Leiðin var þunn í frumferð en tók þó þunnum skrúfum vel. Einar kom fyrir einum bolta fyrir ofan ísinn og ætti að vera auðvelt að skella upp toprope og auðvelt að koma sér niður.
FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Matthías Einarsson, 27. janúar 2019. 15m WI 3+
Ísklifurfestival Íslenska Alpaklúbbsins (Ísalp) verður haldið þennan veturinn, og er stefnt á helgina 15.-17. febrúar 2019. Þótt desember hafi haldið að hann héti júlí þá veit enginn nema morgundagurinn hvaða ís bíður okkar í framtíðinni.
Við sveiflum öxum í ís á Snæfellsnesi og höfum tekið frá næturpláss á gistiheimili í Grundarfirði.
Skráning á festivalið og ítarlegri upplýsingar verða á isalp.is þegar nær dregur!
Leið utan í Votabergi sem einkennist af stórum steinboga í fyrstu/annarri spönn. Í bogann glittir af veginum utan í múlanum, um hundrað metra vestan við ristarhliðið, hér um bil fyrir miðjum hamrinum.
Til að komast að leiðinni er hægt að klöngrast upp gil og hryggi vestan megin og hliðra svo austur undir bogann, eða klifra upp þunnan en auðveldan ís undir leiðinni.
Leiðin hefst undir boganum, og fylgir fyrri spönn hægri grófinni bak við bogann. Í ákjósanlegri aðstæðum er mögulega hægt að klifra ~WI3 ís beint uppúr, en í (mögulegri) „frumferðinni“ var grófinni fylgt í fyrstu á ís, sem ofar endar í víðri, hrímaðri sprungu á sprungutökum (eflaust gott að hafa með stærri bergtryggingar (Já, hexur!)). EK er að hliðra til vinstri úr sprungunni á sléttum vegg (M3?) undir þaki.
Seinni spönn byrjar í lítilli skál, og eru þar nokkrar mögulegar leiðir uppúr. Miðjuleiðin var klifruð, og fylgir hún misísaðri gróf uppá topp. Skemmtilega skoskt klifur í það heila.
M3 WI3+ 90m
FF: Sigurður Ý. Richter og Guðmundur Ísak Markússon, jan 2019
Vegna mikillar eftirspurnar ætlum við að halda aðra sýningu!
Myndin Free Solo fjallar um Alex Honnold, afrek hans að verða fyrstur til að einfara hinn heimsfræga vegg El Capitan og undirbúninginn sem hann þurfti að ganga í gegnum til að láta þennan draum sinn verða að veruleika.
Nú er loksins komið að myndinni sem allir hafa beðið eftir!
Myndin Free Solo fjallar um Alex Honnold, afrek hans að verða fyrstur til að einfara hinn heimsfræga vegg El Capitan og undirbúninginn sem hann þurfti að ganga í gegnum til að láta þennan draum sinn verða að veruleika.
Byrjar á auðveldu ísklifri rétt vinstra megin við sjálfa Súluna og stefnir á göng í gegnum klettinn. Eftir að komið er út úr göngunum er WI 3 klifur í 6m í viðbót
FF: Katrín Pétursdóttir, Rakel Ósk Snorradóttir og Siguður Kristjánsson, 2 janúar 2018, 25m
Ysta leiðin austan megin í Litlasandsdal, aftan við Þyril.
Leiðin er tvær fullar spannir. Fyrri spönnin er WI 4 (gæti hæglega orðið stífari í öðrum aðstæðum) og fer upp frekar langan kafla af samfelldu klifri. Þegar komið er upp langa samfellda haftið þarf að ganga talsvert inn á við til að komast að byrjuninni á næstu spönn. Næsta haft byrjar bratt, hægt að halda sig í miðjunni fyrir ca WI 4 eða fara aðeins til hægri fyrir WI 3+ ca 10m haft. Eftir þetta 10m haft heldur spönnin áfram með stutt en brött höft og endar á því að toppa út upp á Þyril.
FF: Freyr Ingi Björnsson og Styrmir Steingrímsson, 2012, WI 4 – 55m og WI 3+ – 60m
Leið vestan megin í Litlasandsdal, næsta gil vestan við gilið sem Gljúfurá kemur niður úr.
Leiðin er mjög breið fyrstu tvo þriðju af leiðinni en lokakaflinn er upp mikið mjórri og brattari ís. Í frumferð var ísinn mjög fídusaður og klifrið var sennilega um WI 3 en það þarf ekki mikið að breytast til að leiðin verði WI 3+
Þegar komið er upp úr mjóa kertinu (ein spönn um 70m af klifri) þá er hægt að ganga í gilinu upp með ánni þar til komið er að öðrum litlum foss, ca 10m WI 2+.
FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. desember 2018, WI 3 – 70m og WI 2+ – 10m
Nýjustu fregnir herma að líkamsleifar Ísalp félagana Kristinns Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar eru komnar til byggða í Nepal.
Kristinn og Þorsteinn fundust í um 5.500 m hæð í hlíðum fjallsins Pumo Ri eftir að hafa horfið þar árið 1988.
Leifur Örn Svavarsson var hæðaraðlagaður eftir tvær gönguferðir í grunnbúðir Everest og bauð hann fram aðstoð sína við að kanna möguleika á því að koma líkamsleifum Kristinns og Þorsteins niður af fjallinu.
Þetta tókst og nú eru líkamsleifarnar í rannsókn hjá Nepölskum yfirvöldum áður en að hægt er að senda þær til Íslands.
Ísalp vill einnig benda á styrktarreikning sem hefur verið stofnaður á nafni sonar Kristinns. Reikningurinn er til þess að styrkja leiðangurinn til Nepal og annan kostnað sem hlýst af því að koma Kristni og Þorsteini til Íslands aftur.
Nýjar upplýsingar herma að leiðangur upp á fjallið Pumo Ri í Nepal hafi fundið líkamsleifar tveggja félaga Ísalp núna í síðustu viku.
Sennilegast er um að ræða Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson sem að fóru í leiðangur á fjallið í október 1988.
Þeir frumfóru leið upp suðvesturvegg fjallsins og sá ástralskt teymi til þeirra við toppinn. Eitthvað kom fyrir á niðurleiðinni og ekkert hefur til þeirra spurst í rúm 30 ár, fyrr en nú.
Beðið er eftir nánari upplýsingum frá Nepal að svo stöddu.
Kristinn og Þorsteinn voru öflugir í stafi klúbbsins. Þeir frumfóru nýjar leiðir út um allt land ásamt öðrum meðlimum klúbbsins. Þeir sátu báðir í ritnefnd klúbbsins og voru hluti þess teymis sem gerði ársrit Ísalp að því sem þau eru í dag.