Amma dreki WI 5+

Hægri leiðin á myndinni

Brattur og tæknilegur. Stoppuðum í efsta bunkanum þar sem það var síðasti séns til að koma fyrir tryggingu. (Sem betur fer fannst góður ís þar sem dugði í megintryggingu)

Sögur herma að þetta hafi verið klifrað í fornöld, engar heimildir eru til um það

FF: Freyr Ingi Björnsson, Eyvindur Þorsteinsson og Eyþór Björgvinsson, 6. febrúar 2018, WI 5+

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Seljalandsfoss
Tegund Ice Climbing

Bjarta hliðin WI 6

Leiðin er skráð sem fyrsta P6 leiðin á Íslandi. P6 gráðan kemur frá því að Palli notaði lengi vel ekki WI 6 gráðuna, lét skalan bara enda í WI 5.

Eftirfarandi ummæli hafa fallið um leiðina

Siggi Tommi: Ja, hvernig á að meta P6 annars?
Þetta var alla vega alveg óheyrilega yfirhangandi og tæknilegt nánast alla leið.
Fyrsta spönnin var sú allra erfiðasta sem ég hef klifrað (mun erfiðari en fyrsta spönnin í Stekkjastaur á Festivalinu í fyrra en Albert og co. sögðu hana vera WI6) og fær Robsterinn stórt prik fyrir að leiða hana svona glæsilega.
Önnur spönnin var aðeins skárri, „bara“ létt í fangið fyrri partinn og svo lúmskt erfitt lóðrétt restina eftir hliðrun undir tjaldi. Erfiðari en flestar 5. gráður sem ég hef prófað og prýðilega leitt hjá Hr. R.
Þriðja spönnin var svo meira hressandi en leit út fyrir með tveimur 5m létt slúttandi höftum og rest aðeins skárri (samtals 25m brattur ís) og svo 25m skrölt upp fyrir brún. Nokkuð hressandi leiðsla fyrir mig en ætli hún hafi ekki verið svona temmileg WI5 (ætli það sé ekki ca. P3? :)
Var Palli búinn að gráða þessa leið annars?

Palli: Til hamingju félagar.

P gráða er gríngráða sem festist á mig þar sem ég gráðaði aldrei hærra er 5. Bjarata hliðin er WI6 en ég hún fékk P til að halda gríninu á lífi.

Neðri hluti leiðarinnar leit út fyrir að vera svipaður og þegar ég fór hana en efrihlutinn leit út fyrir að vera mun erfiðari en um árið.

Þetta gerist nú ekki mikið erfiðar ef þetta á að kallast ísklifur á annað borð.

FF: Palli Sveins og …

 

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing

Butter and Onions WI 5+

Leiðin er hægri línan á myndinni

Butter And Onions 50M WI5+

It is located on the arête to the left of Lust and about 50 meters to the right of Lost In Iceland. It is an awkward route that follows two different columns. The upper column is very awkward and over hanging. Super fun but steep climbing

Hinu megin við rifið sem skagar út, hægra megin við hægri leiðina, er leiðin Girnd

FA: Wes Bender, Shawn Morgan 2-Feb-2016

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Stekkjastaur
Tegund Ice Climbing

Lost in Iceland WI 5+

Leiðin er vinstri línan á myndinni

Lost In Iceland 130M WI5+

It is located 100 meters right of Stekkjastaur. It starts as a 50 meter WI5+ climbing on vertical to over hanging ice to a hanging belay due to no anchor ice on flatter ground. Then a 50 meter snow slope leading to a final 30 meter WI3+
Hinu megin við rifið sem skagar út, hægra megin við hægri leiðina, er leiðin Girnd

FF: Wes Bender, Shawn Morgan 1-Feb-2016

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Girnd
Tegund Ice Climbing

Skráning á Ísklifurfestival 12.-14.feb hafin

 

Mynd: Arnar Emilsson
Mynd: Arnar Emilsson

Ísklifurfestival klúbbsins verður haldið í Kaldakinn. Skráning er hafin og fer fram á þessum umræðuþræði. Þar koma einnig fram verð fyrir gistingu og mat. Við mælumst til þess að fólk skrái sig sem fyrst svo staðarhaldarar geti undirbúið sig sem best. Eins og alltaf munu aðstæður á endanum ráða hvort af festivalinu verður. Skráningin gildir því með þeim fyrirvara að að festivalinu verði.

Verði aðstæður óhagstæðar verður fundinn annnar staður með stuttum fyrirvara.

Tóti Afi WI 3

Leið númer B5.

Austarlega í Kötlugróf liggur lítið þröngt gil með skemmtilegri ísleið. Leiðin er afar breytileg eftir því hve mikill ís er í henni og getur efri hluti hennar orðið mjög krefjandi. Í efri hluta hennar getur myndast myndarleg regnhlíf sem getur verið erfið viðureignar þar sem hún skoðarst af klettunum sem veita nær engar fótfestur. Það getur því þurft að hífa sig upp á öxunum einum á þessum kafla og þá hækkar gráða leiðarinnar.
Um miðbik leiðarinnar getur verið fínt að tryggja með einum vin í áberandi sprungu og einnig getur verið gott að hafa 1-2 stuttar skrúfur.
Heildarlengd leiðarinnar eru um 40m og ofan hennar er steinn sem má nýta sem tryggingu en þó er réttast að tryggja í sæti. Stóra gilið austan við Kötlugróf hentar vel til niðurgöngu .

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 30. janúar 2016.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Dúna Amma WI 3

Leið númer B1.

Austast í Kötlugróf liggur mjög fín ísleið með þægilegri aðkomu miðað við Múlafjall. Einfaldast er að stefna upp í stóra gilið sem skilur að Kötlugróf og Hlaðhamra (sjá mynd).

Leiðin er erfiðust fyrstu 20 metrana og þar eftir er nokkuð einfalt að skrölta upp á brún. Lítið er af tryggingum uppi á brún og því má búast við að tryggja þurfi í sæti. Heildarlengd leiðarinnar er um 45 m.

Stóra gilið austan við leiðina hentar vel til niðurgöngu.

F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 30. janúar 2016.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Októberfest WI 4

Mynd: Björgvin Hilmarsson

Leið E á mynd

Syðsta leiðin (lengst til hægri við Birkitréð)

Ísleið c.a. 1/2 km hægra megin við Birkitréð, lengst til hægri af ísleiðunum þarna. Rúmlega tvær spannir. Fyrsta spönn er WI 3 brölt og síðan tekur við 4m lóðrétt íshaft og þar fyrir ofan eru stallar með lóðréttum íshöftum. Leiðin endar í smá þaki á brúninni

FF: Þorvaldur Þórsson og Tomas Gronvaldt 20. október. 1993, tvær spannir.

Klifursvæði Kaldidalur
Svæði Þórisjökull
Tegund Ice Climbing

Skoran WI 4

Leið númer 4 á mynd

Lengst til hægri í breiða Paradísarheimtarþilinu. Fer til hægri og upp í augljósa skoru. Skoran nær að vera í skugga betur en aðrar leiðir undir Eyjafjöllum og er því yfirleitt fyrst í aðstæður

FF: Páll Sveinsson, Guðmundur Helgi Christensen og Hallgrímur Magnússon.

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Paradísarheimt WI 4

Leið númer 2 á mynd

Með klassískari leiðum á Íslandi, þarf talsvert frost í talsverðan tíma til að komast í aðstæður.

Veggurinn snýr í suður og fær því mikið af sól, varist að það er yfirleitt mikil hætta á hruni og það er oftast mikil bleyta í leiðunum

WI 4 – 120m

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Sprettur WI 3

Mynd óskast

Í Hörgárdal við mynni Þorvaldsdals myndast ísfoss í gili sem Syðri Tunguá rennur um. Hann er um 50 m á hæð og um 8 m á breidd og er hægt að velja um leiðir af þriðju til fjórðu gráðu.

FF: Akureyringarnir Óttar Kjartansson, Sigurður Sæmundsson og Ólafur Kjartansson, páskar ’94

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Hörgárdalur
Tegund Ice Climbing

Fyrsta Græjuhorn Ísalp er nú komið út!

Græjuhornið

Nú hefur fyrsta Græjuhornið (í mörg ár) verið gefið út. Í tilefni þess er 25% afsláttur af græjunni, Tikka RXP höfuðljósi og öllum Marmot dúnúlpum í Fjallakofanum til 1. febrúar.

Græjuhornið er „nýr“ liður í starfsemi Ísalp og má reglulega búast við óreglulegum innslögum um græjur sem eru nýjar af nálinni eða óvenjulegar og áhugaverðar af einhverju leiti.

Nýjasta Græjuhornið og forvera þess, tækjahornið, má nú finna á síðunni:

Ísalp->Græjuhornið

Græjuhornið

Stakkur WI 4+

Stakkur
Sunnan megin í Stakkholtsgjá er mjótt
ískerti. Þetta er eitt af þeim fáu sem nær
alveg niður af þeim óteljandi sem hanga
í klettaveggjum víða í gjánni. Leiðin er
50m og 4.-5. gr.

FF.: Dagur Halldórsson og Viðar Hauksson, 11. mars 1995.

Klifursvæði Þórsmörk
Svæði Stakkholtsgjá
Tegund Ice Climbing

Partý WI 4+

Mynd óskast

Í einum af fjölmörgum gilskorningum
Eyjafjalla, vestan við Grýtutind, leynist
hár ísfoss. Hann er breiður neðst en
endar í bröttu kerti með hengju efst.
Leiðin er 80m, 4.-5. gráða.

FF.: Dagur Halldórsson, Viðar Hauksson og Leifur Örn Svavarsson, 11. febrúar 1995.

Klifursvæði Þórsmörk
Svæði Grýtutindur
Tegund Ice Climbing

Vinstri Paradísarheimt WI 4

Leið númer 1

Klifrað var enn eitt afbrigðið af Paradísarheimt, nú lengst til vinstri. Leiðin er svipuð eðlis og hinar. Mikil bleyta var í byrjun annarrar spannar og enginn ís á síðustu 15m sem eru klifraðir í brattri grasbrekku. Leiðin
er 120m og 4. gráða. Það voru þeir Magnús Gunnarsson, Karl Ingólfsson og Páll Sveinsson sem fóru hana. Eyjafjöll, Norðurhliðar

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing

Dreitill þráðbeinn WI 5

Leið númer 5

Klifrað er eftir leið Páls Sveinssonar og Guðmundar Helga fyrstu tvær spannirnar en í þriðju spönn er klifrað beint upp í stað þess að hliðra til hægri. Leiðin er 120m og 5. gr.

FF: Dagur Halldórsson og Kjartan Þorbjörnsson, 29. janúar 1995.

 

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing