Um þessar mundir er þvílíkt stjörnulið statt á landinu í myndaverkefni fyrir The North Face og þau hafa höfðinglega boðist til að halda myndasýningu og stutta tölu handa ÍSALP næsta fimmtudag klukkan 20:00 á Centerhotel Plaza við Ingólfstorg
Aðalstræti 4 – 101 Reykjavík
Aðal ljósmyndari verkefnisins er Tim Kemple sem margir þekkja eflaust fyrir síðasta verkefnið sitt á Íslandi: Climbing Ice: The Iceland Trifectahttps://www.youtube.com/
Honum til aðstoðar er Renan Oztruk en saman reka þeir Camp 4 Collective, kvikmyndaframleiðslu fyrirtæki sem stendur á bakvið sumar ykkar uppáhalds ævintýramyndir.
Renan er einnig vel þekktur sem einn af klifrurunum í frægu myndinni Meru af leiðangri Jimmy Chin, Conrad Anker og hans á The Shark Fin.http://www.merufilm.com/
Með þeim í verkefninu er enginn annar en okkar eiginn Björgvin Hilmarsson. http://retro.smugmug.com/
Með þeim er enginn smá hópur.
Anna Pfaff – Rétt áður en hún kom til Íslands frumfór hún nýja leið með Will Mayo sem þau nefndu Dreamline WI6+. Þess utan hefur hún frumfarið tugi erfiðra leiða um allan heim. Hægt er að lesa meira um afrek hennar hér:http://www.annapfaff.com/
Hér er myndband af nýju leið hennar með Will Mayo
http://www.rockandice.com/
Hansjörg Auer – Eflaust hafa sumir heyrt getið Hansjörg Auer. Hann gerði garðinn frægan með free solo uppferð sinni á The Fish 7b+ í Marmolada. Myndband af því er hægt að sjá hér. https://vimeo.com/30428423
Hann hefur einnig frumfarið sumar erfiðustu leiðirnar á Marmolada eins og Bruderliebe 8b+ 800m. Þess utan er Hansjörg einn færasti fjallamaður okkar tíma með mörg þúsund metra leiðir undir beltinu í Pakistan og Nepal. Hægt er að lesa meira um afrek Hansjörg á síðunni sinni http://
Samuel Elias – Samuel er gífurlega sterkur klifrari frá Bandaríkjunum. Hann hefur frumfarið klettaklifur leiðir upp að 5.14b og Mix leiðir upp að M12. Hér má sjá hann frumfara leiðina American Hustle 5.14b í Oliana.https://www.youtube.com/
Planið er að þau haldi öll smá myndasýningu og tölu fyrir okkur.
Það fer ekki milli mála að þetta er eitt flottasta line up á myndasýningu sem ÍSALP hefur séð. Að missa þessu er eins og sleppa jólunum. Sjáumst þar!