Rauð lína á mynd
Næsti tindur sunnan við Hraundranga, einkennist af flötum topp.
Leiðin er klifruð úr skarðinu á milli Hraundranga og Kistunar. Leiðin er tvær spannir.
Spönn 1: 40m, þar af eru fyrstu 20 erfiðasti parturinn af leiðinni, laust berg, töluverður mosi og erfitt að tryggja. Seinni hluti fyrstu spannar skiptist á laust og fast berg. Eftir fyrri spönnina er komið á sillu, nokkuð góða og þaðan eru um 20m upp á topp.
Spönn 2: 20m, bergið orðið fastara og minni mosi.
Tryggt með fleygum, hnetum og sling utan um stein, sem var sigið niður á. Frumferðarteymi treysti sér ekki til að gráða leiðina en sagði að hún væri mun erfiðari en klassíska leiðin á Hraundranga.
FF: Birkir Einarsson og Sigurður Á Sigurðsson, 17. júní 1982.
Klifursvæði |
Hörgárdalur
|
Svæði |
Hraundrangi |
Tegund |
Alpine |