Tilikum

Suðurhliðin á Klukkutindi, milli Berufjarðar og Breiðdalsvíkur.

Aðkoma: Frá Breiðdalsveg er gengið inn í Grunnadal og nánast strax upp á hrygginn til austurs, sem fljótlega verður að Lágheiði. Lágheiði er fylgt að hryggnum fyrir neðan tindinn. Hryggurinn undir Klukkutind er með bröttu klettabelti sem hægt er að hliðra utan um. Frumferðarteymið hliðraði til austurs og upp mjög bratt harðfenni upp á öxlina undir tindinum. Það gæti verið að brekkan sé yfir algengasta snjóflóðahallanum, en ef ekki þá gæti hún verið mjög varhugaverð ef snjóaðstæður eru öðruvísi. Á öxlinni er farið undir tindinn og utan um hann að vestanverðu og svo hliðrað undir suðurhliðina.

Klifrið: Þegar staðið er undir suðurhliðinni sést áberandi gilskorningur sem er nánast á suðausturhorninu, hliðrað er að honum og brölt þar upp. Klifrið er mjög létt en það þarf að hafa tvær axir úti og treysta alveg á þær öðru hverju, bannað að detta. Þegar komið er upp úr gilskorningnum er hægt að brölta upp nokkra stalla áður en þarf að klifra að alvöru. Fyrst var 4m Lesa meira

Klifursvæði Berufjörður
Svæði Klukkutindur
Tegund Alpine

Myndbönd

Pumpy new year WI 4+

 First waterfall on the left after the ascent of  Þröskuldur.

coord: N63.964801 W16.776595
Right before the brownish pillar.
Not sure if me being pumped had to do with the route or my new-years hangover.
FF: Brecht De Meulenaer, Bořivoj Hirš, Emilia Bandosz, Miroslav Žak, 1.  janúar
Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Ain’t no mountain high enough WI 3+

Leið númer 1.

Hægt að tryggja úr bíl og láta hann svo sækja mann fyrir ofan. Mjög stutt leið sem átti að vera hálfgert djók í rigningarveðri, en var svo alveg fínasta klifur upp flottan pillar.

Heitir eftir nafni á lagi sem byrjaði að spilast í útvarpinu, mjög svo kaldhæðnislega þegar við vorum að stíga út bílnum.

FF: Jónas G: Sigurðsson og Brynjar Tómasson, 2. febrúar 2018, 12m

Klifursvæði Berufjörður
Svæði Fossárvík
Tegund Ice Climbing

Stairway to heaven WI 4

Leið númer 1.

2-3 spannir, byrjar á 20 metra upp í stóra skál/stóran stall. Þar tekur við 70 metra klifur. Þegar leiðin var fyrst klifruð þá var mikið vatn í neðsta haftinu og því var farið vel til vinstri og hliðrað svo inn í skálina.

Leiðin var öll úti í sveppum sem litu út eins og stigi þegar hún var fyrst farin.

FF: Brecht De Meulenaer, Daníel Másson og Ottó Ingi Þórisson

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Virkið WI 5

Virkið/The Fortress er í austanmegin í svínafelli upp frá virkisjökli.

sp1. 50m WI 5 (sem við skiptum í tvennt)
sp2.er 40-50m WI 3 (mest bara labb)
sp3. WI 3/4 40m.
Sp4. WI 5 60m (tókum hana líka í tvennu lagi) og er það svona rjóminn af þessari leið því eftir þetta tekur við heill haugur af wi3-4 og snjóklifri sem við munum ekkert hvað voru margar langleiðina uppá topp á svínafelli.

Rosalega skemmtileg leið sem ég mæli eindregið með og ekki skemmir fyrir útsýnið yfir jöklana og drunurnar í ísfallinu.

10-12 tímar af klifri og endar uppi á Svínafelli. Frumferðarteymið gekk niður að bæjunum í Svínafelli.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Ólafur Þór Kristinnsson, 29. janúar 2018.

Lesa meira

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Baðöndin WI 3

Leið númer D0. Ekki merkt inn á mynd en er rétt vinstra megin við D1

Létt leið sem er að mestu leiti WI 2, er samt með smá hafti sem nær að bömpa gráðunni upp. 15m.

Leiðin er nefnd eftir sama stein og Vegasaltið (D1) er skýrð eftir. Úr þessari leið mynnir áberandi steinninn á önd.

FF: Daníel Másson og Sigurður Sigurgeirsson, janúar 2018

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Stórihjalli
Tegund Ice Climbing