Fear is 90 M 6

Leið númer D9.

Flott horn í byrjun með lykilhreyfingu um miðja leið upp. Lokakafli á lóðréttum vegg með þunnri sprungu. Tryggð með hefðbundnum tryggingum. Þessi leið var sú nítugasta sem Matteo fór á hundrað leiða klifurárinu sínu.

FF: Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, maí 2017, M6, 30m

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Leikfangaland
Tegund Mix Climbing

Earl grey M 7

Leið númer C4.

Mixað (hreint) afbrigði af Íste. GHC leiddi og hinn heimsfrægi Jeff Lowe fylgdi í kjölfarið. Leiðin var á sínum tíma erfiðasta mixklifurleið landsins.

Möguleg staðsetning Earl Grey (rauð lína)
Möguleg staðsetning Earl Grey (rauð lína). Ekki víst, vantar enn staðfestingu. Græn lína er Íste og blá er Pabbaleiðin.

FF: Guðmundur Helgi Christiansen og Jeff Lowe, 11. febrúar 1998

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mixed Climbing

Apagredda M 5

Leið númer C2.

Leiðin liggur vinstra megin við hrygginn hjá Íste. Byrjar í gróf (klettum) hægra megin og undir ískertinu, hliðrar síðan upp og til vinstri utan á áberandi nefi í bergi, þangað til hægt er að ná upp í kertið. Þaðan á lóðréttum ís upp á brún.

FF: Guðmundur Tómasson og Páll Sveinsson, febrúar 1997

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mix Climbing

Scottish Leader M 7

Leið númer B6.

Boltuð yfirhangandi mixklifurleið. Hliðrar til vinstri undir og fram hjá stóru þaki – alvöru stykki fyrir harðhausana! Fyrsta boltaða leiðin í Múlafjalli. Leiðin er nefnd eftir veigunum sem þeir félagarnir drukku á meðan þeir klifruðu. NB Efri partur inn er torklifinn ef hann er íslaus og gæti þurft að notast við hefðbundnartryggingar ofan boltanna.

FF: Styrmir Steingríms, Jökull B, Guðmundur T, 1998-1999, M7 (4 boltar), 30-40m

nýir boltar árið 2020

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mixed Climbing

Heiladauður M 7

Leið númer B19.

Leiðin er í miðri fjúkandi geilinni.

Leiðin fer upp/bakvið mjótt kerti sem er krúxið í leðinni, síðan tekur við WI5 klifur upp á topp. Kertið verður líklegast aldrei nógu feitt til þess að geta klifrað það frá upphafi og þurfa menn því líklegast að þurrtóla upp á bak við eða vinstra megin við kertið. Hægt er að koma Camelot nr. 1  á góðan stað beint fyrir aftan kertið, góður vinur sem heldur falli (búið að prófa).

Þegar þetta er skrifað þá hefur leiðin tvisvar verið klifin svo vitað sé til.
Fyrst af Palla Sveins og Guðmundi Helga 1996 og aftur af Palla Sveins og Ottó Ingi í des 2017.

FF: Páll Sveinsson, Guðmundur H C. ~1996, M7

Ottó klifrar leiðina Heiladauður í 17 des. 2017
Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing

Rjúkandi WI 4

Leið númer B20.

Gríðarlega flott leið! Byrjar á þrepi sem er ágætlega bratt en samt þægilegt 5m ca, þar er komið í snjóbrekku/syllu. Seinni hlutinn er svo frekar brattur og langur en mjög skemmtilegur. Haftið í neðri partinum getur verið snúið ef lítið er um ís. Seinni parturinn gæti orðið WI 4+ eftir aðstæðum

FF: Óþekkt, WI 4, 70m

 

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Hoka Hey M 6

Leið númer B21.

Nafn leiðarinnar útleggst víst á íslensku sem: „góður dagur til að deyja“, hvort sem það er nú þannig eða ekki. Handan við hornið hjá Íste er áberandi þak og um 15m lengra í austur sést greinileg ljós gróp í berginu sem nýlega hefur hrunið úr. Þar er leiðin. Hún er augljós og fylgir sprungu fyrstu 20m, inn í smá holu í lausu bergi og svo beint upp í smá ís. Hún endar í litlu þaki með góðum tökum og svo upp á brún.

FF: Jökull B, Guðmundur T, Styrmir Steingríms, 24. október 1998, M6, 30m

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing