Suffering Builds Character WI 5+

Leið sem er beint fyrir ofan leiðina „To Be Continued… “ staðsett í Hlaupárgili í Stigárdal

Mjög brattur pillar, ca 35m af klifri þar af 25 alveg lóðréttir

FF: Ólafur Þór Kristinsson og Einar Rúnar Sigurðsson, 18. febrúar 2019

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

The Ice Route Suffering Builds Character WI 5+ in Iceland from Einar Rúnar Sigurðsson on Vimeo.

No Man’s Land Film Festival

No man’s Land Film Festival er kvikmyndahátíð um konur í útivist og allar myndir af hátíðinni hafa konur í aðalhlutverki og flestar þeirra eru framleiddar af konum líka.

Ísalp bíður upp á sérstakt klifurúrval af myndum á hátíðinni og heldur hana á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars næstkomandi

Á meðal mynda sem verða sýndar eru til dæmis…

Superior Ice. Ísklifrarinn Angela VanWiemeersch fer til Superior vatnsins á landamærum Kanada og Bandaríkjana og hittir klettaklifurstórstjörnuna Sashia DiGiulian og þær klifra brattan ís saman.

Slaydies. Haustið 2017 fóru Margo Hayes, Emily Harrington og Paige Claassen til Mallorca. Þar fléttuðu þær hárið á hvor annari, deildu vínflöskum og stunduðu Deep water solo alla daga. Þær byrjuðu ferðina sem þrjár gjörólíkar konur en enduðu ferðina sem Slaydies.

Dawa Yangzum Sherpa. Sherpakonur eru ekki kvattar áfram til að klífa fjöll. En það var ekki að fara að stoppa Dawa Yangzum Sherpa, sem ólst upp í þorpi í Himalaya, án rafmagns og rennandi vatns en vissi samt að hún myndi einn daginn standa á toppi Everest. Tuttugu og eins árs stóð hún á topp heimsins og hóf nýja áskorun, að verða fyrsta nepalska konan til að klára hæðsta stig fjallaleiðsagnar, IFMGA. IFMGA réttindi taka meira en fimm ár að klára og kosta meira en 3.500.000isk. Af 6.937 IFMGA leiðsögumönnum um allan heim eru aðeins 1,5% kvennmenn.

… og svo margar fleiri. Ekki láta þig vanta á þessa frábæru sýningu!

Sumarsnjór

Undir Eyjafjöllunum er klettaspíra í gili, 500-1000 m vestan megin við lngimund. Leiðin, sem
hlaut nafnið Sumarsnjór, er tvær spannir og liggur framan á andlitinu, sú fyrri er 5.9 og sú seinni A2. Stefán Steinar Smárason og Leifur Örn Svavarsson fóru fyrst á spíruna í kringum 1990 eða jafnvel fyrr. Spýran gegnur undir nafninu Völsi.

Möguleikar eru á fleiri nýjum leiðum þarna í mjög flottu umhverfi.

FF: Guðmundur Tómasson og Guðmundur Helgi Christensen, sumarið 2001.

 

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Ingimundur
Tegund Alpine

Jólatré WI 5

Áberandi foss í hlíðum Miðfellstinds, austan við gilið sem gengið er upp til að komast á Þumal.

Aðkoman er frá Skaftafelli um Morsárdal og inn í Kjós. Þaðan þarf að byrja á að hækka sig upp Vestur Meingil norðan megin í Kjósinni og finna hentuga leið upp gilið. Aðkoman tekur ca 4,5 tíma hvora leið. Leiðin snýr í há vestur og efstu spannirnar byrja að fá á sig sól í byrjun febrúar.

Best er að hækka sig vestanmegin við gilið, sem skiptist í þrennt þegar komið er ofar. Hægt er að komast yfir fyrstu tvö gilin rétt ofan við staðinn þar sem þau skiptast up með því að ferðast eftir mosa og snjóbrekkum. Athugið að þessi skipting er áður en að komið er upp í Hnútudalinn (stóru skálina undir Miðfellstindi). Þaðan er hægt að hliðra inn í þriðja gilið og upphafið af leiðinni.

Frá toppnum á leiðinni er gengið í suður, sem kemur þér aftur austan megin við Vestra Meingil og niðurgangan er nokkuð einföld en það gæti verið sniðugt að taka myndir af fjallinu í aðkomunni til að átta sig betur á öllum klettabeltum og gilskorningum.

Enjoy the cold beers you left chilling in the stream and don’t think too much about that second bridge on the walk out of the valley.

Nafnið á leiðinni kemur frá leiðinni Christmas Tree í Kína en þessi leið mynnir óneitanlega á hana.

180m, WI 5

FF: Bjartur Týr Ólafsson og Rory Harrison, 19. febrúar 2019

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Miðfellstindur
Tegund Ice Climbing

Say it, don’t spray it WI 4

Leið númer 1.

Leið sem rennur úr Baugsgili (fossin heitir þá hugsanlega Baugsfoss) í Baugsmúla, rétt vestan við Baugsvatn og rétt fyrir utan Ólafsvík.

WI 3+/4, tvær spannir.

Fyrri spönn er tvö höft, ágætlega brött en ekki svo löng 30m ca. Þegar komið er upp úr seinna haftinu kemur maður í stóra skál og þarf að ganga ca 20 m inn að næstu spönn.

Seinni spönnin er ca 15-20m WI 3, hins vegar var toppurinn eitthvað þunnur og með skrýtinni skel svo að það þurfti að beita alskonar kúnstum og kletta hreyfingum til að komast upp úr spönninni.

Hægt var að ganga niður í stóru skálina og svo síga eitt sig þaðan.

FF: Brynjar Tómasson og Jónas G. Sigurðsson, 16. febrúar 2019

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Baugsmúli
Tegund Ice Climbing

Almannaréttur WI 3+

Leið í sömu skál og Víkurfoss, beint fyrir ofan Látravík við Búlandshöfða.

Landeigandi á svæðinu er ekki hrifin af klifrurum eða fólki sem hefur hug á að fara í fjallið.

WI 3+, 30m

FF: Bergur Einarsson, Daniel Ben-Yehoshua og Sydney Gunnarsson, 16. febrúar 2019

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Búlandshöfði
Tegund Ice Climbing

Prentari WI 3

Prentari er u.þ.b. 10 metra hár foss sem liggur í Miðdalsgljúfri.   Miðdalsgljúfur liggur innan við bæinn Miðdal í Laugardal.  Sem er í u.þ.b. 10 mín akstursfjarlægð frá Laugarvatni.  Fossinn sést frá afleggjarnum að Miðdal. Best er að nálgast fossinn með því að rölta upp veginn sem liggur norður að Hlöðufelli og þaðan þvera að gilinu.  Ef menn eru ævintýragjarnir að þá er hægt að labba upp gljúfrið með ánni.  Mælst er með því að láta landeigendur vita áður en haldið er í gilið .

FF. Smári Stefánsson og Svavar Helgi 20??

Klifursvæði Árnessýsla
Svæði Miðdalsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Heaven WI 5

Kerti sem er beint upp af leiðinni Guide to Heaven í Stigárdal, áður en komið er inn að Testofunni og Hlaupárgili.

Fyrst er klifrað upp ís pillar þar til komið upp undir klettaþak. Frá klettaþakinu er hliðrað á þunnu tjaldi út á aðal kertið.

Rory tók fall í frumferðinni frá hliðruninni en klifraði aftur upp og kláraði hvíldarlaust upp á topp.

FF: Rory Harrison og Einar Rúnar Sigurðsson 5. febrúar 2019

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Ice Route Heaven WI 5 from Einar Rúnar Sigurðsson on Vimeo.

2019-02-05_h264-420_1080p_29.97_HQ_2xSlow from Einar Rúnar Sigurðsson on Vimeo.

Dalafoss WI 4

Leið í hlíðunum ofan við Fagurhólsmýri, rétt vestar en Irpugilið (og leiðin Irpugilskertið)

Tvær stuttar spannir, fyrsta WI 3 og seinni WI 4. Leiðin var mjög þunn og vatnsmikil þegar hún var fyrst klifruð.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Matthías Einarsson, 3. febrúar 2019

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Hnappavellir
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Ice Route Dalafoss in southeast Iceland WI 4 first ascent in February 2019 from Einar Rúnar Sigurðsson on Vimeo.

Risa þristur WI 4

Blá lína. Fyrsta leiðin fyrir ofan Skaftafellsjökul.

Leiðin var frumfarin í þrem spönnum, af hluta til vegnað þess að það voru ekki alveg nógu margar skrúfur með í för.

Fyrsta spönn var löng WI 3 ca 50 m.

Spönn tvö var 15m WI 4 þar sem að fyrst var farið til vinstri úr stansi og svo til hægri eftir syllu sem myndast í brattasta hluta leiðarinnar.

Spönn 3 var WI 4(+) í ca 15m. Byrjaði frekar brött en svo slaknaði á hallanum eftir því sem ofar dróg. WI 4 sem stakir 15m en hugsanlega ef spönn 2 og 3 eru teknar saman þá verði sú spönn nær WI 4+.

Nafnið er þríþætt, frumferðarteymið samanstóð af þrem klifrurum, þeir voru þriðja teymið til að leggja í leiðina í vikunni og Árni keypti risa þrist í nesti fyrir alla.

FF: Árni Stefán Halldorsen, Bjartur Týr Ólafsson og Jónas G. Sigurðsson, 1. febrúar 2019

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafellsjökull
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Skýjabólstrar WI 3+

Leið upp Hangandifoss í Viðborðsfjalli, rétt austan við Fláajökul og rétt hjá bæjunum Rauðaberg.

Tvær spannir ca 60m. Fyrri spönnin var þakin í stærðarinnar bólstrum sem leiðin dregur nafnið sitt af og þurfti að hliðra eftir þeim frá vinstri til hægri ca WI 3. Seinni spönnin var létt mest ella leið en mjög þunn með vatni undir svo að vissara var að klifra varlega. Seinni spönnin endaði á þröngum og smá tæknilegum topphreyfingum sem að ýta heildargráðunni upp í WI 3+.

FF: Bergur Ingi Geirsson, Jónas G. Sigurðsson og Rory Harrison, 31. janúar 2019

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Viðborðsfjall
Tegund Ice Climbing

Guide to Heaven WI 3

Ca 100m vinstra megin við PapaRASSA

Það eru ágætis steinar 20 metrum fyrir ofan leiðina, góðir fyrir toppankeri og til að síga af.

Það er kerti fyrir ofan leiðina sem að Rory Harrison og Einar Rúnar létu vaða í nokkrum dögum eftir frumferðina á þessari leið (Heaven WI 5). Rory tók fall ofarlega í leiðinni áður en hann kláraði upp á topp og því er ekki hægt að skrá frumferð á þá leið að svo stöddu. Framhaldið hefur verið nefnt Heaven WI 5 og bíður eftir falllausri leiðslu.

WI3 25 metrar

FF 29/1 2019 Magnús Bjarki Snæbjörnsson og Einar Rúnar Sigurðsson

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing