Akureyri

Svæðið í kringum Akureyri hentar einstaklega vel til útivistar. Akureyringar hafa príðis góða aðstöðu til að kíkja á skíði, fjallahjól og fjallgöngur. Einnig hafa þeir sportklifursvæðið Munkaþverá og steina til að stunda grjótglímu hingað og þangað í námunda við bæinn.

Í Kjarnaklettum eru nokkrar gamlar dótaklifurleiðir.

Eitthvað hefur verið ísklifrað í kringum bæinn og þá helst í Kjarnaskógi en líka í Munkaþverárgilinu, innar en sportklifurleiðirnar að sjálfsögðu. Svo aðal sectorar Akureyrar eru:

Kjarnaskógur
Þrjú áberandi klettabelti  eru fyrir ofan tjaldsvæðið Hamra. Frá suðri til norðurs eru þetta Langiklettur, Arnarklettur og Krosklettur. Eitthvað er af dótaklifri í Arnarklettum, ber þar helst að nefna leiðina Indjánann sem hefur staðið til að bolta um einhvern tíma sökum þess hve illtryggjanleg hún er. Á veturna myndast ís á vissum stöðum í Langaklett sem heimamenn, sem og aðrir hafa nýtt til ís- og mixklifurs.

  1. Kaldi – M7
  2. Ónefnd – WI 4?
  3. Ónefnd – WI 3?

Glerárgljúfur
Langt og fjölbreytt gil. Mis djúpt en á nokkrum stöðum eru allt að 60m klettar. Mikilfenglegt og hrikalegt gjúlfur og mjög stutt frá bænum.

  1. Mellufær á Glerá – WI 5 

Smábátahöfnin
Lágir klettar við smábátahöfnina inni á Akureyri. Oft verða klettarnir að samfelldu ísþili og því verður erfiðara að greina á milli leiða. Þetta svæði hentar einstaklega vel til ísklifuræfinga og kennslu auk þess að vera mjög aðgengilegt fyrir skottúr eftir vinnu.

  1. Bryggjuball – WI 2/3
  2. Duggi dugg – WI 2/3
  3. Hálfaaldan – WI 2/3
  4. Rúmsjór – WI 2/3
  5. Trausti – WI 2/3
  6. Bryggjupollinn – WI 2

Munkaþverá
Innst í Munkaþverárgilinu, ofan við brúna myndast einhver ís á veggjunum yfir áni. Hér hefur lítillega verið mixklifrað í toprope.

Vaðlaheiði
Ein leið skráð eins og er, Tönnin. Líklega leynast fleiri leiðir á Vaðlaheiðinni

  1. Tönnin – WI 3+

Svikinn um bjór WI 4

Leið númer B17.

Fyrsta ísleiðin hægra (vestan) megin við Fimm í fötu.

Hægt er að klifra upp úr leiðinni til vinstri eða hægri.

Leiðin fær nafnið „Svikinn um bjór“ til heiðurs allra þeirra sem hafa verið og verða sviknir af Palla Sveins um ókomna tíð um Fimm í fötu.

Þessi leið hefur eflaust verið margoft klifruð áður. Ef hún á sér nafn þá má endilega setja rétt nafn hér inn.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Heimsókn frá Alpakúbbi Písa í febrúar

Í febrúar eiga ÍSALParar von á heimsókn frá fjórum Ítölum, sem eru meðlimir í Alpaklúbbi Písa.
Þessi heimsókn er fyrsti liðurinn í samstarfi klúbbanna tveggja og standa væntingar til þess að heimsóknir verði framvegis árlegar, þ.e. að við hýsum hóp annað hvert ár og sendum svo hóp hitt árið til Písa.

Ítalskt ísklifur. Mynd: Jonathan Griffith
Ítalskt ísklifur. Mynd: Jonathan Griffith

Þann sjötta febrúar koma til landsins hinir galvösku Giovanni, Vitaliano, Mauro og Fransesco og verða þeir hér á landi til 13.febrúar og taka meðal annars þátt í Ísklifurfestivali klúbbsins.

Við vonumst til að þeir kynnist félögum úr klúbbnum vel og myndi tengls við ÍSALPara sem skilja eitthvað eftir sig. Þess vegna óskum við eftir þátttöku félagsmanna í að gera dvöl þeirra hér sem eftirminnilegasta.

Í fyrsta lagi vantar okkur gistingu fyrir þá (það er ekki skilyrði að þeir gisti allir á sama stað).
Búið er að redda gistingu fyrir kappana 7.-12.febrúar, en enn vantar gistingu fyrstu og síðustu nóttina, þ.e. mánudaginn 6.febrúar og sunnudaginn 12.febrúar.

Í öðru lagi vantar okkur klifurfélaga fyrir þá, a.m.k. þriðjudaginn 7.feb og miðvikudaginn 8.feb. Ef til vill fimmtudaginn 9.feb líka, en það veltur á því hversu snemma þeir vilja fara austur á festivalið.

Í þriðja lagi óskum við eftir fólki sem er til í að bjóða þeim í mat, morgunmat eða kvöldmat einhvern dag vikunnar eða sýna þeim miðbæinn eða annað áhugavert í Reykjavík að kvöldi 7. og 8. febrúar.

Á næsta ári sendum við hóp til Písa og umsóknir þeirra sem leggja verkefninu lið hér heima ganga fyrir.

Endilega setjið ykkur í samband við stjórn ef þið getið lagt eitthvað af mörkum, hvort sem það er lítið eða mikið. Einnig má hafa beint samband við Helga í gegnum Feisbúkk eða tölvupóst (helgidvergur hjá gmail)

Lucie Hrozová Fyrirlestur!

Lucie Hrozova

Lucie Hrozová er stödd á landinu um þessar mundir og hefur boðist til að halda fyrir okkur stutta tölu og myndasýningu um það sem hún hefur verið að bauka hér og síðustu ár.

Fyrir þá sem hafa ekki heyrt hennar getið þá er Lucie einn færasti mix klifrari í heimi. Einna þekktustu fyrir að hafa frumfarið leiðina Saphira M15- í fyrra vor. Saphira er ein erfiðasta mixleið í bandaríkjunum og ein sú erfiðasta í heimi. Áður hefur hún farið Mustang P-51 (í fyrsta go’i), unnið Ouray mix klifur keppnina og tók þriðju uppferð ever á Ironman M14+.
Þetta er vægast sagt einn færasti klifrari heims og því ætti enginn að láta þetta tækifæri framhjá sér fara.

Hér má sjá hana frumfara Saphira.
https://www.youtube.com/watch?v=RXDEYw-Ccp0

Hrútskýring WI 4+

Leið númer 66b. á mynd

70m, tvær spannir, 110m ef snjóbrekku upp að hengju er bætt við.
Fyrsta spönn byrjar á nokkuð þægilegu klifri upp á litla snjósyllu, þaðan tekur við nokkuð bratt og samfellt klifur. Næsta spönn er aðeins strembnari en með ágætis hvíldum inn á milli.

Orð ársins 2016 er orðið hrútskýring. Orðið var valið í samkeppni sem Ríkisútvarpið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Mímir – félag stúdenta í íslenskum fræðum stóðu fyrir. Úrslit keppninar voru  kynnt sama dag og leiðin var frumfarin.
Orðið hrútskýring er íslenskun á enska nýyrðinu mansplaining. Orðið lýsir því þegar að karlmaður útskýrir eitthvað fyrir kvennmanni á yfirlætisfullan eða lítilækkandi máta.
http://www.ruv.is/frett/ord-arsins-2016-hrutskyring?qt-sarpur_frontpage=3

FA: Jónas G. Sigurðsson og Bjartur Týr Ólafsson 6. jan 2017.

Klifursvæði Esja
Svæði Hrútadalur
Tegund Ice Climbing

Hvítur refur WI 5

Leið númer 66a. á mynd

110m, 3 spannir, fyrst þægileg WI 4 upp í snjóbrekku og þægilegan stans, svo tekur við WI 5- spönn, fyrst þunnt kerti sem nær sennilega ekki alltaf niður og svo aðeins feitara kerti sem er samt ekki svo feitt. Síðasta spönn upp að hengju er WI 4 eins og fyrsta spönn.
Frumferðar teymið sá ref hlaupa um dalinn á leiðinni upp að ísnum og fékk leiðin nafn til að tengja við dalinn.
FF: Matteo Meucci and Lorenzo Mazzotta 06. jan 2017
Klifursvæði Esja
Svæði Hrútadalur
Tegund Ice Climbing

Ísklifurfestival Ísalp 2017

Sæl öll sömul og gleðilegt nýtt ár.
Við viljum byrja árið á að tilkynna að festivalið verður
aðra helgina í febrúar (10.-12.), þannig að þið getið tekið frá dagana fyrir þessa dúndur klifurhelgi.
Við höldum hringferðinni um landið áfram, og stefnan er tekin á Austurland. Nákvæm staðsetning, verð og frekari upplýsingar verða kynntar mjög fljótlega.granni-thjorsardal-23-11-7

(English) Alþjóðlegur klifurfundur BMC í maí 2017

Þessi grein er ekki til á íslensku. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Jon Garside tók myndina
Jon Garside tók myndina

Alpaklúbburinn styrkir tvo meðlimi til þátttöku í Klifurviku British Mountaineering Council 13.-20.maí 2017. Við höfum pláss fyrir einn strák og eina stelpu og þurfa umsækjendur að vera vanir að leiða dótaklifur.

https://www.thebmc.co.uk/bmc-international-meets

Klifrað verður í Bosigran: Sjávarhömrum úr graníti í Cornwall.
https://www.thebmc.co.uk/cornish-sea-cliff-climbing-join-the-bmc-international-meet-2017

Styrkur er 50.000 kr./umsækjanda.

Endilega sendið umsóknir á stjorn hja isalp . is.

BÍS hittingur og útgáfupartý

Það verður BÍS hittingur í klifurhúsinu á klukkan 17:00. Við erum búnir að setja upp nokkrar nýjar leiðir og vonandi verða drumbarnir settir upp. Smá sárabót fyrst að jólakliffrið verður ekki.

Svo verður að sjálfsögðu magnað útgáfupartý nýja ársritsins klukkan 20:00 á efri hæð kaffi Sólon.

Sjá nánar á facebook viðburði hér.

Frá BÍS móti 2013. Mynd tekin af www.klifurhusid.is
Frá BÍS móti 2013.
Mynd tekin af www.klifurhusid.is

(English) Ísklifurnámskeið

Þessi grein er ekki til á íslensku. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Í síðustu viku stóð ÍSALP fyrir ísklifurnámskeiði fyrir byrjendur. Vel var mætt á námskeiðið, 14 manns á miðvikudagskvöldið og 10 manns á laugardeginu.

Á miðvikudagskvöldinu var farið í gegnum ýmis tæknileg atriðið í klifurhúsinu og á laugardeginum var farið á Sólheimajökul.

Leiðbeinandinn á námskeiðinu var Matteo Meucci og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá laugardeginum

Byrjendanámskeið í ísklifri

bjoggi_isklifur

Íslenski Alpaklúbburinn býður meðlimum upp á frítt byrjendanámskeið í ísklifri næstu viku. Námskeiðið verður tveir dagar: Miðvikudagskvöldið 7.des kl. 20.00 í Klifurhúsinu (innanhúss) og síðan laugardagur 10.des eða sunnudagur 11.des eftir aðstæðum. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins er Matteo Meucci .

Farið verður yfir grundvallaratriði í ísklifri og þátttakendum gefinn kostur á að spreyta sig á sportinu undir leiðsögn reyndra klifrara.

Þátttakendur þurfa að mæta með sinn eigin búnað: ísaxir, belti, hjálm, stífa skó og klifurbrodda, tryggingatól og læsta karabínu.

Takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðinu og fer skráning fram í gegnum tölvupóst stjórnar Alpaklúbbsins (stjorn @ isalp . is). Við svörum um hæl og staðfestum skráningu.

Það er ekki of seint að skrá sig í klúbbinn og taka þátt.

Vinamissir

Græn leið á mynd

Leiðin byrjar á að fylgja „Beinu brautinni“ (Rauð) en fer svo eitt gil til hægri nær toppnum. Aðkoman er í kringum sjö tímar frá Svínafellsjökli.

Leiðin er nefnd eftir vinum frumfarenda sem hafa farið á einn eða annan hátt

FF Bjartur Týr Ólafsson, Þorsteinn Cameron og Matteo Meucci
15-10-2016
WI3 180m D

Matteo on the approach slopes
Matteo on the approach slopes
Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hvannadalshnjúkur
Tegund Alpine

Myndbönd

Chinese hoax M 6+

Leið númer B16.

Tvær spannir, fyrri sennilega í kringum M 5 og sú seinni stífari, í kringum M 6/+.

Fyrri spönnin eltir augljósa sprungu utan á nefinu sem skagar út, rétt hægramegin við Fimm í fötu (2) og eru fyrstu tveir metrarnir stífastir. Eftir um 20m af klifri lendir maður á syllu þar sem þægilegt er að gera stans. Seinni spönnin byrjar á að fara upp aðeins hægramegin við stansinn og að augljósri súlu sem lýtur út fyrir að vera laus. Þessi drjóli er samt sem áður nokkuð fastur í bili, sennilega margt annað sem fer niður á undan. Eftir þann kafla er augljós hliðrun yfir slabb með augjóst þak aðeins fyrir ofan. Í lok hliðrunarinnar vippar maður sér í mjög víða sprungu sem er krúxið í allri leiðinni. Mjög snúið er að beita sér í sprungunni, bæði að koma öxum almennilega fyrir og að stíga inn í sprunguna eða reyna að ná hné aðeins inn. Best væri að vera með camalot af stærð 5 til að tryggja þann hluta, 4 gæti mögulega dugað líka. Eftir ca 3m af þessari víðu sprungu tekur við léttara klifur, augljósari grip fyrir axir og brodda en hornið sem maður er inni í er mjög „flared“ og er klifrið áfram snúið upp á topp þó svo að það sé léttara.

Leiðin var frumfarin í dótaklifurs onsight, en planið er að setja eitthvað af boltum í hana. Mikið var af lausu bergi í frumferðinni en stórum hluta var hent niður og ætti leiðin því að vera orðin þokkalega laus við mestu hætturnar.

Nafnið er tilvísun í umdeildan nýkjörinn forseta Bandaríkjana, sem fleygði fram þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar væru bara svikamylla búin til af valdamiklium mönnum í Kína. Leiðin var frumfarin 30. nóvember 2016 í nýstandi 3 °C, nánast enginn ís í Múlafjalli og ekki arða af ís í Bryjnudal, nokkuð óvenjulegt miðað við árstíma. Þó svo að þessi mixklifurleið sé alveg þurr, þá er slatti af mosa í henni sem að hefur mjög gott af því að vera klifraður í frosti, það er því ráðlegast að miða á að klifra leiðina í frostaköflum.

FF: Matteo Meucci og Jónas G. Sigurðsson 30.11.2016

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing