Gjöfin M 7+

Leið númer 70

Tvær spannir, sú fyrri M 7/8, brött. Sú seinni M 6 yfir í WI 5/6, stutt mix yfir í langan, brattan og þunnan ís. 120m brölt upp á topp eftir það.

FF: Matteo Meucci og Þorsteinn Cameron, 06.03 2017

Klifursvæði Esja
Svæði Hrútadalur
Tegund Mix Climbing

The North Face Athlete Photo show!

Um þessar mundir er þvílíkt stjörnulið statt á landinu í myndaverkefni fyrir The North Face og þau hafa höfðinglega boðist til að halda myndasýningu og stutta tölu handa ÍSALP næsta fimmtudag klukkan 20:00 á Centerhotel Plaza við Ingólfstorg
Aðalstræti 4 – 101 Reykjavík

Aðal ljósmyndari verkefnisins er Tim Kemple sem margir þekkja eflaust fyrir síðasta verkefnið sitt á Íslandi: Climbing Ice: The Iceland Trifectahttps://www.youtube.com/watch?v=79s5BD0301o
Honum til aðstoðar er Renan Oztruk en saman reka þeir Camp 4 Collective, kvikmyndaframleiðslu fyrirtæki sem stendur á bakvið sumar ykkar uppáhalds ævintýramyndir.
Renan er einnig vel þekktur sem einn af klifrurunum í frægu myndinni Meru af leiðangri Jimmy Chin, Conrad Anker og hans á The Shark Fin.http://www.merufilm.com/
Með þeim í verkefninu er enginn annar en okkar eiginn Björgvin Hilmarsson. http://retro.smugmug.com/

Með þeim er enginn smá hópur.
Anna Pfaff – Rétt áður en hún kom til Íslands frumfór hún nýja leið með Will Mayo sem þau nefndu Dreamline WI6+. Þess utan hefur hún frumfarið tugi erfiðra leiða um allan heim. Hægt er að lesa meira um afrek hennar hér:http://www.annapfaff.com/ascents/
Hér er myndband af nýju leið hennar með Will Mayo
http://www.rockandice.com/video-gallery/first-ascent-of-dreamline-wi-6-1-260-feet-newfoundland

Hansjörg Auer – Eflaust hafa sumir heyrt getið Hansjörg Auer. Hann gerði garðinn frægan með free solo uppferð sinni á The Fish 7b+ í Marmolada. Myndband af því er hægt að sjá hér. https://vimeo.com/30428423
Hann hefur einnig frumfarið sumar erfiðustu leiðirnar á Marmolada eins og Bruderliebe 8b+ 800m. Þess utan er Hansjörg einn færasti fjallamaður okkar tíma með mörg þúsund metra leiðir undir beltinu í Pakistan og Nepal. Hægt er að lesa meira um afrek Hansjörg á síðunni sinni http://www.hansjoerg-auer.at/

Samuel Elias – Samuel er gífurlega sterkur klifrari frá Bandaríkjunum. Hann hefur frumfarið klettaklifur leiðir upp að 5.14b og Mix leiðir upp að M12. Hér má sjá hann frumfara leiðina American Hustle 5.14b í Oliana.https://www.youtube.com/watch?v=wzgd5SGnkM8

Planið er að þau haldi öll smá myndasýningu og tölu fyrir okkur.
Það fer ekki milli mála að þetta er eitt flottasta line up á myndasýningu sem ÍSALP hefur séð. Að missa þessu er eins og sleppa jólunum. Sjáumst þar!

Linkur á viðburðin á facebook

Góður mosi M 5

Fyrsta leiðin af vonandi mörgum í Holtsdal. Veggurinn í Holtsdal snýr í norðvestur og fær því nánast enga sól. Þarna er slatti af flæðandi vatni, eitthvað af því gæti verið snjóbráð, en næsti vetur mun leiða það í ljós. Fullt af flottum línum sem gætu dottið í flottar aðstæður. Einnig er bergið furðulega gott á vissum stöðum og möguleiki er á sport eða dótaklifri.

Þessi leið var frumfarin í frekar tæpum aðstæðum. Ísinn var nánast ekkert fastur við bergið og mosinn var ekki frosinn í neðri og brattari hluta leiðarinnar. Eftir brattasta hluta leiðarinnar var mosinn gadd freðinn, sem var mjög kærkomið.

FF: Matteo Meucci, Jónas G. Sigurðsson og Róbert Halldórsson 05.03 2017

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Holtsdalur
Tegund Mix Climbing

Veðrastapi

Veðrastapi is a prominent rock in the mountains west of Hof in Öræfi. It is in altitude of 806 meters, rising 30-40 meter above its surrounding. It was first climbed in 22nd January 2000, by Helgi Borg Jóhannsson, Jason Paur and Einar R. Sigurðsson. It is unbelievable that no one has climbed it before since it looks quite good from the main road. I know of two previous attempts but at least one of that team turned back because the rock is very rotten and loose. Helgi Borg, who lead the successful climb graded it II, that is fairly easy climbing, but mentally hard because of there are almost no safe handholds.

FF: Helgi Borg, Jason Paur and Einar R. Sigurðsson 22.01 2000

 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hofsfjöll
Tegund Alpine

Bæjarlæksfoss WI 3

Línan sem klifrarinn er að klifra

This is the main waterfall in Bæjargil in Kvísker. We parked the car at Stöðuvatn lake and walked across the ridge between the lake and the gorge Bæjargil, and descended down to the route. After the climb we could walk down a hiking trail down the cliffs east of the gorge.

The first pitch is 20 meter of nice WI 3. Then we had to walk around a corner in the gorge. Careful not to break through and fall into the stream. There was another 15 meter WI 3 wall there, and some easy steps higher up. We walked up from the gorge close to the small dam that collects water for the power station down at lake Stöðuvatn.

FF: Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og Einar Öræfingur

7/2 2009

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Kvísker
Tegund Ice Climbing

Gasfróði WI 4

Leið númer 3. (græn)

Grasfróði is just about 100 meters to the left from Fróðafoss and it only takes about 5 minutes to walk up to it from the car. (Straight up from the house Fróðasker in Hof). This is a 50 meter WI4 route first climbed by

FA: Einar Sigurðsson and Mikko Nikkinen on January 23rd 1998.

 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hof
Tegund Ice Climbing

Ísklifurfestivalinu frestað!!!

Því miður þá þurfum við að fresta ísklifurfestivalinu sem átti að vera um næstu helgi vegna lélegra ísaðstæðna. Vonandi tekur þessi vetur við sér og við getum slegið upp festivali seinna með stuttum fyrirvara.

Engu að síður þá eru hér í heimsókn 4 klifrarar frá alpaklúbbnum í Písa og þeir ásamt fríðu föruneyti Ísalpara stefna á að leita upp einhvern ís. Planið veður vonandi auglýst betur á næstu dögum og öllum er að sjálsögðu velkomið að slást í för með þeim.

Á miðvikudaginn viljum við blása til hittings í klifurhúsinu. Klifrararnir frá Písa verða með kynningu á klifrinu í Písa. Boðið veður upp á bjór, pizzu og að sjáfsögðu nýjar BÍS leiðir.

———Enghlish———–

We are terribly sorry to inform everyone that next weekends Ice Climbing Festival in the east fjords has been cancelled due to poor conditions.
However, as we have just received 4 keen climbers from the Alpine Club of Pisa we will be going out and chasing the psyche this weekend and we invite anyone who wants to join us along for the fun! More details on that plan will be advertised over the next few days.
On wednesday evening we are also going to have a get together at Klifurhusid. The guys from Pisa will introduce the climbing there and this is a must see for anyone who wants to apply to go climbing on behalf of ISALP in Italy. There will be beer, pizza and new dry tooling routes!

Akureyri

Svæðið í kringum Akureyri hentar einstaklega vel til útivistar. Akureyringar hafa príðis góða aðstöðu til að kíkja á skíði, fjallahjól og fjallgöngur. Einnig hafa þeir sportklifursvæðið Munkaþverá og steina til að stunda grjótglímu hingað og þangað í námunda við bæinn.

Í Kjarnaklettum eru nokkrar gamlar dótaklifurleiðir.

Eitthvað hefur verið ísklifrað í kringum bæinn og þá helst í Kjarnaskógi en líka í Munkaþverárgilinu, innar en sportklifurleiðirnar að sjálfsögðu. Svo aðal sectorar Akureyrar eru:

Kjarnaskógur
Þrjú áberandi klettabelti  eru fyrir ofan tjaldsvæðið Hamra. Frá suðri til norðurs eru þetta Langiklettur, Arnarklettur og Krosklettur. Eitthvað er af dótaklifri í Arnarklettum, ber þar helst að nefna leiðina Indjánann sem hefur staðið til að bolta um einhvern tíma sökum þess hve illtryggjanleg hún er. Á veturna myndast ís á vissum stöðum í Langaklett sem heimamenn, sem og aðrir hafa nýtt til ís- og mixklifurs.

  1. Kaldi – M7
  2. Ónefnd – WI 4?
  3. Ónefnd – WI 3?

Glerárgljúfur
Langt og fjölbreytt gil. Mis djúpt en á nokkrum stöðum eru allt að 60m klettar. Mikilfenglegt og hrikalegt gjúlfur og mjög stutt frá bænum.

  1. Mellufær á Glerá – WI 5 

Smábátahöfnin
Lágir klettar við smábátahöfnina inni á Akureyri. Oft verða klettarnir að samfelldu ísþili og því verður erfiðara að greina á milli leiða. Þetta svæði hentar einstaklega vel til ísklifuræfinga og kennslu auk þess að vera mjög aðgengilegt fyrir skottúr eftir vinnu.

  1. Bryggjuball – WI 2/3
  2. Duggi dugg – WI 2/3
  3. Hálfaaldan – WI 2/3
  4. Rúmsjór – WI 2/3
  5. Trausti – WI 2/3
  6. Bryggjupollinn – WI 2

Munkaþverá
Innst í Munkaþverárgilinu, ofan við brúna myndast einhver ís á veggjunum yfir áni. Hér hefur lítillega verið mixklifrað í toprope.

Vaðlaheiði
Ein leið skráð eins og er, Tönnin. Líklega leynast fleiri leiðir á Vaðlaheiðinni

  1. Tönnin – WI 3+