Þessi grein er ekki til á íslensku. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið númer 3 á mynd
Gráða III/IV, 150 m (erfiðleikarnir efstu 70m)
Úr leiðavísi frá 1979:
Löng ís og snjóklifurleið, fær við bestu skilyrði og aðeins fyrir mjög „vana“ klifurmenn. Lagt er af stað úr Miðsúludal og farið upp breitt gil, sem sker klettabeltið, og snjóbrekku að þrengslunum. Þessi kafli er um 80 m og telst til I. gráðu snjóklifurs. Höft eða hengjur eru ekki á þessari leið. Bratti er mikill uppi í mynni sjálfra þrengslanna og neðst í þeim er um 5 m langt 70° bratt íshaft. Hér er best að reka inn ísskrúfu eða ísfleyg og tryggja næsta mann upp til sín áður en lagt er á brattann. Þegar komið er upp fyrir fyrsta íshaftið minnkar hallinn í um 50° og helst það næstu 10 m. Þá tekur við um 8 m langt og 70° bratt íshaft. Ágætt er að reka inn millitryggingu áður en lagt er í haftið. Þegar upp fyrir haftið er komið, klofnar leiðin í tvennt, best er að halda beint áfram, því leiðin til hægri er ekki samfelld, klettar slíta hana í sundur á kafla. Haldið er áfram, uns leiðin skiptist aftur, þá er stansað, enda um 35-40 m niður til næsta manns. Nú er tryggt með ísöxi og/eða snjóankeri (stundum betra að nota ísskrúfur) og til öryggis má negla bergfleyg í klettinn. Nú er næsti maður tekinn, því næst farið upp íshaftið sem er lengt til hægri (vesturs), því að jafnaði er mesti ísinn þar. Upp að haftinu, sem er jafnframt síðasti og erfiðasti „farartálminn“ á leiðinni er um 50° bratti, en haftið sjálft er yfir 80° og 4-6 m langt. Millitrygging áður en langt er á haftið er ákjósanleg. þegar komið er upp úr þrengslunum, tekur við samfelld snjóbrekka. Er þá klifrað upp á hrygg Syðstusúlunnar og næsti maður tekinn upp.
Klifursvæði |
Botnssúlur
|
Svæði |
Syðstasúla |
Tegund |
Alpine |