Icesave WI 3

Staðsetning:
Austanverð Kjós (sjá neðar)

FF: Sveinn Fr. Sveinsson (Sissi), Freyr Ingi Björnsson, Brynjúlfur Jónatansson.

Lýsing leiðar:
4 spannir: 50 metrar upp að gilinu / 55 m. /40 m. / 60 m. (íslaust að hluta).

Aðkoma að leiðum í austanverðri Kjós
Ekið eftir Þingvallavegi, beygt til norðurs inn á Kjósarskarðsveg (48), beygt til austurs við afleggjara að Hækingsdal, Hlíðarás og Klörustöðum. Beygt til hægri, yfir litla brú (lokað með stöng sem er ólæst, munið að loka henni aftur), að sumarbústöðunum (þar er gengið að Ásláki), áfram ógreinilegan slóða með hlíðinni þar til komið er að mjög þröngu og löngu gili með greinilegri íslínu, Icesave. Hlíðin heitir Grenihlíð og gilið hugsanlega Ketilsskora. Ef ekið er áfram er komið að Hrynjanda.

Nánari lýsing
Þægilegt klifur, hentug leið til að sýna byrjendum réttu handtökin eða stíga fyrstu spor í fjölspannaklifri, létt brölt með 3 gr. höftum inn á milli. Fyrstu 3 spannirnar eru mestmegnis í ís en þar sem gilið er þröngt er þunnt á köflum og hægt að notast við mosa og berg af og til. Fjórða spönn hófst á íshafti, síðan brölt upp íslausan kafla og smá ís upp á brún.

Leiðin var frumfarin nokkrum mínútum eftir að forseti Íslands neitaði að skrifa undir Icesave lögin hin síðari og þótti nafnið því við hæfi.

Niðurleið
Gengum niður norðan við leiðina, það er líklega hentugast. Skemmtileg ævintýraleið, flottur karakter og umhverfi.

Klifursvæði Kjós
Svæði Grenihlíð
Tegund Ice Climbing

Nábítur M 4

Mynd óskast

Alveg nyrst í Búlandshöfðanum fyrir vestan Búlandsgil, uppi í miðju dökku klettabelti. Ís er í neðri hlutanum en síðustu 20 metrarnir voru íslausir.

FF. Mattías Sigurðsson og Atli Þór Þorgeirsson, febrúar 1998, lengd 2 spannir

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Búlandshöfði
Tegund Mix Climbing

Dordingull WI 5

Leið númer 1.

Lengd 50 m. Fyrsta leið rétt vestan megin við fossinn (Fossinn sjálfur er ófarinn). Leiðin liggur upp lóðrétt þil um 10-12 m og síðan upp um 20 m af WI 3 brölti. Þar tekur við 10-12 m kerti og siðan sylla. Fyrir ofan sylluna er ísþak, regnhlífl og svo annað þak þar fyrir ofan. Þegar þetta þak var klifrað fór Páll i gegnum þröngt gat og upp á brún.

FF: Páll Sveinsson, Þorvaldur Þórsson og Helgi Borg Jóhannsson i febrúar 1998.

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Búlandshöfði
Tegund Ice Climbing

Stjörnuhrap WI 4+

Mynd og nánari staðsetning óskast.

Naustahvilft sem er skálin fyrir ofan flugvöll þeirra ísfirðinga og fóru þeir eina leið sunnan megin í hvilftinni og var hún 3 spannir og gráðaðist WI 4 – 4+.

Ísalp grunar að það séu fleiri línur sem hafi verið klifraðar í Naustahvilft, leynir einhver á upplýsingum um þær?

FF: Rúnar Óli Karlsson, Hlynur Guðmundsson og Eiríkur Gíslason 11. janúar 1998

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Naustahvilft
Tegund Ice Climbing

Stúfur WI 3

Mynd óskast

Í fjallinu beint fyrir ofan Hvammsvík í Hvalfirði. Leiðin er mest áberandi íslænan þarna í fjallinu og samanstendur af tveimur megin íshöftum og léttara brölti á milli.

FF: Guðmundur Helgi Christensen og Jökull Bergmann, 1. nóvember 1998.  70 m

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Reynivallaháls
Tegund Ice Climbing

Stolinn draumur M 6

Leiðin er næsta leið til vinstri við leið númer 2. (Spönnin)

30m löng, nær lóðrétt, WI 5 bæði hægra og vinstra afbryggði. Leiðin kemur upp í smá þak áður en hún endar á íslausri og nærri lóðréttri rennu, M6

FF: 14. febrúar 1999, Páll Sveinsson og Guðjón Snær Steindórsson

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Mixed Climbing

Gvendur níski WI 3

Mynd óskast

Þegar er ekið er áleiðis til Þorlákshafnar frá Hveragerði eru réttirnar á hægri hönd, rétt neðan við hringtorgið hér við Hveragerði.

Fyrir ofan Ölfusréttir utan í Hellisheiði í Árnessýslu þann 27. desember 1998. Leiðin liggur fyrir ofan bratta ísbrekku en þar er 10 m hátt ísþil með lóðréttum kafla efst. Þar tekur síðan við mosabrekka. Leiðin er um 50 m,

FF: Einar R. Sigurðsson og Bárður Arnason

 

Klifursvæði Árnessýsla
Svæði Hveragerði
Tegund Ice Climbing

Óþekkti maðurinn WI 4+

Mynd af leiðinni óskast

Guðmundur Helgi, Einar Ísfeld Steinarsson hinn broddalausi og Páll Sveinsson, sem hefur verið aðeins lengur í bransanum en Helgi, fóru nýja þriggja spanna leið i Fagraskógarfjalli í Hítardal veturinn 2002. Fyrstu tvær spannirnar eru at WI 4 en seinasta spönnin WI 4+

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Hítardalur
Tegund Ice Climbing

Pimm WI 5

Nánari staðstetning óskast, leiðin er sennilega hægra megin á myndinni…

2-3 spannir, Wl 5, 24 febrúar 2002. Jón Haukur Steingrímsson og Arnar Emilsson.

Leiðin er einna innst i hliðinni af þeim stóru leiðum sem þarna eru í boði. Fyrsta spönn er tæplega 60 m löng á stórum og mjög samfelldum ísfleka. Lítið er hægt að hvíla í þessari spönn
sem leynir verulega á sér sökum lengdar og heildar bratta. Þar fyrir ofan eru nokkur stutt og þægileg íshöft áleiðis upp hlíðina.

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Lómagnúpur
Tegund Ice Climbing

Sónata WI 4

Súlan lengst til hægri á mynd

Í maí 2006 fóru þeir Rúnar ÓIi Karlsson og
Eiríkur Gíslason nýja leið i Kálfadal Í Óshlíð.
Leiðin heitir Sónata, var farin i tveimur spönnum
og er ca. 40 m löng.

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Óshlíð
Tegund Ice Climbing

Fálkafoss WI 4

Mynd óskast

Í janúar 2011 fóru Róbert Halldórsson, Jökull Bergmann, Guðmundur Tómasson og Freyr lngi Björnsson í ískönnunarleiðangur austur á firði. Klifraðar voru þrjár nýjar leiðir í Víðivallagerðishömrum austan megin í Suðurdal sem er inn af Fljótsdal. Þar er að finna yfir 30 línur, og annað eins í hlíðinni á móti. Keyrt er inn dalinn og um 15-20 mín lengra en vegurinn upp á Kárahnjúka.

Stefnan var svo tekin á Strútsfoss inn af Villingadal (fyrir botni Suðurdals) sem leit vel út af myndum af dæma en þegar komið var inn i gilið var fossinn ekki i nægjanlega gódum aðstæðum fyrir þeirra litlu hjörtu. Var í staðinn klifruð leið innst i gilinu hægra megin við Strútsfoss og fékk hin nafnid Fálkafoss – Wl4, 270m, 7-8 hoft.

Klifursvæði Fljótsdalshérað
Svæði Suðurdalur
Tegund Ice Climbing

Riffilhlaupið WI 5

Mynd óskast

Í janúar 2011 fóru Róbert Halldórsson, Jökull Bergmann, Guðmundur Tómasson og Freyr lngi Björnsson í ískönnunarleiðangur austur á firði. Klifraðar voru þrjár nýjar leiðir í Víðivallagerðishömrum austan megin í Suðurdal sem er inn af Fljótsdal. Þar er að finna yfir 30 línur, og annað eins í hlíðinni á móti. Keyrt er inn dalinn og um 15-20 mín lengra en vegurinn upp á Kárahnjúka.

Leiðin er hægra megin við breitt ísþil lengst
til vinstri í klettunum. Afar mjótt kerti.

FF: Róbert, Freyr og Jökull

Klifursvæði Fljótsdalshérað
Svæði Suðurdalur
Tegund Ice Climbing