Ljósmyndakeppni og Leið ársins 2019

Þó vantað hafi sjálft ársritið á prentuðu formi, gekk útgáfa ársrit ÍSALP 2019 með eindæmum vel og var góð mæting og stemning á KEX hostel síðasta föstudagskvöld. Þar voru m.a. kynnt efstu sætin í ljómyndakeppninni, og má hér sjá fimm efstu sætin í hverjum flokki, en í blaðinu sjálfu fengu efstu þrjú sætin sína síðu hvert. Sigurmynd skíðaflokks, tekin af Martin Voigt, príðir forsíðu blaðsins, en sigurvegarar hinna flokkanna voru Egill Örn Sigurpálsson í klifurflokki og Virgil Reglioni í mannlíf á fjöllum.

Keppnin um leið ársins var haldin í annað sinn, og útvegaði Matteo verðlaunin í boði GG Sport. Fór keppnin þannig fram að tólf leiðir voru kynntar til leiks, og fengu viðstaddir meðlimir tækifæri til að kjósa um hver leiðanna hlyti verðlaunin. Úrslitin voru eftirfarandi: þriðja sætinu deildu leiðirnar Brattasti þristur landsins (WI4+) og Gnar for breakfast (AD+, WI3), í öðru æti var klettaleiðin Stefnið (5.10+), en fyrsta sætið og verðlaunin hreppti leiðin Jólatré, 180m WI5 frumfarin af þeim Bjarti Tý og Rory Harrison.

Leið ársins:

Leið ársins: Jólatré

Klifur:

Sigurmynd klifurflokks: Egill Örn Sigurpálsson - „Sigurður Richter býr sig undir klifur í Mýrarhyrnu á ísklifurfestivali Ísalp."2, sæti klifurflokks: Virgil Reglioni - „Rise from the Deep: Hanging deep in this bottom-less moulin, shooting from below, this shot brought me such an incredible experience photographing. The conditions were hard, hanging low on an uncomfortable position, ice particles falling down on me and my gears, i was trying to hold my balance with one hand, holding the ice axe jammed in the ice wall in front of me and shooting with the other one."3. sæti klifurflokks: Björgvin Hilmarsson - „Bjartur Týr Ólafsson í þriðju spönn leiðarinnar Kulusuk Hostel á Kulusuk eyju á Austur-Grænlandi. Leiðin er um 110 metrar og fimm spannir (5a / 5b / 6a+ / 6b / 3c)."4. sæti klifurflokks: Sigurður Ý. Richter - „Magnús Ólafur Magnússon klifrar upp í næstsíðasta stans suðurveggjar Midi tinds í frönsku Ölpunum."5. sæti klifurflokks: Bjartur Týr Ólafsson - „Matthew Mcateer stígur inn á sólríkt slabbið í fjórðu spönn Nabot Léon leiðarinnar á Rauða Turni Aiguille de Blatiére."

Skíði:

Sigurmynd skíðaflokks: Martin Voigt - „Gönguskiðaferð í Landmannalaugar með HSSK."2. sæti skíðaflokks: Haraldur Ketill Guðjónsson - „Á bakaleið yfir Drangajökul eftir þriggja daga ferð um svæðið á gönguskíðum. Hljóðabunga sést í bakgrunni."3. sæti skíðaflokks: Rowan Bashford - „Rúnar Pétur Hjörleifsson ripping a fresh line above his family home in Neskauðstaður"4. sæti skíðaflokks: Martin Voigt - „Miðnæturfjallaskíðaferð á Snæfellsjökul" 5. sæti skíðaflokks: Bjartur Týr Ólafsson

Mannlíf á fjöllum:

Sigurmynd í mannlíf á fjöllum: Virgil Reglioni - „Eternal: A capture from the golden hours through the long sea. Lost, deep in the highlands, this hike got us absolutely speechless and mind-blown. A perfect harmony between human and nature."2. sæti í mannlíf á fjöllum: Bjartur Týr Ólafsson - „Jón Heiðar og Ásgeir Már á leið niður norð-austur hrygg Obergabelhorn, 4063 m.y.s., í Sviss."3. sæti í mannlíf á fjöllum: Rowan Bashford - „Guðný Diljá Helgadóttir and I are out on a berry picking trip above some of the most scenic glacier tongues in Iceland. How lucky we are to have such incredible alpine and wilderness across the road from our house. Where else in the world is life this good?"4. sæti í mannlíf á fjöllum: Eric Contant - „Umferðarteppa í Khumbu ísfallinu milli fyrstu og annarra tjaldbúða Everestfjalls."5. sæti í mannlíf á fjöllum: Magnús Ólafur Magnússon - „Sigurður Ý. Richter á suðurvegg Midi tinds í frönsku Ölpunum. Í bakgrunni sjást tvö teymi á Cosmiques hryggnum."

Svarthamar WI 3

Fyrir ofan bæinn Svarthamar í Álftafirði má finna klettabelti skammt frá veginum.

Klettabeltið er aðeins skráð sem ein leið hér en hefur fjöldan allan af afbrigðum frá WI2-WI4. Klettarnir eru um 15 metra háir þar sem þeir standa hæstir og henta vel fyrir byrjendur í sportinu.

FF. Nemendur Lýðskólans á Flateyri, janúar 2020.

Klettarnir frá veginum
Álftafjörður og bærinn Svarthamar í bakgrunn

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Svarthamarsfjall
Tegund Ice Climbing

Ísklifurfestival 2020

Hið árlega Ísklifurfestival Ísalp verður haldið á Vestjörðum þetta árið. Stefnan er sett á að gista á gistiheimilinu á Ísafirði og klifra á svæðunum í stuttri akstursfjarlægð frá bænum.
Nánari upplýsingar um leiðir á svæðinu má finna á hér á vefnum undir https://www.isalp.is/crag/isafjordur.

Skráning í gistingu fer fram í umræðuþræðinum „Skráning á Ísklifurfestival 2020“.
Arnar leggur af stað í Bleika pardusinn

Brattasti þristur landsins WI 4+

Leið 2

80m WI4(+?)

Leiðin liggur upp Grundarfossinn, um 20 metra hægra megin við upprunalegu leiðina þeirra Bjögga og Skabba. Þar sem ísinn myndast á fjölbreyttann hátt, er nóg í boði af mismunandi útgáfum í virkilega skemmtilegum ís.

Leiðin átti að vera stuttur, þægilegur þristur til að hita upp fyrir ísklifurfestivalið, en kom græningjunum svona líka hressilega í opna skjöldu. Fyrri helmingur þessarar útgáfu fylgir víðri kverkinni upp og út á lóðrétt tjald, en seinni helmingur (hliðrar ögn til hægri) býður upp á ítrekaðar yfirhangandi regnhlífasúpur. Leiðin endar svo á þægilegra klifri upp á topp sem getur endað í hengjukrafsi.

Ljósmyndari:Franco Laudanna
Brattasti þristur landsins. Upprunalega leiðin fer upp þilið lengst til vinstri.

FF: Sigurður Ýmir Richter & Guðmundur Ísak Markússon, 2019

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Grundarfoss
Tegund Ice Climbing

Björn Bóndi WI 3

WI 3

Sector,  Öræfi,  Austur og Suðursveit.

Leiðin liggur inni í Veðurárdal í Fellsfjöllum.  Innan svæðis sem oftast gengur undir nafninu Þröng.  Jeppaslóði liggur frá þjóðvegi 1 og norður með Fellsfjöllum  mest alla leiðina að dalnum þar til komið er að skilti frá Vatnjökulsþjóðgarði.   þaðan verður að ganga í um 20 mín þar til komið er að Veðurárdalsánni.  ATH ! Jeppaslóðinn getur verið illfær og getur krafist ökutækis með breyttum eiginleikum.  Klifursvæðið liggur í suðurhlíð Veðurárdals  og er því í skjóli frá sól og getur því verið í aðstæðum þó margt annað sé ekki komið inn. Best er að nálgast leiðina með því að fara yfir veðurárdalsána og ganga með norðurhlið ánnar þar til að komið er að „upptökum klifursvæðisins“ þar er möguleiki á að setja á sig brodda og ganga á snjó/ís upp hlíðina þar til leiðin hefst ef aðstæður leyfa.

Lesa meira

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Fellsfjöll
Tegund Ice Climbing

Stigvaxandi WI 3

Leið í áberandi gili rétt áður en komið er í sjálft Glymsgilið.

Þegar gengið er eftir gönguleiðinni upp að glym er farið í gegnum helli sem heitir Þvottahellir. Þegar staðið er uppi á brún áður en farið er niður og í gegnum hellinn þá er Stóragil þar beint á móti.

Leiðin byrjar aflíðandi en verður brattari eftir því sem ofar dregur. Fyrir ofan leiðina er bratt kerti sem er ófarið eins og er.

FF: Gunnar Ingi Stefánsson og Illugi Örvar Sólveigarson, desember 2019

Klifursvæði Glymsgil
Svæði Stóragil
Tegund Ice Climbing

Skyndibiti WI 3

Leið upp Þórufoss í Kjósinni.

Leiðin er eiginlega stök í Kjósinni en fær að fljóta með Grenihlíðar sectornum vegna nálægðar.

15m, WI 3

Leiðin fer upp foss í ágætlega vatnsmikilli á. Því ber að hafa varann á þegar farið er í leiðina og passa að áin sé nægilega vel frosin til að geta gengið á henni.

Leiðin er aðeins 200m frá veg og hentar því einstaklega vel fyrir skreppitúr í létt ísklifur.

Sögusagnir herma að þessi foss hafi verið klifinn fyrir 2019. Engar heimildir finnast hins vegar fyrir því…

FF: Elísabet Atladóttir og Illugi Örvar Sólveigarson, 15. desember 2019

Klifursvæði Kjós
Svæði Grenihlíð
Tegund Ice Climbing

Jólaklifur ÍSALP 2019

Hið árlega jólaklifur ÍSALP verður haldið í Múlafjalli laugardaginn 21. desember!

Eins og á hverju ári fer alveg að vera komið að Jólaklifri Ísalp. Stefnan er sett á Múlafjall eins og hefð er fyrir.

Byrjað verður í Testofunni https://www.isalp.is/crag/mulafjall-2 þar sem vanari klifrarar byrja á að koma fyrir top rope línum í nokkrar af léttari leiðunum.

Góð skemmtun rétt fyrir jólin, ætluð bæði byrjendum og lengra komnum.

Sjá facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/290052408558279/

Kv, Stjórn

Ullarteppi í Tindfjallaskála

Íslenski Alpaklúbburinn (ÍSALP) hefur nú með hjálp góðra samstarfsaðila safnað ullarteppum sem verða fljótlega sett í Tindfjallaskála.

Með þessu móti gefst ferðalöngum tækifæri til að ferðast léttar þegar gist er í skálanum.

Nú þurfa gestir aðeins að hafa með sér innri poka (liner poka) í stað þess að bera svefnpoka.

Hugmyndin er að erlendri fyrirmynd og talið er að þetta sé fyrsti skálinn á landinu sem bjóði uppá þennan lúxus.

Stjórn ÍSALP vonar að sem flestir geti í framtíðinni nýtt sér skálann og hlakkar til að sjá ykkur á fjöllum.

Nánari upplýsingar um Tindfjallaskála má finna á heimasíðu ÍSALP undir Skálar.

Yersinia WI 3

Lengst vinstra megin í Súlu sectornum (sector 2 í Öxnadal)

Leiðin byrjar innarlega í gili og nær að vera WI 3 snemma veturs. Eftir því sem líður á veturinn bunkast leiðin upp og gilið fyllist af snjó, með þeim afleiðingum að leiðin léttist umtalsvert eða hverfur alveg.

FF: Rakel Ósk Snorradóttir og félagar í Björgunarsveitinni Súlum, desember 2017

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Öxnadalur
Tegund Ice Climbing

Purrkur WI 3+

Örin bendir á leiðina Purrkur í Bakkahvilft. Mynd: Björgvin Hilmarsson

Purrkur, WI3+/4, 50m

Leið í Bakkahvilft sem liggur út frá Hnífsdal

Það eru í raun tvær línur sem liggja þarna upp hlið við hlið og því liggur beinast við að kalla þá hægra megin Pillnikk.

Gangan þarna uppeftir er áhugaverð þegar það er enginn snjór, stórgrýtt mjög svo þetta tekur tíma.

FF: Björgvin Hilmarsson og Heiða Jónsdóttir, 29.11.19

Myndin hér að neðan sýnir leiðirnar í Bakkahvilft. Myndin er tekin þegar Googooplex var farin og sýnir því aðstæður eins og þær voru þá.

Yfirlitsmynd af Bakkahvilft. Mynd Björgvin Hilmarsson

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Hnífsdalur
Tegund Ice Climbing

Ljósmyndakeppni ÍSALP 2019

Nú er komið að árlegu ljósmyndakeppni Ísalp, og erum við að vanda að leita að myndum í þrjá flokka; Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Kosnir verða sigurvegarar í hverjum flokki og mun besta myndin príða forsíðu ársrits Ísalp 2019!

Myndirnar þurfa að vera teknar eftir ljósmyndakeppni seinasta árs (frá og með nóvember 2018) og er öllum velkomið að taka þátt. Reglurnar eru eftirfarandi:

-Þátttakendur mega senda að hámarki þrjár myndir hver

-Ekki skiptir máli í hvaða flokk hver mynd fer, en t.a.m. er hægt að senda eina mynd í hvern flokk eða allar þrjár í sama flokkinn

-Hver mynd getur einungis tekið þátt í einum um flokki

-Sú/sá sem tekur þátt þarf sjálf/ur að hafa tekið myndina

 

Taka skal fram í hvaða flokki hver mynd tekur þátt og helst skal fylgja stutt lýsing (ein setning).

Myndir þurfa að berast á stjorn@isalp.is fyrir miðnætti 15. nóvember!

 

 

 

 

 

Jeff Mercier slideshow

On Friday the 8th November we are going to have a slideshow with Jeff Mercier.

The event is going to be in Klifurhusid, will start at h18.00 with some dry tooling then a little rest for dinner and then at h20 the pictures.

Jeff Mercier is a world class iceclimber, part of the generation that developed dry tooling and brought it up on the mountain. He is visiting icelandic glacier and before leaving is going to climb with us and then taking a slideshow.

Niðurstöður aðalfundar

Nýafstaðinn aðalfundur samþykkti samhljóða að veita Ferðafélagi Íslands leyfi til að nýta Bratta sem stendur í Kópavogi sem skálavarðahús í Nýjadal. Þegar að tilskilin leyfi fást til að setja upp skála í Súlnadal þá hefur FÍ skuldbundið sig til þess að byggja nýan skála sem mun henta enn betur til notkunar bæði fyrir félagsmenn Ísalp og FÍ.

Litlar breytingar urðu á stjórn. Sif Pétursdóttir lét af stjórnarstörfum eftir árs setu sökum þess að vera flutt út í nám. Fráfarandi stjórn vill þakka henni fyrir vel unnin og gott samstarf störf síðasta árið. Í stað Sifjar var Elísabet Atladóttir kjörin inn í staðinn. Elísabet hefur starfað með klúbbnum síðastliðin tvö ár og er auk þess jöklaleiðsögumaður og undanfari í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Stjórn vill bjóða Elísabetu velkomna til starfa og við hlökkum til komandi mánaða.

Annað hefðbundið fór fram á aðalfundi, skýrsla stjórnar var kynnt, reikningar klúbbsins voru samþykktir samhljóða og Karl Ingólfs fékk umboð klúbbsins til að starfa í SAMÚT að málum vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

Mæting var með besta móti, um 20 manns.

Aðalfundur Ísalp 26. september

Stjórn vill mynna á aðalfund Ísalp sem verður haldinn klukkan 20:00 26. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í Ísalp salnum í Klifurhúsinu.

Fyrst á dagskrá er kynning FÍ á möguleikum til nýtingar á núverandi Bratta

Næst er kostning nýrrar stjórnar og skoðunarmanna reikninga

Yfirferð ársreikninga

Stutt kynning á nýafstaðinni Ísalp ferð til Písa.