Hoka Hey M 6

Leið númer B21.

Nafn leiðarinnar útleggst víst á íslensku sem: „góður dagur til að deyja“, hvort sem það er nú þannig eða ekki. Handan við hornið hjá Íste er áberandi þak og um 15m lengra í austur sést greinileg ljós gróp í berginu sem nýlega hefur hrunið úr. Þar er leiðin. Hún er augljós og fylgir sprungu fyrstu 20m, inn í smá holu í lausu bergi og svo beint upp í smá ís. Hún endar í litlu þaki með góðum tökum og svo upp á brún.

FF: Jökull B, Guðmundur T, Styrmir Steingríms, 24. október 1998, M6, 30m

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing

Hvítir hrafnar WI 4

Leið númer A7.

Flott lína í flottu umhverfi. Býður upp á erfiðara afbrigði upp súlu hægra megin eða létta mix byrjun yfir í skemmtilegt ísklifur. Daginn sem leiðin var farin sást til tveggja sjaldséðra ísklifrara á bílastæðinu.

FF: Bjartur Týr, Jónas G. og Mike Reid, desember 2017, WI 4, 40m

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Hlaðhamrar
Tegund Ice Climbing