Leiðin fer upp/bakvið mjótt kerti sem er krúxið í leðinni, síðan tekur við WI5 klifur upp á topp. Kertið verður líklegast aldrei nógu feitt til þess að geta klifrað það frá upphafi og þurfa menn því líklegast að þurrtóla upp á bak við eða vinstra megin við kertið. Hægt er að koma Camelot nr. 1 á góðan stað beint fyrir aftan kertið, góður vinur sem heldur falli (búið að prófa).
Þegar þetta er skrifað þá hefur leiðin tvisvar verið klifin svo vitað sé til.
Fyrst af Palla Sveins og Guðmundi Helga 1996 og aftur af Palla Sveins og Ottó Ingi í des 2017.
Gríðarlega flott leið! Byrjar á þrepi sem er ágætlega bratt en samt þægilegt 5m ca, þar er komið í snjóbrekku/syllu. Seinni hlutinn er svo frekar brattur og langur en mjög skemmtilegur. Haftið í neðri partinum getur verið snúið ef lítið er um ís. Seinni parturinn gæti orðið WI 4+ eftir aðstæðum
Nafn leiðarinnar útleggst víst á íslensku sem: „góður dagur til að deyja“, hvort sem það er nú þannig eða ekki. Handan við hornið hjá Íste er áberandi þak og um 15m lengra í austur sést greinileg ljós gróp í berginu sem nýlega hefur hrunið úr. Þar er leiðin. Hún er augljós og fylgir sprungu fyrstu 20m, inn í smá holu í lausu bergi og svo beint upp í smá ís. Hún endar í litlu þaki með góðum tökum og svo upp á brún.
FF: Jökull B, Guðmundur T, Styrmir Steingríms, 24. október 1998, M6, 30m
Flott lína í flottu umhverfi. Býður upp á erfiðara afbrigði upp súlu hægra megin eða létta mix byrjun yfir í skemmtilegt ísklifur. Daginn sem leiðin var farin sást til tveggja sjaldséðra ísklifrara á bílastæðinu.
FF: Bjartur Týr, Jónas G. og Mike Reid, desember 2017, WI 4, 40m
Stutt og góð leið. Þetta svæði er oft mjög „regnhlífað“ og þræðir þessi lína á milli þeirra. Getur sennilega verið WI3 ef regnhlífarnar myndast á hentugri máta.
FF: Jónas G. Bjartur Týr og Michael Reid, desember 2017, WI 3+
Þvörusleikir (WI4) var fyrst farin 15. desember 2017 af Bjarti Tý Ólafssyni.
Leiðin er stutt en brött. Eftir því sem ofar dregur þynnist ísinn. Þegar ísinn klárast kemst maður inn á syllu með litlum helli. Til að klára upp þarf að brölta eftir syllunni út til vinstri.
Leiðin Sólheimaglott (WI 5) var klifruð þann 15. desember 2011 af þeim Robba, Sigga T og Palla. Meira um hana hér.
Leiðin er í klettunum vestan meginn í Sólheimajökli rétt þar sem jökullinn rennur undan Mýrdalsjökli. Það þarf því að þramma dágóða vegalengd til að komast að leiðinni.
Í áraraðir hefur fólk stundað ísklifur á Sólheimajökli og fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum klifrar á jöklinum á ári hverju. Í kringum skriðjökulinn má finna meiri ís til að klifra en jöklaísinn.
Hér eru þær leiðir sem hafa verið klifraðar í kringum Sólheimajökul: