Skráning í gistingu fer fram í umræðuþræðinum „Skráning á Ísklifurfestival 2020“.
Ísklifurfestival 2020
Skráning í gistingu fer fram í umræðuþræðinum „Skráning á Ísklifurfestival 2020“.
Leið 2
80m WI4(+?)
Leiðin liggur upp Grundarfossinn, um 20 metra hægra megin við upprunalegu leiðina þeirra Bjögga og Skabba. Þar sem ísinn myndast á fjölbreyttann hátt, er nóg í boði af mismunandi útgáfum í virkilega skemmtilegum ís.
Leiðin átti að vera stuttur, þægilegur þristur til að hita upp fyrir ísklifurfestivalið, en kom græningjunum svona líka hressilega í opna skjöldu. Fyrri helmingur þessarar útgáfu fylgir víðri kverkinni upp og út á lóðrétt tjald, en seinni helmingur (hliðrar ögn til hægri) býður upp á ítrekaðar yfirhangandi regnhlífasúpur. Leiðin endar svo á þægilegra klifri upp á topp sem getur endað í hengjukrafsi.
FF: Sigurður Ýmir Richter & Guðmundur Ísak Markússon, 2019
Klifursvæði | Snæfellsnes |
Svæði | Grundarfoss |
Tegund | Ice Climbing |
WI 3
Sector, Öræfi, Austur og Suðursveit.
Leiðin liggur inni í Veðurárdal í Fellsfjöllum. Innan svæðis sem oftast gengur undir nafninu Þröng. Jeppaslóði liggur frá þjóðvegi 1 og norður með Fellsfjöllum mest alla leiðina að dalnum þar til komið er að skilti frá Vatnjökulsþjóðgarði. þaðan verður að ganga í um 20 mín þar til komið er að Veðurárdalsánni. ATH ! Jeppaslóðinn getur verið illfær og getur krafist ökutækis með breyttum eiginleikum. Klifursvæðið liggur í suðurhlíð Veðurárdals og er því í skjóli frá sól og getur því verið í aðstæðum þó margt annað sé ekki komið inn. Best er að nálgast leiðina með því að fara yfir veðurárdalsána og ganga með norðurhlið ánnar þar til að komið er að „upptökum klifursvæðisins“ þar er möguleiki á að setja á sig brodda og ganga á snjó/ís upp hlíðina þar til leiðin hefst ef aðstæður leyfa.
Klifursvæði | Öræfi, Austur og Suðursveit |
Svæði | Fellsfjöll |
Tegund | Ice Climbing |
Leið í áberandi gili rétt áður en komið er í sjálft Glymsgilið.
Þegar gengið er eftir gönguleiðinni upp að glym er farið í gegnum helli sem heitir Þvottahellir. Þegar staðið er uppi á brún áður en farið er niður og í gegnum hellinn þá er Stóragil þar beint á móti.
Leiðin byrjar aflíðandi en verður brattari eftir því sem ofar dregur. Fyrir ofan leiðina er bratt kerti sem er ófarið eins og er.
FF: Gunnar Ingi Stefánsson og Illugi Örvar Sólveigarson, desember 2019
Klifursvæði | Glymsgil |
Svæði | Stóragil |
Tegund | Ice Climbing |
Leið upp Þórufoss í Kjósinni.
Leiðin er eiginlega stök í Kjósinni en fær að fljóta með Grenihlíðar sectornum vegna nálægðar.
15m, WI 3
Leiðin fer upp foss í ágætlega vatnsmikilli á. Því ber að hafa varann á þegar farið er í leiðina og passa að áin sé nægilega vel frosin til að geta gengið á henni.
Leiðin er aðeins 200m frá veg og hentar því einstaklega vel fyrir skreppitúr í létt ísklifur.
Sögusagnir herma að þessi foss hafi verið klifinn fyrir 2019. Engar heimildir finnast hins vegar fyrir því…
FF: Elísabet Atladóttir og Illugi Örvar Sólveigarson, 15. desember 2019
Klifursvæði | Kjós |
Svæði | Grenihlíð |
Tegund | Ice Climbing |
Hið árlega jólaklifur ÍSALP verður haldið í Múlafjalli laugardaginn 21. desember!
Eins og á hverju ári fer alveg að vera komið að Jólaklifri Ísalp. Stefnan er sett á Múlafjall eins og hefð er fyrir.
Byrjað verður í Testofunni https://www.isalp.is/crag/
Góð skemmtun rétt fyrir jólin, ætluð bæði byrjendum og lengra komnum.
Sjá facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/290052408558279/
Kv, Stjórn
Íslenski Alpaklúbburinn (ÍSALP) hefur nú með hjálp góðra samstarfsaðila safnað ullarteppum sem verða fljótlega sett í Tindfjallaskála.
Með þessu móti gefst ferðalöngum tækifæri til að ferðast léttar þegar gist er í skálanum.
Nú þurfa gestir aðeins að hafa með sér innri poka (liner poka) í stað þess að bera svefnpoka.
Hugmyndin er að erlendri fyrirmynd og talið er að þetta sé fyrsti skálinn á landinu sem bjóði uppá þennan lúxus.
Stjórn ÍSALP vonar að sem flestir geti í framtíðinni nýtt sér skálann og hlakkar til að sjá ykkur á fjöllum.
Nánari upplýsingar um Tindfjallaskála má finna á heimasíðu ÍSALP undir Skálar.
Lengst vinstra megin í Súlu sectornum (sector 2 í Öxnadal)
Leiðin byrjar innarlega í gili og nær að vera WI 3 snemma veturs. Eftir því sem líður á veturinn bunkast leiðin upp og gilið fyllist af snjó, með þeim afleiðingum að leiðin léttist umtalsvert eða hverfur alveg.
FF: Rakel Ósk Snorradóttir og félagar í Björgunarsveitinni Súlum, desember 2017
Klifursvæði | Hörgárdalur |
Svæði | Öxnadalur |
Tegund | Ice Climbing |
Purrkur, WI3+/4, 50m
Leið í Bakkahvilft sem liggur út frá Hnífsdal
Það eru í raun tvær línur sem liggja þarna upp hlið við hlið og því liggur beinast við að kalla þá hægra megin Pillnikk.
Gangan þarna uppeftir er áhugaverð þegar það er enginn snjór, stórgrýtt mjög svo þetta tekur tíma.
FF: Björgvin Hilmarsson og Heiða Jónsdóttir, 29.11.19
Myndin hér að neðan sýnir leiðirnar í Bakkahvilft. Myndin er tekin þegar Googooplex var farin og sýnir því aðstæður eins og þær voru þá.
Klifursvæði | Ísafjarðardjúp |
Svæði | Hnífsdalur |
Tegund | Ice Climbing |
Nú er komið að árlegu ljósmyndakeppni Ísalp, og erum við að vanda að leita að myndum í þrjá flokka; Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Kosnir verða sigurvegarar í hverjum flokki og mun besta myndin príða forsíðu ársrits Ísalp 2019!
Myndirnar þurfa að vera teknar eftir ljósmyndakeppni seinasta árs (frá og með nóvember 2018) og er öllum velkomið að taka þátt. Reglurnar eru eftirfarandi:
-Þátttakendur mega senda að hámarki þrjár myndir hver
-Ekki skiptir máli í hvaða flokk hver mynd fer, en t.a.m. er hægt að senda eina mynd í hvern flokk eða allar þrjár í sama flokkinn
-Hver mynd getur einungis tekið þátt í einum um flokki
-Sú/sá sem tekur þátt þarf sjálf/ur að hafa tekið myndina
Taka skal fram í hvaða flokki hver mynd tekur þátt og helst skal fylgja stutt lýsing (ein setning).
Myndir þurfa að berast á stjorn@isalp.is fyrir miðnætti 15. nóvember!
On Friday the 8th November we are going to have a slideshow with Jeff Mercier.
The event is going to be in Klifurhusid, will start at h18.00 with some dry tooling then a little rest for dinner and then at h20 the pictures.
Jeff Mercier is a world class iceclimber, part of the generation that developed dry tooling and brought it up on the mountain. He is visiting icelandic glacier and before leaving is going to climb with us and then taking a slideshow.
Nýafstaðinn aðalfundur samþykkti samhljóða að veita Ferðafélagi Íslands leyfi til að nýta Bratta sem stendur í Kópavogi sem skálavarðahús í Nýjadal. Þegar að tilskilin leyfi fást til að setja upp skála í Súlnadal þá hefur FÍ skuldbundið sig til þess að byggja nýan skála sem mun henta enn betur til notkunar bæði fyrir félagsmenn Ísalp og FÍ.
Litlar breytingar urðu á stjórn. Sif Pétursdóttir lét af stjórnarstörfum eftir árs setu sökum þess að vera flutt út í nám. Fráfarandi stjórn vill þakka henni fyrir vel unnin og gott samstarf störf síðasta árið. Í stað Sifjar var Elísabet Atladóttir kjörin inn í staðinn. Elísabet hefur starfað með klúbbnum síðastliðin tvö ár og er auk þess jöklaleiðsögumaður og undanfari í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Stjórn vill bjóða Elísabetu velkomna til starfa og við hlökkum til komandi mánaða.
Annað hefðbundið fór fram á aðalfundi, skýrsla stjórnar var kynnt, reikningar klúbbsins voru samþykktir samhljóða og Karl Ingólfs fékk umboð klúbbsins til að starfa í SAMÚT að málum vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Mæting var með besta móti, um 20 manns.
Stjórn vill mynna á aðalfund Ísalp sem verður haldinn klukkan 20:00 26. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í Ísalp salnum í Klifurhúsinu.
Fyrst á dagskrá er kynning FÍ á möguleikum til nýtingar á núverandi Bratta
Næst er kostning nýrrar stjórnar og skoðunarmanna reikninga
Yfirferð ársreikninga
Stutt kynning á nýafstaðinni Ísalp ferð til Písa.
Upp á síðkastið virðist það hafa færst í aukana að klifrarar verði varir við nýja múrbolta af ýmsum toga á ótrúlegustu stöðum, oftar en ekki boltar sem hafa engan augljósan tilgang. Ekki er nóg með það að þessir boltar eru villandi og síður en svo öruggir í öllum tilfellum, heldur eiga þeir líka til að finnast á svæðum þar sem boltun er óheimil. Þ.a.l. viljum við koma eftirfarandi áherslum á framfæri, og fara fram á að fólk kynni sér rétt og vönduð vinnubrögð við uppsetningu klifurleiða og almenna boltun í náttúru Íslands:
Annars vonum við að sumarið hefur nýst klifrurum vel, og er frábært að sjá allar þær nýju og gömlu leiðir sem settar eru upp og haldið við á víð og dreif um landið. Það er einmitt ástæða þess að við viljum áfram sjá góð vinnubrögð og halda öllum á góðu nótunum, svo við getum haldið áfram á sömu braut í framtíðinni 😉
Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbsins 2019 verður haldinn á efri hæð Klifurhússins að Ármúla 23, fimmtudaginn 26. september, kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
– Staðan á Bratta
– Dagskrá vetrarins 2019-2020
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.
Í ár lýkur kjörtímabilum hjá Védísi Ólafsdóttur (kjörin til eins árs), Sif Pétursdóttur (kjörin til eins árs), Sigurði Ými Richter (kjörinn til tveggja ára) og Matteo Meucci (kjörinn til tveggja ára). Þau gefa öll kost á sér áfram fyrir utan Sif Pétursdóttur.
Framboð skulu hafa borist fyrir 19. september.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 19. september.
Í ár stefnir Ísalp aftur á klettaklifur í kringum Písa ásamt alpaklúbbi heimamanna þann 6. til 13. September.
Meðlimum Ísalp er að sjálfsögðu boðið í ferðina en áhugasamir geta sent umsókn í tölvupósti á stjorn@isalp.is. Betra er að taka fram með umsókninni hvers konar klifri áhugi er fyrir (sportklifur, fjölspanna sport, fjölspanna dótaklifur o.þ.h.).
Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst n.k.
Mynd og nánari staðsetning óskast.
Mixuð leið í Kollafirði. Leiðin liggur upp 4m háa íslænu sem er 30-40cm breið, upp á snjósyllu að 2m kerti og þaðan tekur við 4m morkin bergsprunga. Þaðan er hliðrað í lélegu bergi til hægri upp í áberandi skál sem liggur upp á brún.
M 4, 25m
FF: Guðmundur Tómasson 14. mars 1997
Klifursvæði | Barðaströnd |
Svæði | Kollafjörður |
Tegund | Mixed Climbing |
Leið nr.2
AD +, WI3 100m
(þýtt úr enskri leiðarlýsingu)
Vestari Hnappur er einn tinda Öræfajökuls og situr á öskjunni sunnanverðri. Hnappurinn er 1851m hár og klifrið hefst í rúmlega 1700m hæð.
Aðkoma: Hnappaleið liggur beint við. Hægt er að keyra upp í 8-900m hæð upp jeppaslóða sem byrjar rétt austan við Foss Hótel Hnappavelli. Þaðan er gengið upp vestan við Stigárjökul upp í um 1200m hæð þar sem komið er á jökul. Jökullinn neðan við Hnapp er heldur sprunginn og geta erfiðleikar í aðkomu farið eftir árstíma og snjóalögum. Ef aðstæður eru erfiðar væri Sandfellsleið einnig möguleiki og þá þyrfti að fikra sig austur eftir öskjubrúninni inn að Hnappnum.
Leiðin er staðsett austan við eldri leiðina Einhyrningar og liggur upp snjóflóðagilið, sem er þokkalega bratt en aðeins dregur úr hallanum eftir fyrstu fimm til sex metrana. Hér tekur við rúmlega fimmtíu gráðu snjóklifur þar til komið er upp undir lokahaftið, seinasta erfiðleika leiðarinnar áður en hægt er að ganga upp á topp Hnapps.
Allt í allt er klifrið ekki mjög krefjandi, en tryggingamöguleikar geta reynst síðri en best yrði á kosið. Ísskrúfur virðast alla jafna gera lítið gagn enda kom ég einungis þremur fyrir í leiðinni (þar af einungis einni traustvekjandi), en ef auka snjótrygging er tekin með getur hún reynst vel sem millitrygging.
Michael Reid, Eugene Gilbun og Deividas Matkevicius – 24. júní 2019
Myndin sýnir annan mann að elta upp í 50° snjóbrekkuna
Klifursvæði | Öræfajökull |
Svæði | Vestari Hnappur |
Tegund | Alpine |
Leið númer 3 á mynd
Fossinn innst inni í Hestagili, mitt á milli erfiðra ísklifurleiða.
Bergið í gilinu á að vera mjög fast og henta vel til sportklifurs ef að áhugi er fyrir því.
FF: Óþekkt en sennilega í kringum 1997
Klifursvæði | Brynjudalur |
Svæði | Hestagil |
Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 32 á mynd
Einfarin í frumferð, WI 2 eða WI 3
FF: Snævarr Guðmundsson, 1988
Klifursvæði | Esja |
Svæði | Búahamrar - Nálin |
Tegund | Ice Climbing |