Shelter of the Gods M 10

Tvær spannir. Sú fyrri er 25m M 10 og með fjórum boltum, sú seinni er 30m M 9 og er einnig með fjórum boltum. Fyrir utan boltana er tryggt með fullum tradrakk, C4 og stuttum skrúfum.

Íslenski alpaklúbburinn vill koma þeim skilaboðum áleiðis til félagsmanna að boltun innan Vatnajökulsþjóðgarðs er óheimil. Sjá nánar á síðunni fyrir svæðið Ásbyrgi.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 11. og 12. febrúar 2018

Klifursvæði Ásbyrgi
Tegund Mixed Climbing

Myndbönd

Ásbyrgi

Eitthvað hefur verið dótaklifrað í Ásbyrgi og herma sögur að þar sé hið ágætasta berg.

Í febrúar 2018 voru Albert Leichtfried og Benedikt Purner á ferð framhjá. Þeir skelltu í eitt stykki leið í tilefni þess, Shelter of the gods, M 10/M 9+.

Í kjölfar þess að leiðin Shelter of the gods var sett upp upphófst umræða um boltun í berginu í Jökulsárgljúfrum. Alpaklúbburinn vill koma þeim skilaboðum til félagsmanna að boltun innan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum er óheimil.

 

Eftirfarandi skilaboðum vill þjóðgarðurinn svo koma á framfæri við alla sem hugast klifra í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum:

„Að gefnu tilefni vill þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum koma því á
framfæri við Íslenska Alpaklúbbinn og félagsmenn hans að óheimilt er að valda skemmdum á
jarðminjum í þjóðgarðinum, s.s. með því að festa bolta í berg þannig að varanlegt rask verði.
Allar framkvæmdir í þjóðgarðinum, stórar sem smáar, þurfa að vera í samræmi við ákvæði
laga um Vatnajökulsþjóðgarðs (2007/60) sem og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins.
Jafnframt skal afla leyfis hjá þjóðgarðsyfirvöldum fyrir öllum framkvæmdum sem ekki eru að
frumkvæði þjóðgarðsins.“

Blautur Örn WI 4

Leið númer 1.

Blautur Örn – WI 4, 25 metrar.

Klettabelti í Þorgrímsheiði, sést frá bílastæðinu við Fjaðrárgljúfur.

Nafngiftir leiðanna á sectornum bera fuglaheiti en á ferðalaginu í bílnum voru stundir okkar styttar með húslestri úr nýrri bók Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygering, Fuglar.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Eyvindur Þorsteinsson og Eyþór Björgvinsson, janúar 2018

 

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Fjaðrárgljúfur
Tegund Ice Climbing

Turnuglan WI 4

Leið númer 2.

Turnuglan – WI 4, 20 metrar

Klettabelti í Þorgrímsheiði, sést frá bílastæðinu við Fjaðrárgljúfur.

Nafngiftir leiðanna á sectornum bera fuglaheiti en á ferðalaginu í bílnum voru stundir okkar styttar með húslestri úr nýrri bók Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygering, Fuglar.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Eyvindur Þorsteinsson og Eyþór Björgvinsson, janúar 2018

 

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Fjaðrárgljúfur
Tegund Ice Climbing

Glókollur WI 4

Leið númer 3.

Glókollur – WI 4, 15 – 20 metrar.

Klettabelti í Þorgrímsheiði, sést frá bílastæðinu við Fjaðrárgljúfur.

Nafngiftir leiðanna á sectornum bera fuglaheiti en á ferðalaginu í bílnum voru stundir okkar styttar með húslestri úr nýrri bók Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygering, Fuglar.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Eyvindur Þorsteinsson og Eyþór Björgvinsson, janúar 2018

 

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Fjaðrárgljúfur
Tegund Ice Climbing

Kántríbær WI 3

Hægra megin við Partýbæ

Leiðin er þrjú megin höft, með tveim minni höftum. Þetta er fín leið til að æfa sig í að leiða. Höftin öll í styttri kantinum. Fyrsta haftið er þægilegt. við tekur svo snjóbrekka upp að einu af minni höftunum. Þaðan er svo enn lengri snjóbrekka að pínulitlu hafti, sem líklega fer á kaf í snjó ef það er meiri snjór. Það leiðir svo að aðalhaftinu sem er ca 15m. Þegar komið er uppúr því sést lokahaftið. það er áberandi brattast, en frekar stutt.

Einfaldast er að síga niður úr leiðinni, 3 spannir ca 150 metrar.

FF: Gunnar Ingi Stefánsson og Þórður Aðalsteinsson, 3. febrúar 2018

Klifursvæði Breiðdalur
Svæði Múlaklettar
Tegund Ice Climbing

Tower of Ágúll WI 5

Leið númer F13.

Síðasta línan á sectornum Glassúr, lengst til hægri.

WI 5, 30+m

Ágúll á að hafa verið bergrisi sem bjó í Ágúlshelli í Hurðabjargi handan við hornið, meira má lesa um það hér.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 8. febrúar 2018

Mynd: Elias Holzenecht
Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Glassúr
Tegund Ice Climbing

Beljandi WI 4+

Leið númer 1 á mynd.

Samtals um 230m, WI 4+

1. Spönn, frístandandi kerti, WI4+ 20 m
2. Spönn, samtenging, WI2, ca. 140m.
3. Spönn, 70m, WI4
FF: Björgvin Hilmarsson, Rúna Thorarensen og Skarphéðinn Halldórsson,  3. febrúar 2018
Klifursvæði Breiðdalur
Svæði Rauðihryggur
Tegund Ice Climbing

Íshellirinn WI 5

Leið 4,5. Er á milli Amercan beauty og Svart og sykurlaust.

Fyrsta myndin sýnir alla leiðina. Vinstra meginn sést ísleiðin Sléttubjargafoss. Svo er Testofan (ekki miklar aðstæður í þeim leiðum nema austustu leiðinni) og lengsta leiðin hægra megin er okkar leið.    Ísleiðin Íshellirinn er fast hægra meginn við Svart og Sykurlaust og nær einni spönn hærra en hinar leiðirnar.
Stanz eftir fyrstu spönn gerði Óli inni í íshelli. (Gatið sem sést á seinni myndunum). Ísinn í fyrstu Spönn mjög harður og brothættur og kalt þar í skugganum. Einar vældi góða stund þegar hann kom inn í stansinn í íshellinum. Svo tók Einar næstu spönn og hún var miklu auðveldari og líka hlý í sólinni. Vorum með 50 metra línur þannig að þessi spönn náði ekki að komast bak við efsta kertið. Þannig að Óli tók örstutta aukaspönn til að hægt væri að vera úr skotlínunni af síðasta kertinu en það voru voldugar ísregnhlífar þar sem hótuðu að koma niður við minnsta bank. Þannig að hann fór bak við efsta kertið til að tryggja svo Einar var svo heppinn að fá að öskra sig upp í gegnum yfirhangandi regnhlífarnar. En spönnin varð strax léttari og auðvelt upp á brún. Sigum svo í þremur sigum (fínir steinar til að þræða í gegnum fyrir ofan leiðina. Sennilega hægt að síga úr ísnum í brúninni ef menn hafa 60 metra línur samt)
WI 5, 120 metrar
FF: Ólafur Þór Kristinsson og Einar Rúnar Sigurðsson. 10/3 2018

 

 

 

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing