Farið suður (upp) eftir gilbarminum að botni gilsins og þar niður
    • það getur þurft að niðurklifra nokkur stutt íshöft efst (og svo sömu höft og í aðkomunni)
  • hjá Ýringi. Farið eftir gilbarminum til suðurs (upp) framhjá gilbotninum og haldið áfram til austurs fyrir ofan Óríon og skerið skáhallt norður og niður (austur) niður hlíðina niður að Ýringi. Þar er hægt að klöngrast sæmilega fráum fótum báðu megin við gilið með smá zikk-zakk leikfimi.

NB Leiðin er skráð WI5+ en er mjög breytileg eftir aðstæðum. Getur rokkað frá WI4+ og upp í WI6 eftir ís- og snjómagni.

FF: Jökull Bergmann og Ásmundur Ívarsson (Athuga!! nöfn og ár!!)
Heitir hún ekki örugglega Kertasníkir annars?

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Flugugil
Tegund Ice Climbing

Velkomin á heimasíðu Íslenska Alpaklúbbsins!

Hér gerist meðlimum kleift að nálgast fréttir frá stjórn ÍSALP, umræðuvef meðlima, dagskrá félagsins, upplýsingar um fjallaskála okkar, ársrit, og gagnabanka yfir allar helstu ísklifurleiðir og svæði á Íslandi. Við hvetjum alla notendur til að skrá sínar eigin leiðir í gagnagrunninn! Ítarlegar leiðbeiningar um það og annað er að finna hér!

Athugið að skrá sig sem notenda á vefsíðuna jafngildir ekki því að vera meðlimur ÍSALP. Til að verða fullgildur meðlimur klúbbsins og njóta allra þeirra kjara og fríðinda sem það ber með sér skal senda tölvupóst á stjorn@isalp.is með fullu nafni, heimilsfangi og kennitölu.

Tollheimtumaður tízkunnar M 6+

Leið B7 á mynd

Leiðin byrjar uppi á stalli sem auðvelt er að brölta uppá frá hægri (það er hægt að klifra beint upp stallinn en það er frekar furðulegt klifur). Frá stallinum er stefnt beint upp í litla kverk og þaðan í áberandi helli á miðjum veggnum. Þar hliðrast leiðin örlítið til vinstri í 6-7m og svo beint upp í akkerið. Leiðin inniheldur 11 bolta og sigakkeri með hring. Leiðin fékk bráðabirgðagráðuna M6+ en er einhvers staðar á bilinu M6-7 sennilega –  þurfa helst fleiri að klifra hana til að fá staðfestari gráðu.

Þegar leiðin var fyrst farin var góður ísbunki við fyrstu tvo boltana, í hellinum og aðeins í toppinn. Þegar leiðin var skoðuð fyrr í haust var mikill ís í toppnum (en enginn neðar) og gæti verið best að færa sig alveg yfir á hann og tryggja með skrúfum (tvær ættu að duga) ef aðstæður eru þannig. Boltalínan er aðeins vinstri megin við þar sem toppbunkinn myndast.

Fyrst farin 22. des 2015, Jónas G. Sigurðsson og Sigurður Tómas Þórisson (Baldur meitlaði fjóra bolta og Rob, Arnar og Óðinn voru með í að smakka leiðina og pæla fyrr í haust)

 

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Þyrnigerðið
Tegund Mix Climbing

Jólaklifur í Múlafjalli

Jólaklifurdagur Ísalp er orðinn fastur liður klifrarans í jólaundirbúningnum. Á laugardagsmorguninn fylltu Ísalp meðlimir bensínstöðina við Ártúnshöfða, gripu með sér kaffibolla og héldu inn í Hvalfjörð. Litla bílaplanið neðan við Múlafjall var fullt af bílum en þegar mest lét voru bílarnir 21 talsins.

Þrátt fyrir rok var góð stemning í fjallinu og aðstæður nokkuð góðar. Flestir héldu sig í leiðunum í niðurgöngugilinu þar sem ofanvaðslínum frá ÍFLM var komið fyrir og byrjendur fengu að spreyta sig. Aðrir héldu í önnur svæði í fjallinu en hópar klifruðu bæði Rísanda og Stíganda

Talið er að milli 40 og 50 manns hafi látið sjá sig á laugardaginn sem verður að teljast mjög góð mæting. Sérstaklega var gaman að sjá hve margar stelpur mættu.

Um kvöldið fjölmenntu Ísalp meðlimir á Sólón í útgáfupartí til að fagna nýju ársriti Ísalp. Ársritið fékk góðar viðtökur og þótti einkar glæsilegt.

Íslenski Alpaklúbburin þakkar öllum sem mættu.

Píkan WI 3

Betri mynd óskast.

Leiðin er staðsett í Stigagili í Reykjafjalli við Hveragerði

Á myndinni eru bláu línurnar keyrsluleiðir og rauðir hringir eru klifurleiðir. Leiðin sem er merkt inn norðar á myndinni er Píkan

Skarphéðinn og Ívar skrifuðu grein sem birtist í ársriti Ísalp 2007 sem mynnist á þessa leið. Klausan um greinina hljómar svo:

,,Sprungan“ ofan vid Hveragerdi í hlíðinni austan vid Hveragerði er ad finna fyrirtaks byrjendaleið med þægilegri aðkomu. Ekki vitum við í ritnefnd til þess ad hún beri skráð nafn en höfum heyrt talað um hana sem ,,Sprunguna“. Stingum við hér med upp á ad það nafn verði viðhaft um leiðina héreftir. Best er ad aka upp ad Garðyrkjuskála Ríkisins og leggja í nágrenni við  hann. Eftir það er gengið upp með augljósum lækjarfarvegi í fjallshlíðinni. Efst í farveginum er fossinn. Hægt er að sjá móta fyrir læknum og fossinum þegar ekið er niður Kambana. Fossinn er um 40-50m langur, 3. gráðu. Ef hann er á annað borð frosinn ætti ísinn að vera auðtryggjanlegur þó að hann geti verið morkinn efst. Í miklu fannfergi má gera ráð fyrir að efsti hlutinn sé
eingöngu snjór. ,,Sprungan’ nær aldrei 90° og eru fyrstu metrarnir brattastir. Leiðin liggur upp þröngt gil og endar í brattri brekku þar fyrir ofan. Hún er nánast alltaf opin i neðsta hlutanum og eykur það á skemmtanagildi klifursins og kallar á örlitla útsjónarsemi. Þessi foss býður upp á mjög skemmtilegt kvöldklifur. Hann er ekki of langur, aðgengi er gott og lýsingin frá gróðurhúsabænum nýtist vel. Fyrir þá sem enn þyrstir í klifur eftir þennan foss er hægt ad labba eftir brúninni í norður (inn dalinn) og þá er fljótlega komið að öðrum fossi sem annars er hulinn sjónum frá flestum áttum. Þessi foss fellur frjálst í um 2-10m og ætti að geta verið skemmtilegt
viðfangsefni í ofanvað fyrir byrjendur.

Klifursvæði Árnessýsla
Svæði Hveragerði
Tegund Ice Climbing

Árnessýsla

Undir Árnessýslu falla nokkur svæði með stökum eða fáum leiðum. Helstu svæði innan Árnessýslu eru

Hveragerði

Í nágrenni Hveragerðis eru ágætis byrjendavænar leiðir með stuttri aðkomu. Í ársriti klúbbsins frá 2007 er mynnst á eina klassíska leið þar.

Ingólfsfjall

Í Ingólfsfjalli er allt fullt af alskonar giljum og skorningum, hellingur af viðfangsefnum þar. Einnig er bergið þar bara ágætt á íslenskan mælikvarða.

Rauðsgil í Reyholtsdal

Fyrir miðjum Reykholtsdal sunnanverðum liggur Rauðsgil. Eftir gilinu sjálfu rennur Rauðsgilsá, sem líklega er það vatnsmikil að ekki myndist í henni klifranlegir ísfossar nema hugsanlega í allra mestu frostaköflum. Allmargir fossar og fallegir stallar eru í ánni. Aftur á móti koma á nokkrum stöðum fram mýrarlækir í jöðrum gilsins og mynda klifranlega fossa. Tvær leiðir hafa verið klifraðar í austur vegg gilsins og ein í vesturvegg þess. Leiðirnar austan megin eru eiginlega bara sitthvor lænan upp sama mýrarlækinn en voru hvor um sig leidd hlið við hlið. Aðkoma að gilinu er auðveld upp með því hvoru megin sem klifra skal (erfitt getur verið að komast yfir ána í gilinu þó að dæmi séu þess að það hafi tekist næstum þurrum fótum). Síga þarf af brúninni niður að upphafi leiðanna. Tryggingar á brúninni eru erfiðar beggja megin og gott að vera með vörtusvín, drive inn, spectrur, auka axir eða annan búnað sem hentar vel í gras og mold. Í gilinu eru ekki eru margar aðrar augljósar áhugaverðar línur en þessar, nema að menn séu í leit eftir þunnum ósamfelldum ís og heldur lélegu grjóti þess á milli. Staðsetning leiðanna er u.þ.b.
N64°38.946‘
V21°12.426‘
(64.6491°, -21.2071°).

-…

Mikið er enn af óklifruðum eða ófundnum leiðum á svæðinu.

Nálarraufin WI 4+

Leið númer 10 á mynd

Leiðin liggur upp þrönga skoru um 200 metrum vestan við Tvíburagil.

Um hálf línulengd í þröngum skorsteini sem býður upp á skemmtilegt og tæknilegt klifur. Seinni hluti skorsteinsins er lóðréttur en hægt er að stemma milli veggjanna. Skorsteinninn er rúmir 2 metrar á breidd neðst en þrengist þegar ofar dregur. Við tekur um 20m létt klifur upp snjóbrekku í steina sem hægt er að byggja akkeri í. Samtals tæpir 60m.

Mögulegt að tryggja að hluta með dóti fyrir útsjónarsama en bergið er þó nokkuð lokað.

FF.: Arnar Þór og Rafn Emilssynir

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar - Lykkjufall
Tegund Ice Climbing